Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 16

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 16
Tónleikar í Keflavík Þann 13. apríl næstk. syngur amerískur háskólakór frá Texas í Félagsbíó fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélags Keflavíkur. Eru þetta þriðju tónleikarnir á vegum fé- lagsins nú í vetur, í haust lék hér Sin- fóníuhljómsveit Islands og nú á dögunum lék hér á vegum félagsins píanósnillingur- inn, Rögnvaldur Sigurjónsson. Þessi háskólakór, sem syngur hér 13. apríl, hefur 42 söngmönnum á aS skipa og er þetta blandaður kór. Hefur hann víða farið og hvarvetna getið sér hið bezta orð. Ætti koma hans hingað til Keflavíkur að geta talizt stór viðburður í sönglífi okkar, og mætti því ætla, að bæjarbúar og aðrir söngunnendur á Suðurnesjum notfærðu sér þetta einstaka tækifæri. Þó Tónlistarfélag Keflavíkur sé ungt að árum, liggur samt eftir það mikið og gott starf hér í bæ, við að örva og glæða feg- urðarskyn almennings fyrir tónlistinni í hennar margbreytilegu myndum. Aður en félagið kom til sögunnar, átti slík við- leitni hér fáa formælendur og þegar þar við bættist skortur á heppilegu húsnæði til flutnings á stærri tónverkum, varð niður- staðan eðlilega sú, að hingað þótti tilgangs- lítið að koma með vönduð tónverk. Þessa guldu svo Keflvíkingar og aðrir Suður- nesjamenn, sem þannig fóru á mis við margt af því bezta, sem tónlistarheimur- inn hafði upp á að bjóða hverju sinni. Fyrsta verkefni Tónlistarfélags Kefla- víkur var að stofna hér tónlistarskóla, sem hefur starfað óslitið til ómetanlegs gagns og sóma fyrir bæjarfélagið, enda ætíð haft á að skipa góðu kennaraliði. Við skólaslit á hverju vori hefur Tón- listarfélagið efnt til skólatónleika, þar sem aðstandendur nemenda skólans hefur gef- izt kostur á að kynnast að nokkru náms- árangri nemenda. Hafa þessir tónleikar ávallt verið hinir ánægjulegustu. Formað- ur Tónlistarfélagsins, frú Vigdís Jakobs- dóttir, hefur tjáð mér, að nemendatónleik- arnir nú í vor muni verða mjög fjölbreytt- ir og á ýmsan hátt athyglisverðir, en sam- kvæmt því sem að framan segir, verða þeir fjórðu og síðustu hljómleikar félagsins á starfsárinu. Eins og að líkum lætur, hefur starfsemi Tónlistarfélagsins verið mjög fjárfrek, enda öll verkefni þess geysi kostnaðarsöm. — Nokkurs fjárhagslegs stuðnings hefur fé- lagið notið frá bænum, en aðaltekjuöflun þess eru þó félagsgjöldin, sem eru kr. 150,00 af hverjum félagsmanni. Þetta gjald hefur ekkert verið hækkað frá fyrstu tíð og er því orðið allt of lágt nú, miðað við síhækk- andi tilkostnað félagsins. Þessa ættum við nú að minnast og láta félagið njóta þess með því að fjölsækja hinn væntanlega kór- söng þann 13. apríl. Sannarlega á Tónlist- arfélagið það skilið fyrir sitt ágæta menn- ingarstarf, að við þá fyllum hvert sæti í samkomuhúsinu. En til þess að svo megi verða, þyrfti styrktarmönnum félagsins að stórfjölga fram að þeim tíma, oggeta menn látið innrita sig í Bókabúð Keflavíkur, í verzluninni Eddu og heima hjá formanni félagsins, frú Vigdísi Jakobsdóttur, að Mánagötu 5, Keflavík. Tökum nú höndum saman um gott málefni. H. Th. B. Erindi þetta er eftir Guðmund Finnbogason og var það flutt í kirkjunni í Innri-Njarðvík við úttekt hins nýja pípuorgels. Drottinn þú gefur oss gjafir beztar. Vér gleðjumst og þökkum á hamingjustund. Við þína náð eru vonirnar festar, sem veitir oss fátækum gullið í mund. A hendur vér felum þér hljóðfærið nýja. Hljómur þess vitni um mátt þinn og dýrð. í bænum og lofsöngvum viljum það vígja þér voldugi Guð, sem að með okkur býrð. m mwmm ÚTSVARSGJÖLD til bæjarsjóðs Keflavíkur 1964 Samkvæmt fyrirmælum útsvarslaga ber útsvarsgreiðendum að greiða til bæjarsjóðs Keflavíkur upp í útsvar ársins 1964 50% af útsvörum þeirra árið 1963 með gjalddögum:: 1. febrúar, 1. marz, 1. maí og 1. júní, sem næst 10% af útsvarnu 1963 hverju sinni. Eru gjaldendur hér með minntir á að inna greiðslur þessar reglulega af hendi. Bæjargjaldkerinn. 48 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.