Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 11

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 11
Hvítanes í lieinuihöfn Frá vinstri: Hörður Reynir Jónsson, Ulfur Sigurmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, Arni Guðjónsson hdl., stjórnarformaður og Haukur H. Magnússon, meðstjórnandi. Frá vinstri. Sigurður Þorsteinsson skipstjóri og Hörður Reynir Jónsson, 1. vélstjóri. Myndin er tekin í stýrishúsi Hvítaness. Ljósmyndastof a Heimis Stígssonar. Hinn 2. október síðastliðinn var Kaup- skip h.f. afhent í Hamborg flutningaskip, sem félagið festi kaup á með samningi undirrituðum hinn 9. júlí síðastl. Skip þetta hlaut nafnið Hvítanes og er heima- höfn þess Keflavík. Skipið er 2574 D. W. tonn sem lokað hlífðarþilfarsskip. Rúmmál lestanna er 110 til 120 þús. kubikfet. Aðalaflvélin er 2000 ha. Deutz dieselvél og ganghraði þess er 13J4—14 sjúmílur. Skipið er smíðað hjá August Pahl skipasmíðastöðinni í Ham- borg eftir ströngustu kröfum Germ. Lloyd og British Lloyd og var tekið í notkun síðast á árinu 1957, og hefur verið í eigu skipasmíðastöðvarinnar síðan. Hét það þá Steendiek. Skipið er búið fullkomnustu siglinga- tækjum og hið vandaðasta að öllum frá- gangi. Skipshöfn er 22 menn. Skipstjúri er Sigurður Þorsteinsson, 1. stýrimaður Harry Steinsson og 1. vélstjúri Reynir Júnsson. Hlutafélagið Kaupskip var stofnað seint á árinu 1962. Samninga í Þýzkalandi af hálfu félagsins hefur Vigfús Friðjúnsson útgerðarmaður, Siglufirði, annazt, en auk hans eru í stjúrn félagsins Árni Guðjúns- son hrl. formaður, Steinþúr Marteinsson, Reykjavík, Jún G. Pálsson, Keflavík, Haukur H. Magnússon, Keflavík, og Karl Sæmundsson, Reykjavík. Strax eftir afhendingu fúr skipið í leigu- ferð á vegum Atlantshafsfélagsins til hjá- lenda Frakka í Vestur-Indíum og Suður- Ameríku. Eftir tæplega fjögra mánaða útivist kemur skipið nú fullhlaðið túm- tunnum og salti til Islands. Héðan fer það síðan með saltsíld til Púllands. Framkvæmdastjúri Kaupskips h.f. er Ulfur Sigurmundsson. Föstudaginn 31. janúar kom Hvítanes til heimahafnar sinnar í Keflavík, en þar eiga eins og að framan gefur nokkrir hlut- hafanna búsetu. Höfðu eigendur myndar- legt boð inni ! salarkynnum skipsins þetta kvöld og var þar samankomið fjölmenni til að skoða skipið og fagna þessum glæsi- lega farkosti. Gengu menn urri skipið og dáðust að gúðum og fullkomnum útbúnaði þess, en þar virðist ekkert hafa verið ti) sparað, enda vel fyrir öllu séð, allt frá vist- arverum áhafnar til véla og tækja. Við þetta tækifæri voru fram bornar myndarlegar veitingar, en á meðan þeirra var neytt, voru ræður fluttar og skipi og eigendum úskað heilla. Fyrstur túk til máls stjúrnarformaður Kaupskips h..f, Árni Guðjúnsson, sem bauð gesti velkomna og lýsti í stúrum dráttum tildrögum þess að Kaupskip h.f. varð til, sem svo réðist í þetta mikla fyrirtæki, sem nú væri orðið að veruleika. Vildi hann ekki hvað sízt þakka það Vig- fúsi Friðjúnssyni, er valdi skipið og gerði alla samninga við hina erlendu aðila með þeirri prýði, sem raun bæri vitni. Aðrir, sem til máls túku við þetta tæki- færi voru: Sveinn Júnsson bæjarstjúri Keflavíkur, Valtýr Guðjúnsson fyrrv. bæj- arstjúri, Hjálmar Olafsson bæjarstjúri í Kúpavogi og frú Sesselja Magnúsdúttir bæjarfulltrúi í Keflavík. Báru allir þessir ræðumenn lof á ltið glæsilega skip og þökkuðu myndarlegt framtak hluthafa og eigenda. H. Th. B. Sigrún Sigmundsdóttir Fædd 9. janúar 1961. Dáin 6. desember 1963. Kveðja frá litlu frændsystkinunum. Hjartans barn, þig biðjum guð að geynia og annast þig á æðri þroskabraut. Leiða þig um ljóssins dýrðarheima. Þitt líf er horfið og liðin sjúkdómsþraut. Þig kærast allra kveðjum hinzta sinni og ljúfar stundir af hjarta þökkum þér. Þín fagra minning lýsir súlarinni. lífs á brautu meðan dveljum hér. "\ F A X I — 43

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.