Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 6

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 6
Hjónin Resrína og EKBort fyrír framan börn sín (f.v.)» 'Ólaf, Htefnn, Soffíu og Gísla. verið var um sig þegar frétta- eða blaða- menn hafa reynt r.ð rekja úr honum garnirnar. ,,Ég tók aldrei neina sérstaka ákvörðun um að verða sjómaður. Þetta kom allt af sjálfu sér. Um aðra atvinnu var vart að ræða. Annars hafði maður raunverulegan áhuga fyrir sjónum. Sem stráklingur var ég alltaf niðri í fjöru og reyndi að fá að róa með köllunum sem voru að fara á sjó. Stundum sáu þeir aumur á strákkettlingnum og tóku mig um borð. Þannig komst ég fyrst í raunveruleg kynni við sjómennskuna. Rétt innan við fermingu fékk ég að róa með Oddi í Presthúsum, á skipinu sem hann átti, gríðarmiklu skipi, teinæringi, á net, sem fullgildur skipverji. Einnig reri ég með Árna í Boga og Magnúsi á Nýjalandi." RÆTT VIÐ EGGERT AFLAMANN: Ég er sjómaður - ekkert annað Þeir sem fylgst hafa með aflabrögð- um seinustu tvo áratugina, muna áreið- anlega eftir bátanöfnum eins og Hilmir, Víðir, Víðir II, Sigurpáll og Gísli Árni. Þótt nöfnin séu ólík, er þó eitt sameig- inlegt með þessum bátum. Um stjórn- völinn hefur haldið þar um borð afla- klóin mikla, Eggert Gíslason, eða Eddi í Krókvelli, eins og sveitungar hans nefndu hann og kenndu hann við for- eldrahús í Garðinum og gera enn, þótt Eggert sé fyrir mörgum árum fluttur til Reykjavíkur og geri þaðan út bátinn, Gísla Árna sem heitir eftir föður hans, og hann á að hálfu leyti. Fáir íslendingar hafa haldið nafni Suðurnesjanna hærra á lofti en Eggert með sínum alkunna dugnaði og happa- sælli skipstjórn, sérstaklega á síldar- árunum góðu, bæði á Víði og Sigurpáli, þegar hann var ýmist aflahæstur eða með þeim aflahæstu ár eftir ár. Sömu sögu er að segja um þoskveiðar, bæði á línu og í nót, og loðnuveiðar. Og Egg- ert er ennþá Suðurnesjamaður í hjarta sínu. Búsetan í höfuðborginni hefur engu breytt þar um. Hann fylgist með öllu sem gerist á Suðurnesjunum, af brennandi áhuga, hvort heldur það eru aflabrögð eða íþróttir og sjaldan lætur hann sig vanta á völlinn ef hann er í landi og Suðurnesjaliðin eru einhvers staðar að keppa, Garðstrákarnir, ÍBK- liðið, Grindvíkingar eða Sandgerðingar. Aldrei þarf að efast um hverjum hann óskar sigurs. Þennan hreinskipta Suðurnesjamann heimsóttu Faxamenn í endaðan nóvem- ber og spjölluðu við hann, á heimili hans við Kleppsveginn í Reykjavík. „Þið hittið að sumu leyti vel á, ég kom í gær úr 17 daga útivist, við vorum að eltast við loðnuna, út af Vestfjörðunum, en nú er frí framundan hjá mér, — hinn skipstjórinn fer með bátinn í næstu ferð. Þann hátt verður að hafa að veið- unum, maður er að eltast við fiskinn um allan sjó og helst aldrei má stöðva bát- inn til að útgerðin gangi, enda allt í lagi að nýta tækið sem best, en ofgera ekki áhöfninni. Nú, en þótt konan sé ekki heima, þá eru hérna kaffi og vöffl- ur, þær þykja mér góðar,“ sagði Eggert og horfði út yfir höfnina úr borðstofu- glugganum, ,,ja, viðtal, ég veit ekki hvað ég hef að segja.“ Maður var alltaf í fjörunni sem stráklingur Reyndar máttum við vita það áður en við lögðum af stað, að ekki var gerlegt að fá Eggert til að segja okkur eitthvað í afrekssögustíl, enda hefur hann ávallt Minnisstæð sjóferð Og Eggert reyndist engin liðleskja. Hann drakk í sig þekkingu þessara öldnu garpa að Magnúsi frá Mel við- bættum, en fáir voru Garðsjónum kunn- ugri en hann eftir margra áratuga hand- færaveiðar, oft einn á báti. Eggert sagði reyndar að það hefði komið af sjálfu sér að læra af þessum mönnum, en fljót- lega sáu þeir sjómannsefnið í honum. „Heyrðu Eddi, nú ferðu með bátinn fyrir mig í dag, ég ætla að vera í landi,“ sagði Árni í Boga við mig einn morgun- inn með sínum hæga rómi. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum, mig 16 ára strákling. Róðurinn lánaðist vel, við öfluðum ekki minna en aðrir. Eftir þetta reri ég oft á trillum fram undir tvítugt, á milli úthalda á stærri bátum. Ein sjóferð er mér minnisstæð, frá þeim tímum. Við lentum í suðaustan roki, „fram frá“ sem við kölluðum. Með mér voru Magnús frá Mel, Guðmundur Gílsa- son frá Miðhúsum og Beggi í Steinbog- anum. Þetta var í eina skiptið sem að Mangi gamli reiddist yfir þessu flani hjá stráknum. Ég bað hann um að andæfa FAXI — 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.