Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 6

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 6
getið afstöðu hans til spiritisma og sálar- rannsókna. Þar taldi hann sig hafa fundið þá blessunaruppsprettu, sem varpaði nýju ljósi yfir tímann og eilífðina. Þaðan fékk hann ótæmandi hjálp og styrk bæði sjálfum sér og öðrum til handa hin síðari árin. Og það taldi hann sína helgustu skyldu að gera sem flesta hluttakendur í hinni dýrlegu reynslu sinni á vettvanginum þeim. Sjálfur horði hann í fagn- andi eftirvæntingu fram til þess, sem í vænd- um var. Oruggur og sæll í sinni bamslega björtu trú sofnaði hann svefninum hinzta á heimili sínu hinn 12. febrúar síðastl. Með Helga Jenssyni er genginn góður drengur, sannur vinur, einlægur og hjarta- hlýr. Hann var hlutverki sínu trúr. Hann vann með dyggð og vilja hreinum, sitt verk um langan ævidag. — Hann var góðgjarn og hjálpfús. Glettinn og glaðvær, en þó enginn yfirborðsmaður. — Með sínu hlýja viðmóti og elskulega, bjarta brosi, vakti hann jafnan gleði — og bar sólskin inn í marga særða sál. I öllu vildi hann vera til góðs. — Hann vildi láta ijósið sitt lýsa — sjálfum sér og öðrum til blessunar. Eg samfagna þér, vinur, að þú hefur nú loksins fengið að sjá og reyna, það sem þú hafðir svo lengi vonað og þráð. Hafðu þökk fyrir öll okkar góðu kynni, — fyrir órofa vináttu og hlýhug frá því leiðir okkar fyrst lágu saman og fram til síðustu stundar. Algóður Guð leiði þig og lýsi þér með Ijósi kærleika síns inn í ljósið, vorið og eilífðina. Ástvinum öllum votta ég mina innlegustu samúð og fel þau öll Guðs eilífu miskunn. Bj. J. Airport rent a car ÉiiilitaliSÉ IftSlÉl FLUGVALLARLEIGAN SF. GÓNHÓL, YTR Í-NJARÐVÍK - - SÍMÍ 1950 VINARKVEÐJA Guð þig leiði, ljúfi vinur, Iausnarans að friðarstól. Þú sért vafinn englaörmum undir Drottins náðarsól. G. S. 9Æmmm Miðstöðvarofnar rör og fittings fyrirliggjandi. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild. Sími 1505. 38 — F A X I A

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.