Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 12
Póstur í tíu ór
Afmæli? — Nei, ekki í venjulegum
skilningi, heldur bara 10 ára starfsferill.
„Oli póstur“ er alltaf ungur í andanum,
hýr og hressilegur — eldist ekki. Annars
heitir maðurinn fullu nafni Olafur Kjart-
ansson, fæddur 2. júní 1918, og verður því
46 ára á sumri komanda. Hann er sonur
hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Kjartans
Olasonar á Klapparstíg 8 í Keflavík. —
Hingað fluttist hann á 11. ári með foreldr-
um sínum og systkinum og hér hefur
hann síðan alltaf átt heima. Sem ungling-
ur vann hann hvað sem bauðst, fór þó
aldrei til sjós. Og þegar hann var maður
um þrítugt eða liðlega það, hóf hann störf á
pósthúsinu i Keflavík við bréfaútburð, en
fyrir réttum tíu árum eða nánar til tekið
1. febrúar 1954, var hann ráðinn fastur
starfsmaður hjá pósti og síma í Keflavík.
Nú á dögunum lágu leiðir okkar Olafs
saman hér á Faxabrautinni og tókum þá
tal saman eins og svo oft áður, en Olafur
er einn þeirra manna, sem auðvelt er að
tala við, ávallt léttur í lund með spaugs-
yrði á vörum — hlýr og notalegur í við-
móti. Býst ég við, að flestir bæjarbúar
kannist við manninn af lýsingunni og
geti undir þessi orð tekið.
— Nokkuð nýtt, Ólafur?
— Allt í himnalagi.
— Nú, þú kennir þá himninum og
himnavöldunum líka um það sem miður
fer?
— Kenni og þakka. Er ekki allt í stak-
asta lagi ?
— Segðu mér, Ólafur. Hve lengi hefur
þú annars vandrað hér um götur bæjarins
með úttroðna pósttöskuna?
— Hún er nú ekki alltaf úttroðin, a. m.
k. ekki þegar ég er á heimleið. En við
þetta starf hef ég verið síðustu 10 árin.
Eg hóf göngu mína sem fastráðinn póstur
l. febrúar 1954, og getur þú þá sjálfur
reiknað, hvort dæmið er rétt upp sett.
— Hvernig atvikaðist það, að þú fórst
að fást við þetta?
— Það var nú dálítið sögulegt. Magnús
heitinn Sigurðsson frá Nýjalandi í Garði
kom til mín eitt kvöld í desember 1950,
að mig minnir, en hann hafði þá í viku-
tíma borði út póst í Keflavík til reynslu.
Gamli maðurinn var hálflasinn þetta
kvöld, og var erindið við mig að vita,
hvort ég vildi leysa hann af og bera út
póstinn í 2—3 daga, meðan hann væri að
jafna sig. Ég vildi gjarnan gera Magnúsi
þennan greiða og tók þetta að mér. —
Morguninn eftir axlaði ég svo pósttösk-
una, fikraði mig eftir hinum margslungnu
krókaleiðum bæjarins og reyndi yfir höfuð
að gera mitt bezta við að koma póstinum
til skila. Held ég, að mér hafi líka tekizt
það sæmilega, þó að ég væri viðvanings-
legur til að byrja með.
— Og tók Magnús svo aftur við starf-
inu?
Ólafur Kjartansson.
— Nei, þegar þessir þrír umræddu dag-
ar voru liðnir, kom póst- og símastjórinn,
Jón Tómasson, að máli við mig og bað
mig að halda starfinu eitthvað áfram, því
þegar til kastanna kom, treysti Magnús
sér ekki til þess, sem varla var heldur við
að búast.
— Léztu þá tilleiðast?
— Já, ég gerði það. Fór þar saman, að
ég var ekki heilsuhraustur og þoldi því
illa erfiðisvinnu og svo kunni ég þessu
nýja starfi alls ekki illa, svo að þegar á
þetta tvennt var litið, fannst mér skyn-
samlegt að revna.
— Hver er svo skoðun þín eftir þessi
tíu ár?
— Eg er í fyllsta máta ánægður með
starfið. Mér fellur prýðilega við starfs-
fólkið á stöðinni, og þannig hefur það
alltaf verið frá því ég byrjaði, og bæjar-
búar umbera mig furðanlega. Hjá þeim
á ég ávallt góðu að mæta. Og yfir hverju
ætti ég svo að kvarta?
— Hvenær er mest að gera?
— Tvímælalaust fyrir jólin, líka upp úr
áramótunum og svo náttúrlega á vertíð-
inni, þegar sjómennirnir eru að fá bréfin
frá elskunum sínum úti á landi.
— Já, en vel á minnzt, Ólafur. Þú ert
ógiftur. En fær þú þá ekki stundum sjálf-
ur dálítið hlýleg bréf frá ónefndum úti á
landi ?
— Við skulum nú ekki hafa hátt um
það. En öll vænti ég að bréfin hafi kom-
izt til skila. Það hefur alltaf verið númer
eitt hjá mér.
— Hvernig eru svo vinnuskilyrðin ?
— Vinnuaðstaðan er góð í pósthúsinu
síðan það var endurbætt, en hvað snertir
sjálfan bréfaútburðinn, þá væri mjög til
hagræðis, ef húsráðendur, og þá sérstak-
lega ef þeir, sem búa í blokkum og öðrum
stórum sambýlishúsum, kæmu sér upp að-
gengilegum póstkössum framan við íbúðir
sínar eða á útihurðir, sem nú orðið ryður
sér mjög til rúms, til dæmis í Reykjavík.
En aðrir, sem ekki hafa póstkassa, ættu
að hafa bréfalúgur á útidyrum. — Þetta
þvrfti ekki að vera ýkja kostnaðarsamt, en
væri tvímælalaust til mikilla þæginda.
H. Th. B.
L
KEFLAVÍ K - SUÐURNES
FRAMKVÆMUM
ALLSKONAR
MYNDATÖKUR
Á stofu.
í heimahúsurn,
I samkvæmum.
Passamyndir.
Ökuskírteinismyndir.
Eftirtökur á gömlum myndum.
Auglýsingamyndir.
Pantið í síma 1890 eða 1133.
Ljósmyndastofa Suðurnesja
Túngötu 22 — Keflavík — Sími 1890 — Pósthólf 70
44 — FAXI