Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 14
8. ársþing íþróttabandalags
Keflavíkur
8. ársþing ÍBK var haldið 1. marz síðast-
liðinn. Þingið sátu fulltrúar félaga og sér-
ráða ÍBK. Þá sátu og þingið framkvæmda-
stjóri ÍSÍ, Hermann Guðmundsson. Þing-
forsetar voru kosnir Gunnar Sveinsson og
Sigurður Steindórsson, en þingritari Jón
Ol. Jónsson.
Form. ÍBK, Hafsteinn Guðmundsson,
flutti skýrslu stjórnarinnar og gjaldkeri,
Hörður Guðmundsson, las upp reikninga
ÍBK. Þá voru fluttar skýrslur og reikn-
ingar sérráða.
í skýrslu stjórnar og sérráða segir m. a.:
KNATTSPYRNA
Ahugi fyrir knattspyrnu var mikill á
árinu og árangur góður. IBK tók þátt í
öllum flokkum í landsmóti í knattspyrnu,
einnig í Bikarkeppni KSI og „Litlu bikar-
keppninni". Þá var og haldið Keflavíkur-
mót í knattspyrnu og bæjarkeppni háðu
Keflvíkingar við Hafnfirðinga.
Fyrsta knattpyrnumót sumarsins var
„Litla bikarkeppnin“, en í henni taka þátt
Akranes—Hafnarfjörður— Keflavík. Kefl-
víkingar sigruðu í keppninni og hlutu 6
stig. I I. deildarkeppninni hlaut IBK 7 stig
og varð nr. 5 og leikur því aftur næsta ár
í I. deild. í bikarkeppni KSÍ komst ÍBK
í undanúrslit, lék við KR, en tapaði 3:2.
I landsmóti 2. fl. komst IBK einnig í úr-
slit, lék gegn KR. Lauk leiknum með jafn-
tefli 0:0. Þá tók ÍBK þátt í innanhúss-
knattspyrnumóti, sem Knattspyrnufélagið
Fram stóð fyrir. Sigruðu Keflvíkingar í
þessu móti. Yngri flokkar IBK. náðu ekki
eins góðum árangri í sumar og oft áður.
Þarf að athuga það mál frekar og nauð-
synlegt er að skapa þessum flokkum næg
verkefni, m. a. fleiri leiki.
Þjálfarar í knattspyrnu síðastl. ár voru:
Guðbjörn Jónsson, sem þjálfaði meistarafl.
og annan flokk, Hörður Guðmundsson,
Jón Ol. Jónsson, Kjartan Sigtryggsson,
Rúnar Júlíusson, Jón Jóhannsson og Arni
Arnason.
UTANFERÐ ÍBK
Síðastliðið sumar fór meistaraflokkur
IBK í keppnisferð til Danmerkur. Var
ferðin farin á vegum vinabæjar Keflavík-
ur í Danmörku, Hjörring og Söborg
Boldklub í Kaupmannahöfn. I ferðinni
tóku þátt 18 manns ,og stóð hún yfir frá
18.—29. ágúst. Ferðin tókst í alla staði
mjög vel og eru líkur fyrir áframhaldandi
samstarfi þessara aðila. Urslit leikja í ferð-
inni urðu þessi:
Hjörring—ÍBK 1:2
Brönderslev—ÍBK 3:5
Söborg Boldklub—ÍBK 4:1
Hafsteinn Guðmundsson.
SUND
Sundæfingar voru vel sóttar síðastliðið
starfsár. Er stór hópur unglinga, sem æfir
og hafa nokkrir þeirra þegar náð mjög
góðum árangri, eins og t. d. Davíð Val-
garðsson, sem er aðeins 16 ára, og setti s. 1.
ár eitt Islandsmet í sundi og 11 drengja-
met. Tveir Keflvíkingar hafa verið valdir
til landsliðsæfinga, þau Auður Guðjóns-
dóttir og Davíð Varlgarðsson.
IBK tók þátt í öllum meiri háttar sund-
mótum, sem haldin voru í Reykjavík og
nágrenni. Sundmeistaramót Keflavíkur
var haldið í des. f. 1. og var þar m. a.
keppt um afreksbikar karla og kvenna.
Davíð Valgarðsson vann afreksbikar karla
og hlaut 15 itig, en Auður Guðjónsdóttir
afreksbikar kvenna, hlaut 10 stig.
Bæjakeppni í sundi milli Keflvíkinga og
Hafnfirðinga fór fram á árinu og sigruðu
Keflvíkingar með 48*4 stigi gegn 3814
stigi. Bæjakeppnin við Akranes féll niður
vegna forfalla Akurnesinga.
Hinn kunni sundkappi, Guðmundur
Gíslason, þjálfaði sundfólk IBK. Einnig
þjálfaði Guðmundur Ingólfsson og Björn
Helgason, sem tók við þjálfuninni um s. 1.
áramót.
HANDKNATTLEIKUR
Handknattleiksæfingar hafa verið vel
sóttar síðastliðið starfsár. Tekið var þátt í
Islandsmóti í handknattleik í fjórum
flokkum og náði 2. og 3. fl. karla ágætum
árangri í mótinu. Meistaraflokkur tók þátt
í hinu árlega móti utanbæjarfélaga á
Akranesi og náði sæmilegum árangri. Að
venju var haldið Páskamót í handknatt-
leik 2. fl. í Keflavík, sigraði FH í mótinu
en ÍBK varð nr. 2.
Einn Keflvíkingur var valinn í unglinga-
landslið í handknattleik, var það Sigurður
Karlsson.
Þjálfarar í handknattleik voru Matthías
Ásgeirsson, Jón Jóhannsson og Sigurður
Steindórsson.
STJÓRNAKOSNING
í stjórn ÍBK næsta starfsár voru kosnir:
Hafsteinn Guðmundsson, form., Hörð-
ur Guðmundsson, Þórhallur Guðjónsson,
Helgi Hólm, Sigurður Steindórsson.
I varastjórn voru kosnir:
Gunnar Albertsson, Jón Ól. Jónsson,
Högni Gunnlaugsson og Magnús Haralds-
son.
Endurskoðendur voru kosnir:
Gunnar Sveinsson og Þórhallur Stígsson.
STEINHÚDUN H.F.
lafnt fyrir híbýli sem
vinnustaði: ULBRIKA
húðun á GÓLF og
STIGA. án samskeyta.
mikið slitþol, einlitt og
og litmynztrað. ULBRIKA
á LOFT og VEGGI.
Vamar sprungum. spara
má fínpússningu,
fjölbreytt áferð og
litaval.
Sími 2 38 82
46 — FAXI