Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 15

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 15
Handavinna drengja í Gagnfræða skólanum í Keflavík konar frístundastarfi. Hætti þjóSin að hugsa þannig, er höfuðbólið draumsins ríki. H. Th. B. Á undanförnum árum hefir handavinna gagnfræðaskólapilta í Keflavík farið fram í smíðastofu barnaskólans við alls ófull- nægjandi skilyrði. Nú fyrir skömmu hefir orðið lagfæring á þessu, þar sem smíða- stofa hins nýja gagnfræðaskóla er nú loks tekin í notkun. Handavinnukennari drengja við báða skólana hefir s. 1. ár verið Erlingur Jónsson. I tilefni þessara breytinga spurðist blaðið fyrir hjá honum, hvort hin nýja smíðastofa veitti ekki mun betri starfs- skilyrði. Erlingur kvað svo vera, enda þótt smiða- stofan væri 15—20 m2 of lítil, miðað við gildandi námsskrá. En þar er gert ráð fyrir að smíðastofa sé allt að 82 m2. Til saman- burðar má geta þess að hin nýja smíðastofa er rúmir 60 m2 að flatarmáli. I stofunni eiga samkvæmt lögum að vera 16 hefil- bekkir, en rúmast þar aðeins 12. Sama má segja um allt annað í þessari nýju stofu og er þar því aðeins hægt að hafa 12 nem- endur hverju sinni. Áhöld hafa enn ekki verið keypt, nema það allra nauðsynlegasta og vélar vantar ennþá tilfinnanlega. — Hvers vegna hefur handavinna gagn- fræðaskólans fallið niður í vetur? — Ástæðan er sú, að okkur hafði verið tjáð í hitteðfyrra að hin nýja smíðastofa yrði tilbúin, þegar skólar tækju til starfa haustið 1962, sem reyndist ekki rétt og var þá ákveðið að byrja kennslu í gömlu stof- unni ,eins og verið hafði, enda yrði hin nýja stofa tilbúin þá um næstu áramót, sem þó reyndist heldur ekki rétt. Þann vetur fór kennslan svo fram í barnaskól- anum, eins og að framan getur, án þess að nokkur skilyrði væru þar fyrir hendi. í byrjun skólaárs 1963 var hin margrædda smíðastofa enn ekki fullgerð, en þó svo langt komin, að álitið var að kennsla þar gæti hafizt þá mjög fljótlega og var þá ákveðið að bíða átekta og byrja ekki kennslu fyrr en stofan væri tilbúin, enda Iá fyrir læknisvottorð um að handavinnu- stofa barnaskólans væri alls ófullnægjandi fyrir báða skólana. — En ertu þá ánægður með starfsskil- yrðin nú? — Þetta er að vísu stór bót á mjög slæmu ástandi, en samanber það sem ég sagði Erlingur Jónsson. hér að framan, með útbúnað og rými hinnar nýju stofu, þá er ég langt frá því að vera ánægður. — Hvað telur þú að næst þyrfti að gera í þessum efnum? — Tvímælalaust að halda áfram við inn- réttingu smíðastofunnar og svo þarf að byggja viðbótarálmuna við skólann, en þar verður handavinna kvenna væntanlega staðsett, en hún er nú til bráðabirgða í málmsmíðadeildinni. Gæti þá hafizt kennsla í málmsmíði, skv. námsskrá. — Nokkuð fleira, Erlingur? — Já, mig langar að lokum að lýsa ánægju yfir þróttmiklu æskulýðsstarfi, sem frá er sagt í síðasta tölublaði Faxa, en legg jafnframt áherzlu á það, að skyldunámið sé alltaf látið ganga fyrir, hafi skilyrðis- lausan forgangsrétt eins og skvldustörf hljóta alltaf að sitja í fyrirrúmi fyrir hvers Enn sigra Keflvíkingar í sundi. Síðara sundmót framhaldsskólanna á skóla- árinu 1963—64 var haldið í Sundhöll Reykja- víkur 5. marz s.l. Þátttaka var úr flestum framhaldsskólum í Reykjavik og nágrenni. Keppt var í skriðboðsundi og einstaklings- greinum kvenna og karla. í kvennasundinu sigraði sveit Gagnfræða- skóla Keflavíkur með nokkrum yfirburðum. Áttu Keflvíkingar m. a. 1. og 2. sveit í boð- sundinu. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Kefl- víkingar sigra í þessu móti og unnu þéir því til eignar verðlaunagrip þann sem keppt var um. Fyrr í vetur, þ. e. í des. s.l., unnu stúlkur úr Gagnfræðaskóla Keflavikur fyrra sundmót framhaldsskólanna. Úrslit leikja Í.B.K. í I. deild 1963. S.l. sumar léku Keflvíkingar eins og kunnugt er í I. deild íslandsmóts i knattspyrnu. Kefl- víkingum gekk fremur illa framan af mótinu en sóttu sig er á mótið leið og tókst að ná 5. sæti í mótinu. Munu þeir því leika í I. deild aftur í sumar. Úrslit leikja Í.B.K. í I. deild s.l. sumar urðu þessi: I Reykjavík: Fram — I.B.K 1:0 K.R. — Í.B.K 3:2 Valur — Í.B.K 4:1 Á Akranesi: Í.A. — Í.B.K 4:2 Á Akureyri Í.B.A. — Í.B.K 0:2 í Keflavík: Í.B.A. Í.B.K Í.A. — Í.B.K 1:2 K.R. — Í.B.K 2:1 Fram Í.B.K 0:2 Valur — Í.B.K 1:1 Kentar rafgeymar - ollar stærðir ★ Smurstöð Áðalstöðvarinnar - Sími 1515 Talstöðvarbílar allan sólarhringinn ★ Áðalstöðin - Sími 1515 | I ♦ ■+ F A X I — 47

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.