Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 18

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 18
Á LÉTTARI NÓTUM Þegar séra Friðrik Rafnar var prestur á Útskálum, eignaðist hann bíl. Hann varð fyrir því óhappi að keyra á hest á götu í Kefla- vík. Meiddist hesturinn það mikið, að það varð að skjóta hann þar á staðnum. Margir fundu sárt til út af þessu óhappi prestsins. Þegar karli einum var sögð þessi saga, varð hann yfir sig undrandi og segir, loks þegar hann kemur upp orði: — Hvað ertu að segja mér maður? Sálu- sorgarinn okkar, og ét ég eftir á Útskálum. Stafurinn gengur. I þessum leik verða að vera tveir töfra- menn. Þegar áhorfendur hafa tekið sér sæti, fer annar töframaðurinn fram fyrir hurð- ina á stofunni en hinn er fyrir innan. Nú bendir sá, sem inni er á einhvern af áhorf- endum og kallar um leið til þess, sem frammi er og segir: „Stafurinn gengur". „Láttu hann ganga, svarar sá, sem frammi er. Síðan bend- ir sá, sem inni er á hvern af öðrum og báðir endurtaka sömu orðin: Stafurinn stendur kyrr. Þá nefnir sá sem frammi er nafn þess, sem þpnt er á. Auðvitað verða áhorfendur alveg steinhissa, og heimta að þetta sé endur- tekið og það jafnvel aftur og aftur til að reyna að komast að leyndarmálinu. En galdurinn er aðeins sá, að um leið og sá er fyrir utan á að vera fer út, taka báðir vel eftir, hver af áhorfendum talar síðastur áður en hann fer út, en á honum á stafurinn að standa kyrr. Stundum kemur það fyrir að allir þegja, og verður þá að beita brögðum til þess að fá einhvern til að tala. T. d. að segja: Eruð þið tilbúin. Og æfinlega segir þá einhver: Já farðu bara fram, og þá er það fengið í það sinnið, því á honum á þá stafurinn að standa kyrr. (★} Svo er hér smá reikningsgaldur. Nú skaltu láta einhvern kunningja þinn hugsa sér einhverja tölu, hann skuli bara hafa hana lága, svo auðveldara verði að reikna í huganum. Þegar hann er búinn að því, skaltu segja honum að margfalda hana t. d. með 2. Þegar hann er búinn að því, þá segirðu honum að bæta við 10, svo læturðu hann deila í það með 2, og þegar það er búið segirðu honum að draga frá töluna, sem hann hugsaði sér. Þá verður útkoman 5. Lausnin er sú, að þegar þú sagðir honum að bæta við 10, þá ákvaðst þú um leið hver útkoman yrði, því að 2 x 5 eru 10. Hefðirðu sagt honum að bæta við 8 hefði útkoman orðið 4, því að 2 x 4 eru 8. Ef þú hefðir látið hann margfalda og deila með 3, og bæta við 6, hefði útkoman orðið 2, því 3x2 eru 6. Þú getur látið margfalda og deila með hvaða tölu sem er, þú verður aðeins að gæta þess að talan, sem þú lætur nota gangi upp í þá tölu sem þú ætlast til að bætt sé við. Nú vona ég að þú skiljir galdurinn. (★} Hér eru falin 20 karlmannsnöfn. Einn gerir á ísum herja. Annar byrjar viku hverja. Með þriðja er venja að húsum hlúa. Heitir sá fjórði á guð að trúa. Fimmti hylur ásjón ýta, ei má skarn á sjötta lýta, Sjöundi við það sýnist dottinn, sá áttundi, það er nú meiri spottinn. Níundi nauða þarf um snót, nálgast þann tíunda dauðinn ei hót. Hjá þeim ellefta stendur heimskan hátt, heima í þeim tólfta sá hefur átt. Þrettánda fýsir fjöri að granda. fjórtándi sýnir mér skipan landa. Fimmtándi á himnum fæðist og deyr, fleygir sá sextándi hvössum geir. Seytjándi er afleiðing unaðs tíða, sá átjándi má í saurnum skríða. Nítjánda ég á eldinn kasta með andanum finn ég þann tuttugasta. Ráðning: 1. Björn. 2. Helgi. 3. Torfi. 4. Kristinn. 5. Grímur. 6. Hreinn. 7. Hallur. 8. Eilífur. 9. Meyvant. 10. Ófeigur. 11. Álfur. 12. Bergur. 13. Vigfús. 14. Kort. 15. Dagur. 16. Bogi. 17. Birgir. 18. Ormur. 19. Brandur. 20. Loftur. Gáta. Bærinn heitir brotin egg í hnífi. Hjónin bæði darra dans, dóttirin heitir næring manns. Ráðning: Bærinn: Skarð. Hjónin: Hildur og Hildigunnar. Dóttirin: Björg. Höfum allar stærðir af hjólbörðum og slöngum ★ Aðalstöðin, bílabúð - Sími 1517 Höfum úrval af bílavarahlutum ★ Áðalstöðin, bílabúð - Sími 1517 50 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.