Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 8

Faxi - 01.03.1964, Blaðsíða 8
r " Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiðslumaður: ir Hallgrímur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrímur Th. Björnsson. Margeir JL Æ Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 15,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. V_______________________________________________________________________________________________/ unglinga Reykingar Nú í dag er enginn unglingur meðal jafningja sinna talinn maður með mönn- um nema hann reyki. Reykingar unglinga hér á landi eru á mjög háu stigi. Flestir unglingar, sem reykja nú, hafa þegar byrj- að að reykja er þeir hafa farið í fyrsta bekk gagnfræðaskóla. Unglingur, sem reykir, byrjar fyrst að fikta við að reykja og kaup- ir sér þá eina eða tvær sígarettur á dag, en svo er það komið upp í vana, og þá fjölg- ar þeim sígarettum, sem hver unglingur reykir, hátt upp í einn pakka á dag. Niðurstaða bandarísku nefndarinnar, er fjallaði um skaðsemi reykinga á krabba- mein í lungum manna, hefur nokkuð dregið úr reykingum unglinga og annarra. Sumir drengir hafa hætt að reykja sígar- ettur og byrjað að reykja pípu í staðinn, en pípureykingar eru taldar næstum skað- lausar. Helztu ráð til að draga úr reykingum unglinga væru, að mínu áliti, að banna alla lausasölu á sígarettum, en eins og ég gat um hér áðan, byrja flestir unglingar að kaupa sér eina og eina sígarettu í einu í lausasölu. Einnig ættu kennarar og aðrir fræðimenn að fræða nemendur sína um skaðsemi reykinga, en af því hefur lítið að geta þess, að þeir eru ekki fyrstir eða einir, sem hér hafa vaxið úr grasi og þroskað hæfileika sína á þessu sviði. Kemur mér þá strax í hug Einar Júlíusson, sem um árahil söng hér með danshljómsveitum og ávann sér frægðarorð fyrir sinn fallega söng, Ijúfu og prúðmannlegu fram- komu. Þá hafa tvö af börnum hins vinsæla harmon- ikusnillings, Baldurs Júlíussonar, sungið og leikið með hljómsveitum hér við ágætan orðstý. Eru það þau María og Þórir, sem bæði eru gædd góðri tónlistargáfu og syngja ljómandi vel. Er Þórir í Savannahljómsveitinni, sem hvað mestrar vinsældar nýtur nú um skeið og er hann sagður vera einn aðaí máttarstólpi hennar. Margar fleiri hljómsveitir og einstaklingar hafa starfað hér og gert garðinn frægann á þessu sviði og ýmsar eru nú í fullum gangi, sem hafa á að skipa ágætum hljómlistarmönnum. Yrði of langt að telja hér upp alla, sem þar koma við sögu, enda var ætlunin með þessu rabbi fyrst og fremst sú, að sýna fram á með nokkrum rökum, að Keflvíkingar eru engir eftirbátar annarra, hvorki á þessu sviði né öðru, ef þeir beita hæfileikum sínum að hollum við- fangsefnum Mér er kunnugt um það, að allir plitarnir í Hljómum eru reglumenn, láta Bakkus karl sigla verið gert af hálfu þessara manna, svo að það næði einhverjum árangri. Sýna ætti sem oftast kvikmyndir um skaðsemi reykinga, svo sem myndir, er sýna upp- Pétur Kristinsson. skurði manna, er hafa verið með sýkt lungu af völdum krabbameins. Ein sams- konar mynd hefur verið sýnd hér í skól- um landsins, en hefur enn ekki náð til- ætluðum árangri, og ætti því að koma sinn sjó. Efa ég ekki að sú ákvörðun eigi drjúg- an þátt í frammistöðu þeirra og sigursæld. I þessu sambandi minnist cg einnar æskulýðsskemmtunar, sem Stúkan Vík hélt í Ungmnenafélagshúsinu nú í vetur, þar sem Hljómar léku fyrir dansi. A þess- ari samkomu munu hafa verið saman komnir um 140 ungmenni, sem stigu dansinn af hjartans list heilluð af hinni kliðmjúku en tryllandi tónlist, sem virtist ná fullkomnu valdi yfir hinu dans- andi fólki. Og þannig gekk þetta til allt kvöldið, hljómsveitin ómaði, dansinn dunaði og parket- gólfið nötraði undir hinum mörgu, svifléttu fót- um, sem ýmist dönsuðu „tvist“ eða „Skake“ og svo margt annað, sem ég kann ekki að nefna. Okkur hinum eldri, sem þarna vorum til staðar, fannst mikið til um þá lífsgleði, sem lá þar í loftinu. Óþarft er að taka það fram, að ekkert áfengi var um hönd haft og einskis tóbaks neytt. Þarna var æska Islands að skemmta sér, frjáls, hamingjusöm og töfrandi í styrkleik sínum; æskufegurð, leidd af hinni þróttmiklu hljómsveit, söng hennar og frumlausum gígjugripum. Ég óska ykkur til hamingju með frammsitöðuna, ungu hljómlistarmenn og þökk fyrir ánægjulega kvöldstund. Ef þið haldið þannig áfram, mun ykkur áreiðanlega vel farnast. H. Th. B. með fleiri samskonar myndir. Eitt atvik, sem ég veit um, átti sér stað í einum gagn- fræðaskóla borgarinnar, en það var að sýkt lunga úr látnum manni var sett í glas, fullt af sýru, og sett þar sem það mætti sjónum allra nemenda skólans, er þeir áttu þar leið framhjá, en þeim stóð stuggur af þess- ari sýn og hafði það djúp áhrif á suma þeirra. Eitt ráð væri einnig hugsanlegt, en það er að banna reykingar á þeim skemmti- stöðum, sem unglingar sækja, en því dæmi hefur verið fylgt á dansæfingum Haga- skólans og annarra gagnfræðaskóla og hef- ur það náð góðum árangri. — Þúsundir manna hafa dáið af völdum reykinga, og vildi ég að lokum skora á alla alþýðu manna að taka höndum saman og reka þennan óþverra af landi brott, sem er öll- um til heilsutjóns og fjártaps, er tóbaks neyta. Pétur Kristinsson, III. bekk A, Hagaskóla. Nætur- og helgidagslæknar í Keflavíkurhéraði. í marz: 22. Guðjón Klemenzson. 23. Kjartan Ólafsson. 24. Kjartan Ólafsson. 25. Arnbjörn Ólafsson. 26. Arnbjörn Ólafsson. 27. Guðjón Klemenzson. 28. Kjartan Ólafsson. 29. Kjartan Ólafsson. 30. Arnbjörn Ólafsson. 31. Arnbjörn Ólafsson. í apríl: 1. Guðjón Klemenzson. 2. Guðjón Klemenzson. 3. Kjartan Ólafsson. 4. Arnbjörn Ólafsson. 5. Arnbjörn Ólafsson. 6. Guðjón Klemenzson. 7. Guðjón Klemenzson. 8. Kjartan Ólafsson. 9. Kjartan Ólafsson. 10. Arnbjöm Ólafsson. 11. Guðjón Klemenzson. 12. Guðjón Klemenzson. 13. Kjartan Ólafsson. 14. Kjartan Ólafsson. 15. Arnbjörn Ólafsson. 16. Arnbjörn Ólafsson. 17. Guðjón Klemenzson. 18. Kjartan Ólafsson. 19. Kjartan Ólafsson. 20. Arnbjörn Ólafsson. 21. Arnbjörn Ólafsson. 22. Guðjón Klemenzson. 23. Guðjón Klemenzson. 24. Kjartan Ólafsson. 25. Arnbjörn Ólafsson. 26. Arnbjörn Ólafsson. 40 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.