Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1964, Side 11

Faxi - 01.12.1964, Side 11
sér góð fiskverkunarhús og þeir geta vissu- lega komið þar fyrir vélum með góðum árangri. — Telur þú ekki, Margeir, að sem fisk- veiðiþjóð stöndum við Islendingar í dag í fremstu röð, en sem fiskiðnaðarþjóð öðrum langt að bakip — Það er rétt. Við erum mjög aftar- lega í sambandi við verkun aflans í landi, en svo er einnig um ýmislegt fleira, t. d. fiskiskipahafnirnar. Hafnargerð hefir vægast sagt dregist mjög aftur úr, sé miðað við hinn stóraukna skipastól, sem er í bókstaflegri merkingu að sprengja utan af sér þessar gömlu og litlu hafnar- þrær, sem fyrir eru. Hér í Keflavík eigum við í miklum vandræðum, hvað þetta snertir. Við bind- um að vísu nokkrar vonir við þær hafnar- framkværndir, sem nú eru á döfinni í Njarðvíkum, teljum að þar fáist nokkur lausn á þessu mikla vandamáli útgerðar- innar, a. m. k. í bili. En sannleikurinn er sá, að þær framkvæmdir eru allt of hægfara. Þá er það um fiskverkunina að segja, að hún stendur mjög höllum fæti, hvað snertir skilyrði til að veita móttöku hinu mikla og vaxandi aflamagni, og eru þær aðgerðir, sem nú er verið að reyna að ráðast í, þótt seint gangi, þó tvímælalaust spor í rétta átt og með von um bætta lána- starfsemi til þeirra hluta, er ég fullviss um, að þar getur orðið gífurleg breyting til bóta, enda held ég að forráðamenn þjóð- arinnar séu þegar farnir að veita því athygli, að hér vantar mikið á að fiskverk- unin standi veiðitækninni jafnfætis, og að þeim sé nú að skiljast, að lengur verður ekki hjá því komizt, að bæta hér mikið um. — Þarf ekki einnig að sérhæfa fólkið, sem á að vinna þessi fiskverkunarstörf við svona stórbreyttar aðstæður? — Jú, Hallgrímur, þarna kemur þú inn á atriði, sem er mjög merkilegt, því eins og þér er 'kunnugt um, eru flestar iðn- greinar í landinu sérhæfðar með menntun til þeirra hluta,, menn hafa þar allt upp í fjögurra ára nám til þess að geta starfað í sinni iðngrein. Við erum sannfærðir um, að það þarf engu síður að sérhæfa fólkið við fiskverkunina og m. a. hefir komið fram þingsályktunartillaga í alþingi um fiskiðnaðarskóla, sem yrði stofnaður hér í landinu, þar sem fólk fengi menntun og þjálfun í meðhöndlun fiskjarins á hinum ýmsu sviðum og mundi það að sjálfsögðu gera þennan mikilsverða þátt í þjóðar- búskapnum stórum fýsilegri og arðvæn- legri fyrir starfsfólkið og þjóðarheildina, ef að hægt yrði að auka um hann fræðslu, og þeir sem við fiskinn ynnu yrðu fag- menn, sem fengju betri tekjur, sakir aukinnar verklegrar kunnáttu, heldur en nú er. H. Th. B. AFMÆLISKVEÐJ A til frœnku minnar JÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR Innri-Njarðvík á áttrœðisafmœli hennar 17. okt. 1964. Frænka mín, blessaða, fágæta kona, fræðandi, kröftug í orði sem verki, þótt bregði oft veröldin beggja til vona brugðizt ei hefur þér mátturinn sterki. Sá Guð er frá vöggunni verndað þig hefir, á veginum langfarna efldi og studdi, kraftana veitti svo kæmistu yfir klungrið og með þér hann brautina ruddi. Aldurinn hefir ei beygt þig né bugað, en brennandi kraftur úr lifgjafans veldi í áttræðisbrosinu bjarta þér dugað. Haim bilað ei getur frá morgni að kveldi. Þú stendur þig ennþá, ert stór eins og forðum, stærst þegar byljimir næða um vanga. Meitlað af vizku, er mælt fram í orðum. Miðlungur enginn þá gömlu skal fanga. Minnið þitt góða frá mörgu kann scgja, mikið er gaman oft á þig að hlýða, og ávallt á gleðinnar götu vilt beygja gamla úr tímanum kemur það víða. Ánægjustundirnar eru svo margar ógleymanlegar í nærveru þinni, frá deyfðinni, mæðunni, drunganum bjargar og „dubbar“ að nýju upp hlustenda sinni. Hcimili þitt, sem er höfðingjasetur og lialda mun velli á meðan þú stendur, íslenzka gestrisnin gerir ei betur, en gert hefur frænka með útréttar hendur. Fögru í dyggðunum fornu þú stendur, fullkomið orðum og verkum má treysta, þcgar að saman fer hugur og hcndur hægt cr að framrciða sannlcikans ncista. Við kirkjuna hcfur þú kærleika bundið, komið og verið þar stöðugur gestur, hlustað á Guðsorðið heilaga, fundið hjartanu styrk, sem er fögnuður mestur. Þakkir af hjarta í þúsundum áttu, þinn fyrir stuðning og bænirnar allar. Héðan að fara í liamingju máttu, hjartkæra frænka, er Drottinn þig kallar. Nú er að hcfjast þinn níundi tugur. Náðugi Guð, sem að ávallt þig lciðir, blcssar og sér um að dáðir og dugur sem djörfung þér endist og veginn þinn greiðir. Guðm. A. Finnbogason F A X I — 103

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.