Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1964, Side 59

Faxi - 01.12.1964, Side 59
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiðslumaður: Hallgrímur Th. Bjömsson. Blaðstjórn: Hallgrimur Th. Bjömsson. Margeir Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: GuSni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar Sveinsson. Verð biaðsins í lausasölu krónur 25,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. V, Nýtt glæsilegt skip til Keflavíkur S.l. fimmtudag, 3. des., kom til Kefla- víkur nýr bátur, Keflvíkingur KE 100, sem smíðaður er í Boisenburg í Þýzka- landi. Keflvíkingur er 260 lestir að stærð með 660 hestafla Lister Blackstona dísilvél og 10 mílna ganghraða. Tvö Asdic-fiskileitar- tæki eru í bátnum, svo og dýptarmælir og ratsjá af Kelvin Hughson gerð og öll full- komnustu og nýjustu siglingartæki. íbúðir eru fyrir 15 menn í eins og tveggja manna herbergjum. Til nýmælis má telja, að sér- stakur vökvaknúinn gálgi er fyrir kraft- hlökkina, sem notuð er við síldveiðar, og er gálginn gerður af norsku Rapp-verk- smiðjunum, sem smíða kraftblakkirnar. Á heimleið fékk Keflvíkingur mjög vont veður og varð að leita vars við Færeyjar, en í þessu veðri reyndist báturinn afburða góður í sjó að leggja. Eigendur þessa nýja Keflvíkings eru hlutafélagið Keflavík h.f. og skipstjórinn, Einar Guðmundsson, að nokkrum hluta Skipið býr sig nú til síldveiða í Faxa- flóa eða annars staðar þar, sem síldin er. Faxi býður hið glæsilega skip velkomið í skipakost Keflvíkinga. Fra Gagnfræðaskólanum í Keflavík Þann 12. nóv. var haldinn foreldrafund- ur í skólanum. Fundinn sóttu rúmlega 100 manns. Flestallir kennarar skólans voru mættir á fundinum. Rætt var um skólastarfið almennt og skemmtanahald. Snerust umræður all mikið um það síðar- nefnda. Þótti fundurinn takast vel. Á fund- inum, og þó sérstaklega eftir fundinn, létu ýmsir í Ijós þá ósk, að skólinn gæfi for- eldrum kost á að ræða við kennara pers- ónulega, og töldu þeir það æskilegra fyrir- komulag en almennt fundarform. Skól- inn varð við þessum tilmælum og hafði foreldrafund hinn 3. des. s.l. Dagurinn var einkum valinn vegna þess, að nemendur höfðu þá rétt áður farið heim til foreldra með vitnisburð sinn um nám, hegðun og stundvísi í okt. og nóv. Þátttaka í foreldradeginum var mjög lítil af hálfu foreldra. Alls komu 19 feður og 33 mæður þeirra 350 nemenda, sem í skólanum eru. Það vakti athygli, að flestir þeirra foreldra, sem komu, áttu nemendur i' 3. bekk, og af einstakri deild komu flestir foreldra þeirra nemenda, sem eru að lesa undir landspróf. Það var áberandi lítið, að foreldrar þeirra, sem eru í fyrsta bekk, kæmu, en hefði þó mátt ætla, að þar væri þörfin brýnust. Kennarar voru til viðtals frá kl. 10—12 árdegis og 1.30—4.30 síðdegis, og sátu sumir þeirra allan tímann, án þess að nokkur kæmi og liti inn hjá þeim. Ef draga ætti einhverja ályktun af þessu, myndi hún helzt vera sú, að hér í Kefla- vík ríkti meðal flestra foreldra almennt áhugaleysi um skólastarf barna sinna, að minnsta kosti í gagnfræðaskóla, þar sem svo fáir telja það ómaksins vert að kom- ast í persónuleg kynni við kennara barna sinna. S\ólastjóri. A. : „Heyrið þér, góði maður, get ég nú ekki bráðum komist að talsímanum? Þér eruð bráðum búinn að standa við hann í klukkutíma steinþegjandi.“ B. : „Já, en sjáið þér til, það er konan mín, sem er að tala við mig.“ A. : „Ég hefi verið svo veikur, að ég gat varla skriðið." B. : „Hvers vegna varstu þá eiginlega að skríða?“ F A XI — 211

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.