Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 5

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 5
HELGI JENSSON Fæddur 5. júní 1876 — Dáinn 12. febrúar 1964. Jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 20. febr. 1964. Vafalaust hefur þér einhvern tíma fundizt þú vera einmana og vinasnauður. Máske var 'himinn vona þinna þakinn kólguskýjum kvíða og örvæntingar. Eða var hjarta þitt ef til vill svo harmi lostið, að sorgarskýin byrgðu þér alla sólarsýn. — Og þegar þú — á slíkum stundum — mættir björtu, hlýju og einlægu brosi, er sendi ylgeisla inn í þín innstu sálar- fylgsni, fannst þér þá ekki sem hluti byrðar- innar væri burt tekinn af herðum þér, — og var þá ekki sem skýin á hugarhimni þínum tækju að greiðast í sundur? Og manstu, hvað hlýtt og traust handtak gat verið þér óendanlega mikils virði, þegar sundin lukust aftur — og vonirnar dóu? — Og þau hughreystingar- og huggunarorð, sem til þín voru töluð beina leið frá hjarta, sem bifaðist af samúð með kjörum þínum, urðu þér áþekk endurnæring og svaladrykkur sár- þyrstum vegfaranda. En það er einmitt þetta þrennt: Bjarta brosið, handtakið hlýja og trausta og orðin góðu, sem töluð voru beint frá samúðar- og skilningsríku hjarta, sem varpar fegurstu birtunni yfir það minningatún, sem hugurinn beinist að, er ég minnist míns kæra vinar, Helga Jenssonar. Hann var svo hjartahlýr. Hann átti svo mikinn góðhug og góðvild, fórnfýsi og hjálpar- lund. Þá var gleði hans mest, er hann fékk einhverju góðu til leiðar komið, — og þó fyrst og síðast, ef honum auðnaðist að verða far- vegur líknar og blessunar einhverjum þeim, sem átti við böl að búa. A langri ævi eignaðist hann þá reynslu, sem varð honum sjálfum uppspretta óbrigð- ullar gæfu, — reynslu, sem óháð er fallvelti og forgengileik þessa heims. Það var sú trú hans á forsjón Guðs og föðurkærleika, sem var svo bjargföst og efalaus, að þar var um hreina fullvissu að ræða. I þeirri trú fylgdi hann Drottni sínum á „tignartindinn bjarta“, — tignartind ummyndunarfjallsins, þar sem dýrð Drottins birtist og býr í óhjúpaðri mynd. Og frá þeirri reynslu stafar björtustu geislun- um af lífsferli hans. Helgi Jensson fæddist hinn 5. júní árið 1876 að Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. — Foreldrar hans voru Jens Guðmundsson og Kristín Björg Jónsdóttir. Eina hálfsystur átti hann af föður, er Þorbjörg hét. Hún er nú látin. Tveggja ára gamall var Helgi tekinn í fóst- ur af hjónunum Þorkeli Bergsteinssyni og Guðrúnu Eiríksdóttur, er þá bjuggu á Goðhóli a Vatnsleysuströnd. Hjá þeim dvaldi hann til 15 ára aldurs. — Eins og titt var með töku- börn á þeim árum, varð það hlutskipti Helga að vinna mikið á uppvaxtarárunum. Þær stundir munu hafa verið næsta fáar, sem gafust til leikja og hvildar. Og vafalaust er það ekki ofmælt, að hann hafi átt fáa bjarta, — en marga dapra — æskudaga. Frá Goðhóli fór Helgi til Grindavíkur og var um tveggja ára skeið í vinnumennsku á Stað hjá sr. Oddi V. Gíslasyni, — þeim nafn- togaða menningarfrömuði og kennimanni. Frá Stað lá svo leið Helga hingað til Kefla- víkur, og hér hefur hann átt heima alla tíð upp frá því. Fyrstu árin hér var hann hjá Arnbirni Helgi Jensson. Ólafssyni bakara, bæði við sjósókn og ýmis önnur störf. Um nokkurra ára skeið var hann svo í lausamennsku, en hafði þó heimilisfestu hjá Arnbirni bakara eftir sem áður. A þeim árum var hann oftast nær á skútum, — enda kom það fljótt í ljós, að sjórinn átti sterk ítök í honum — og sjómaður vildi hann um- fram allt vera. Þar naut hann sín betur en í nokkru öðru starfi. Hann var sjómaður af lífi og sál. Hinn 14. des. árið 1901 gekk Helgi að eiga Sigríði Guðnadóttur frá Hjörtsbæ hér í Kefla- vík. Þau settust að hér syðra og bjuggu hér í Keflavík meðan bæði lifðu. Þau eignuðust 15 börn. Fjögur þeirra létust þegar í frum- bernsku, en hin 11 komust til fullorðinsára. Elztur þeirra er Sigurður Benedikt, búsettur hér í Keflavík, þá Jenný, sem býr í Noregi, Lára, lézt í desember árið 1936, Kristinn, býr hér í Keflavík, Þórður, drukknaði í desember 1942, þá er Helga, sem býr í Reykjavík, Mar- teinn, búsettur í Keflavík, Adólf, býr í Kefla- vík, Jakob, býr í Keflavík, Kristján Alexand- er, einnig hér í Keflavík og yngst er Anna, búsett í Keflavík. Sigríður var mikilhæf og glæsileg kona, — frábær húsmóðir, — rómuð fyrir ráðdeild og snyrtimennsku. Manni sínum var hún um- hyggjusöm og kærleiksrík eiginkona, — enda mat Helgi hana mikils og unni henni mjög. Eins og að líkum lætur voru oft erfiðir tim- ar og þröngt í búi hjá hinni stóru fjölskyldu, einkum fyrri samvistarárin. En áfram var barizt og aldrei gefizt upp, og svo fór ávallt að lokum, að sigur var unninn. En oft voru hvíldarstundirnar fáar hjá þeim hjónum og næsta stopular stundum. Oftast var Helgi á sjónum og gerði lengst af út eigin báta, þótt í smáum stíl væri. Nú síð- ast átti hann litla trillu, sem hann seldi árið 1961. Mörg síðari árin var Sigríður heilsulítil. Hún lézt hinn 15. október 1949. Eiginkonu- missirinn varð Helga sár og þungbær. En þá, eins og ávallt — fyrr og síðar — veitti trúin honum þann styrk og þá huggun, er nægði til þess að ganga götuna áfram, hugrór og hugglaður. Það var jafnvel sem sorgin opnaði honum nýjar dyr inn í eilífðarheimana. Aldrei hafði guðleg föðurhönd orðið honum jafn áþreifanleg og þá. — Hann fann, að Guð var sjálfur að kalla hann til helgrar þjónustu við sig. Og svo sannarlega varð hann líka mörgum kyndilberi Guðs heilaga kærleika. Síðustu árin bjó Helgi hjá Önnu, yngstu dóttur sinni og manni hennar, Þorkeli Indriða- syni. Naut hann þar í ríkum mæli umhyggju þeirra hjóna, og eigi var ástúð barnanna og kærleikur honum minna virði. Þau voru sannir sólargeislar í lífi hans. Slíkt hið sama má reyndar um öll barnabörn hans segja. En eins og gefur að skilja, skapaðist nánasta sam- bandið við börnin á heimili hans. Kærleikur hans til þeirra var heitur, einlægur og ódul- inn. Fyrir þeirra heill vildi hann öllu fórna. Hann bar þau á bænarörmum, allt frá því að þau litu fyrst þessa heims ljós, fram til sinnar síðustu ævistundar. — En það voru ekki að- eins þau börn, sem stóðu Helga næst, er nutu kærleika hans. Öll börn, sem á vegi hans urðu, hændust að honum. Börn eru alltaf svo næm og fundvís á góðvild og hjartahlýju. Jafnaldri minn sagði mér fyrir nokkrum dög- um hrífandi sögu af því, hvernig Helgi reynd- ist honum, þegar hann eitt sinn var hér gest- komandi, litill drengur, — öllum óknnugur. Hann var svo fundvís á tækifærin til þess að hjálpa og gleðja — og hann notaði þau líka vel. Trúhneigður mun Helgi hafa verið allt frá barnæsku. I einstæðingsskap æskuáranna var föðurskjólið himneska sú vernd og hlíf, sem hann vissi öruggasta og bezta. — Sannari og einlægari kirkjuvini en Helga hef ég aldrei kynnzt. Hann var sönghneigður mjög — og söng hér í kirkjukórnum í fjöldamörg ár. — Og eftir að hann treystist ekki lengur til að syngja með kórnum, átti hann sitt fasta sæti hér í þessu húsi — og það sæti var sjaldan auttt þegar sungnar voru helgar tíðir. Og þátttaka hans í guðsþjónustunni var annað og meira en köld og dauð venja. Þar var lifandi tilbeiðsla hins trúaða hjarta. Ekki er hægt að skilja svo við trúmanninn og kirkjuvininn Helga Jensson, að eigi sé F A X I — 37

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.