Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 9

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 9
Leiðrétting. í síðasta tölublaði Faxa, febrúarblaðinu, þar sem sagt var frá björgun flutningaskipsins Kötlu, slæddust inn i fréttina tvær villur, sem hér skulu leiðréttar og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þeim mistökum. — I fréttinni segir, að atburður þessi hafi skeð að morgni þess 1. febrúar, en átti að vera klukk- an 11,30, eða rétt fyrir hádegi þess 31. janúar. Þá er einnig mishermt í fréttinni, að skrúfa Eldeyjar hafi laskazt, þegar skipverjar á Kötlu slepptu dráttarvírunum, sem hafi þá lent í skrúfu Eldeyjar. Það rétta er, að Eldey tók aldrei niðri og skrúfa hennar laskaðist ekki. Dráttartaugin var Nylontrossa, og þegar henni var skyndilega sleppt lausri af Kötlumönnum, flæktist hún utan um öxulinn á skrúfu Eld- eyjar og braut hann. Frá síðustu áramótum var sr. Bragi Friðriksson, formaður æsku- lýðsráðs Reykjavíkur, ráðinn til prestsþjón- ustu á Keflavíkurfluvelli, fyrir íslendinga bú- setta innan flugvallarsvæðisins. Ennfremur mun sr. Bragi verða leiðbeinandi við æsku- lýðsstörf í Kjalarnesprófastsdæmi í samráði við prófast. Frá starfsvettvangi hans mun verða nánar skýrt í næsta blaði. Vélbáturinn Gunnfaxi frá Keflavík sökk. Um kl. 9 að morgni mánudagsins 16. marz sendi vélbáturinn Gunnfaxi KE 9 frá Kefla- vik út neyðarskeyti vegna þess að kominn væri mikill leki að bátnum, sem þá var staddur 12 mílur norðvestur af Eldey. Skipið var þá að draga línuna og hafði þá dregið 5 bjóð, er lekans varð vart. Var skipshöfnin öll að verki á dekki, nema skipstjóri, Sigurður Guðmundsson, sem var í stýrishúsi. Þegar þetta skeði var töluverður sjór, en ekki mjög hvasst. Lekinn fór ört vaxandi og vélin stöðvaðist brátt. Skipstjóri kallaði þá til nær- hggjandi báta og bað um aðstoð. Hilmir I. heyrði fyrstur til hans og svaraði, en Helgi Flóventsson var nær og lagði þegar á stað til hjálpar. Er Helgi kom á vettvang fóru 4 af skipshöfn Gunnfaxa yfir í hann, en skipstjóri °g stýrimaður urðu eftir um borð í Gunn- faxa, ef takast mætti að draga bátinn til lands. En þegar það reyndist ekki gerlegt, yfirgáfu þeir bátinn og sökk hann kl. 12.25, en skip- brotsmenn komu heilu höldnu til Keflavíkur kl. 15.35. Áhöfn Gunnfaxa var skipuð þessum mönnum: Sigurður Guðmundsson skip- stjóri, Sigurður Jónsson stýrimaður, Svanur Jónsson vélstjóri, Viktor Jónsson, Skúli Ejarnason og Sverrir Baldursson hásetar. Vélskipið Gunnfaxi var 53 tonn, smíðaður ór eik í Svíþjóð 1946. Eigendur eru h.f. Faxi, Keflavík. Eftirfarandi vísur urðu til nú í þorrablíð- unni: Vetur þokast vel um set við skulum engu kvíða. Það er algert þorramet þessi veðurblíða. Guðm. Finnbogason. Þorri rjóður reikar inn rauða slóð hann gerði. Oskar þjóð að endirinn einnig góður verði. Sig. Magnússon. Nýjar bækur í bókasafnið. Lamb, Harold: Gengis Khan. Durant, Will: Rómaveldi, I. bindi. Schielderup, Harald: Fuður sálarlífsins. Kristján Albertsson: Hannes Hafstein II. b. Donoran, Robert J.: John F. Kennedy. Adamson, Joy: Bærinn frjáls. Jónas Arnason: Undir fönn og Aflamenn. Mikkelsen: Ferð í leit að furðulandi. Munck, Ebbe: Töfrar íss og auðnar. Einar Guðmundsson: Dulheimar. Sigurður Stefánsson: Jón Þorláksson. Jónas Guðmundsson: Skip og menn. Þorsteinn frá Hamri: Skuldaskil. Frá Ámesingafélaginu í Keflavík. Nýlega hélt Árnesingafélagið í Keflavík aðalfund sinn. Fyrir utan venjuleg aðalfund- arstörf kom fram tillaga frá Skúla Oddleifs- syni, um að gefa til æskulýðsskóla í Skálholti peningaupphæð. Samþykkt var að gefa í þessu skyni kr. 5.000,00. Félagið hefur tvisvar áður sent peningaupphæð austur yfir fjall til félags- og líknarmála Árnesinga. Mætti segja að það væri keflvískt framlag til félags- og menn- ingarmála Árnesinga. Til þess að undirstrika að Skálholt á ítök í fleirum en Árnesingum, vill formaður félagsins geta þess að hann hitti mann norðan af Langanesi sem stakk að hon- um 100 kr., sem skyldi renna til æskulýðs- skóla í Skálholti. Eins og venjulega hélt félagið Þorrablót í febrúar s.l. íslenzkur þorramatur var á borð- um, sem félagskonur sáu um að útvega og framreiða. Keflavíkurkvartett söng. Lárus Eiðsson sýndi myndir sem teknar höfðu verið austan Heiðar og víðar, formaður flutti ávarp og svo var dansað fram eftir nóttu. Þátttaka félagsmanna var mjög góð. I félaginu eru nú milli 70 og 80 félagar. í stjórn Árnesingafélags- ins eru nú Jakob Indriðason formaður, Sæ- mundur Sveinsson ritari, Ásdís Ágústsdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur eru þeir Skúli Oddleifsson og Einar Olafsson. Fyrir nokkru efndi útilífsklúbbur Æskulýðsráðs til ferðar í skíðaskálann í Jósepsdal. Var þátttaka mjög mikil og tókst ferðin hið bezta. Lítið var um snjó um þær mundir, en ekki kom það veru- lega að sök. Fóru þátttakendur í gönguferðir um nærliggjandi fjöll, mikið var um útileiki en um kvöldið var kvöldvaka, sem umsjónar- maður klúbbsins, Helgi Hólm, stjórnaði. Sjálfur sagði hann mergjaða draugasögu, en ýmis skemmtileg atriði komu frá meðlimum klúbbsins. Skátasöngur setti og svip á kvöld- vökuna. Frá tómstundaiðjunni. Hér sjást nokkrir áhugasamir meðlimir í radíðklúbbnum, ásamt leiðbeinand- anum, Einari Jóhannssyni. Ljósm.: Jón Páll Þorbergsson. FAXI — 41

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.