Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 10

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 10
Byggingafulltrúi Keflavíkur Nú á síðastliðnu hausti var ráðinn hing- að til Keflavíkur byggingafulltrúi, en þá hafði bærinn um sinn verið byggingafull- trúalaus, eða frá því að Þorsteinn Ingólfs- son lét af því starfi á síðastl. vori. Hinn nýi byggingafulltrúi Keflavíkur er Sigurður Jónsson, fæddur 22. sept. 1938 í Reykjavík, sonur hjónanna Helgu Sig- urðardóttur og Jóns Sæmundssonar fyrr- um skipstjóra. Sigurður ólst upp á Seltjarnarnesi til 12 ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum sínum í Garðahrepp og hefur átt þar lög- heimili, þar til hann réðist hingað. Sigurður stundaði húsasmíðanám um fjögurra ára skeið, en hélt þá til Svíþjóðar til framhaldsnáms og innritaðist í janúar 1960 í „Katarineholms Tekniska Skola“. 1 þessum skóla var hann við nám í 2J4ár og að loknu prófi þar í júní 1962, kom hann heim og fór á síld þá um sumarið. Vann Sigurður síðan við teikningar og byggingareftirlit, aðallega á Húsavík, þar sem hann starfaði þangað til hann réðist hingað til Keflavíkur.. Nú á dögunum náði ég tali af hinum unga byggingafulltrúa og rabbaði um stund við hann um starf hans og um framkvæmdir á vegum bæjarins. — Hvernig kanntu við starfið og hvað hefur þú um það að segja? — Starfið er býsna margbrotið og á ýmsan hátt skemmtilegt, þó að oft sé það nú full erilsamt og í mörgu að snúast. — En þú nærð samt út yfir verkefnin? — Þessu á ég erfitt með að svara beint. Eins og er má segja, að starf mitt nái tals- vert út fyrir hið almenna starf bygginga- fulltrúa, þar sem enginn verkfræðingur er hér á staðnum, en hans er þó vissulega full þörf. Ef skipulag bæjarins á að þróast á eðilegan hátt, þarf að framkvæma hér mikið uppbyggingarstarf og er sjáanlegt, að það eitt verður æði yfirgripsmikið. Hvernig manni tekst að leysa það af hendi er svo eftir að vita. Þegar ég kom hingað, var hér nýráðinn garðyrkjuráðunautur, Guðleifur Sigurjónsson, lipur og góður starfsmaður, sem hefur aðstoðað mig í vetur, eftir að sumarvinnu hans lauk, hef- ur sú aðstoð verið mjög gagnleg og létt mér byrjunarstörfin. — Hverjir eru í byggingarnefnd? — I henni eru eftirtaldir menn: Tómas Tómasson, Valtýr Guðjónsson, Sigurður Halldórsson og Þorgrímur St. Eyjólfsson. Formaður byggingarnefndar er Sveinn Jónsson bæjarstjóri. — Hvernig er samstarfið við nefndina og hve oft heldur hún fundi? — Samstarfið hefur verið ágætt, enda er höfuðskilyrðið að svo sé, til þess að byggingarfulltrúi geti starfað óhikað að hinum ýmsu framkvæmda- og framfara- málum bæjarins. Fundi heldur nefndin nú orðið reglulega annan hvern fimmtudag kl. 5—7. — 'Hvaða framkvæmdir eru nú helzt á döfinni ? — Eins og flestir munu hafa veitt at- hygli, hafa aðalframkvæmdirnar verið á íþróttasvæðinu vestan Hringbrautar. Þar er nú verið að undirbúa væntanlegan gras- völl undir sáningu og er vonast til að hægt verði að sá í hann í sumar. Einnig er verið að endurbyggja gamla malarvöllinn. Lögð eru í hann ræsi með niðurföllum á allar hliðar. Grunnurinn er þakinn með 30 sm. vatnsleiðandi lagi, sem er í beinu sambandi við fyrrnefnd ræsi, þannig, að tryggt sé að vatn nái ekki að safnast á vellinum, enda verður vallarmiðjan hækkuð upp, svo að vatninu veiti út til ræsanna. — Verður þessu lokið fyrir sumarið? — Já, við ætlumst til að hægt verði að hafa afnot af malarvellinum strax í maí, þó vitanlega verði þá enn margt ógert, t. d. varðandi áhorfendapalla og ýmislegt fleira, er snertir umgerð hans og ytra út- lit. Vert er að geta þess hér, að Guðleifur Sigurjónsson hefur á hendi alla umsjón með þessum framkvæmdum, þó ég aðstoði hann við mælingar og þá útfærslu, sem með þarf. — Hvað um aðrar framkvæmdir á veg- um bæjarins? — Þær hafa að mestu legið niðri síðan í nóvember. Með vorinu verður tekið til við gatna- og holræsagerð, þar sem áður var frá horfið. — Hvar var það? — Verið var að grafa fyrir ræsi í Háa- leiti, sem er næsta gata norðan við gamla flugvallarveginn, og verður þar haldið áfram með vorinu. Að því verki loknu verða framkvæmdir hafnar við Faxabraut. — Hvað um gangstéttalagningu ? — Hafizt verður handa um lagningu gangstétta eftir því sem vinnuafl leyfir, og þá fyrst og fremst með hinum malbik- uðu götum. — En verða engar nýjar götur malbik- aðar nú í sumar? — Nei, það er ekki gert ráð fyrir því, enda er nauðsynlegra að gangstéttalagning komi nokkurn veginn samhliða malbik- uninni. — Verður mikið byggt hér á næsta sumri? — Eftir lóðaumsóknum að dæma, mætti ætla að byggingarframkvæmdir verði miklar. Fyrir liggja nú um 70 lóðaum- sóknir og er þar að mestu um einbýlishús að ræða. Hvort okkur tekst að afgreiða allar þessar umsóknir fyrir sumarið, er ekki gott að segja, en við munum gera okkar bezta í þeim efnum. — Nokkuð fleira, Sigurður? — Já, ég vil gjarnan mega óska þess hér að lokum, að samstarf við húsbyggjendur geti orðið gott og einnig vænti ég góðs samstarfs við iðnaðarmenn bæjarins. H. Th. B. Fablon pappír í mörgum litum. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild. Sími 1505. 42 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.