Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 3

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 3
vík, d. 27. okt. 1807 í Reykjavík Davíðs- dóttir hafnsögumanns í Hlíðarhúsum, f. um 1736, d. 28. febr. 1821, Guðmundsson- ar í Hlíðarhúsum, d. 1784, Davíðssonar, Erlendssonar prests að Tjörn á Vatnsnesi Ihugasonar. Kona Davíðs í Hlíðarhúsum og móðir Björn Þorleifsson. Guðrúnar var Asta Sighvatsdóttir bónda í Hlíðarhúsum Þórðarsonar. Voru þau Ásta °g Davíð hafnsögumaður gefin saman í hjónaband í Reykjavík 16. nóv. 1769. Er mikil ætt og margt merkra manna komið fta þeim Hlíðarhúsabændum, Guðmundi Davíðssyni og Sighvati Þórðarsyni. Gróa í Þórukoti fluttist á fyrsta ári til afa síns og ömmu að Neðra-Hálsi og þar °lst hún upp fram yfir fermingu, en 15 ara yfirgaf hún æskuheimili sitt og flutt- lst þá, ásamt Margréti móður sinni, að Þufu í Kjós. Voru þá Loftur og Karítas hæði önduð. Árið eftir, eða þegar Gróa var 16 ára gömul, varð hún þjónustustúlka 1 Viðey. Er ekki ólíklegt, að hún hafi ráð- Jzt þangað sakir frændsemi við húsfreyj- una þar, frú Sigríði Þórðardóttur, þriðju konu Ólafs Stephensen dómsmálaritara. En Bj örn, faðir Gróu og frú Sigríður í Viðey, voru bræðrabörn. Svo sem kunnugt er> var frú Sigríður áður gift merkisprest- utum séra Tómasi Sæmundssyni, og var þeirra dóttir Þórhildur, sem giftist Helga kctor Hálfdánarsyni. Árið 1876 fluttist Gróa frá Viðey að Tjarnarkoti í Innri-Njarðvíkum, en þar hjó þá alsystir hennar, frú Kristín, kona Arinbjarnar bónda þar og útgerðarmanns (Faxi, júní og sept. 1960). Önnur alsystir Hróu, Karítas, f. 8. nóv. 1826, hafði þá um fjörutíu ár dvalizt í Keflavík hjá frænd- fólki þeirra systra, Duus-fjölskyldunni, en frú Ásta, kona eldra Duus, var alsystir Björns föður þeirra. 1 Njarðvíkum lágu leiðir þeirra Þóru- kotshjóna saman og giftust þau 29. okt. 1881. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, en þau voru: 1. Margrét Þorleifsdóttir, f. 22. nóv. 1880 í Tjarnarkoti, d. 9. maí 1885. 2. Guðrún Þorleifsdóttir, f. 30. marz 1882 í Innri-Njarðvík. Hún var mjög lagleg stúlka og frábærlega myndarleg kona. — Maður hennar var Sigurður Guðmundsson frá Merkinesi í Höfnum og útgerðarmað- ur í Þórukoti. Hann andaðist 12. des. 1957. Frú Guðrún býr enn í Þórukoti og ber aldurinn með afbrigðum vel. 3. Björn Þorleifsson, f. 13. okt. 1884 í Innri-Njarðvík, bóndi og útgerðarmaður í Þórukoti. Kona hans er Guðlaug Stefáns- dóttir, Árnesingur að ætt. Eiga þau fjögur börn, öll gift. Þau systkinin hafa alltaf búið í sama húsi, og talar það sínu máli um eindrægni fjölskyldnanna. 4. Magnea Þorleifsdóttir, f. 7. júlí 1889 í Innri-Njarðv., d. 31. okt. 1890 í Þórukoti. Fósturbörn þeirra Þórukotshjónanna voru fjögur: 1. Árni Grímsson, f. 25. des. 1872 í Hólm- fastskoti. Hann kom til þeirra tíu ára gamall og fór ekki frá þeim fyrr en hann stofnaði sitt eigið heimili. Kona hans var Bjarnveig Vigfúsdóttir frá Vatnsnesi. — Verður þeirra síðar getið. 2. Bjarnfríður Sigurðardóttir, húsfrú á Vatnsnesi (Jólablað Faxa 1963). 3. Ólavía Ögmundsdóttir, f. 31. júlí 1894 í Tjarnarkoti í Njarðvíkum. Var húsfrú Gróa ömmusystir hennar. Hún varð kona Einars Jónassonar í Ytri-Njarðvík. Verður hennar getið síðar. 4. Þorvaldur Jóhannesson, f. 14. febrúar 1898 á Skriðufelli í Gnúpverjahreppi, al- bróðir Kjartans Jóhannessonar söngkenn- ara. Bjó á Grund í Ytri-Njarðvíkum, skip- stjóri. Drukknaði er mb. Ársæll fórst í ofsaveðri 4. marz 1943. Kona hans var Stefanía Guðmundsdóttir, áttu þau börn. Þorleifur í Þórukoti var fæddur 15. jan. 1853 í Stapakoti í Innri-Njarðvíkum. Voru foreldrar hans Bjarni Bjarnason bóndi þar og kona hans Guðrún Árnadóttir. Hún var fædd 1. apríl 1824 í Stapakoti og bjuggu foreldrar hennar þar allan sinn búskap, eða frá 1816, en þau voru Árni Kárason og kona hans Guðný Þorleifs- dóttir. Árni var fæddur á Breiðabólsstöðum á Álftanesi um 1781, dáinn í Stapakoti 16. nóv. 1843. Guðný, kona hans, var fædd í Nesi í Selvogi um 1785, dóttir Þorleifs Haf- liðasonar, sem bjó í Leðri í Selvogi 1801, þá 53 ára. Kona hans var Guðný í Stapa- koti, andaðist 21. sept. 1855 í Stapakoti. Guðrún Árnadóttir, móðir Þorleifs í Þóru- koti, fluttist á efri árum að Vogi á Mýrum Guðrún Þorleifsdóttir. til Árna sonar síns, bónda þar (Faxi, jóla- blað 1963). Bjarni, bóndi í Stapakoti, var fæddur í Kjartansstaðakoti í Glaumbæjars.ón í Skagafirði 26. des. 1824. Bjuggu foreldrar hans þar, þau Bjarni Sigurðsson og kona hans, Halla Helgadóttir. Bjarni, sonur þeirra, naut ekki foreldranna lengi, því faðir hans lézt 21. maí 1836, sagður 47 ára gamall. Fór Bjarni þá í fóstur að Glaurn- bæ til prestsins þar, séra Magnúsar Magn- ússonar og fermdist hann þaðan. Varð hannn síðan vinnumaður á Stóru-Seilu í Skagafirði, en þaðan fluttist Bjarni að Stapakoti í Njarðvíkum árið 1846. Vitum við þá sögu hans úr því, að hann giftist heimasætunni, Guðrúnu Árnadóttur, og bjuggu þau lengst af búskapnum í Stapa- koti, en síðast áttu þau heima í Tjarnar- koti í Njarðvíkum og þar andaðist Bjarni 26. marz 1887. Um foreldra Bjarna er ég ófróð. Þau komu að Kjartansstaðakoti 1823 frá Þröm í Reynistaðasókn, en þaðan týndust allar prestsþjónustubækur í bruna á Sauðár- króki 1898. Vill því margt hverfa í móðu um ættir fólks af þessum slóðum. Sá mæti maður, Þorleifur Bjarnason í Þórukoti, andaðist 1. sept. 1918 heima í Þórukoti og Gróa Björnsdóttir, kona hans, 18. marz 1928, einnig heima. Höfðu þau bæði verið til fyrirmyndar í byggðarlagi sínu um langa ævi. FAXI — 35

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.