Faxi - 01.12.1976, Side 8
VJkX.1
Otgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavik
Bitstjóri: Magnús Gislason
Blaðstjóm: Jón Tómasson, Kristján Gu6-
laugsson, Ragnar Guðleifsson
Augiýslngastjóri: Ágúst Matthíasson
Setning, umbrot og offsetprentun:
Setjarinn hf. og Fjarðarprent
Utgreining, offsetfllmur og plötur:
Prisma sf.
afr -paeRa okkciR
frzfö - sannan fxzffr
Öll okkar hafa ákveðnar tilfinningar varðandi jólin. Fyrir sumum er þetta
e. t. v. aðallega verslunar- og gjafahátíð. Aðrir kvarta yfir því, að þetta sé aðeins
matar- og drykkjuhátíð. Enn öðrum finnst jólin vera tími amsturs og armæðu.
En sennilega á það við um okkur öll, hvernig svo sem við lítum á jólin að öðru
leyti, að friður er hugtak, sem við teljum náskylt þessari hátíð skammdegisins.
Sennilega mætti einnig segja, að ein af grundvallaróskum okkar sé óskin
um frið — frið úti í heimi, frið í landinu okkar, frið í fjölskyldunni, já, og frið
í hjörtum okkar.
En er ekki þetta tal um frið í hjarta eitthvða sem er nógu fallegt í sjálfu
sér, en utan alls raunveruleika? IMei, alls ekki. Mikið af böli okkar orsakast
vegna skorts á friði í hjarta og huga einstaklingsins. Stofnanir af ýmsu tagi
eru fylltar einstaklingum, sem væru þar ekki hefðu þeir þennan frið.
Kjarni jólaboðskaparins er einmitt um þetta — frið í lífi einstaklingsins;
frið við umhverfið; frið við meðbræðurna; frið við Guð. Boðskapur jólanna
snýst ekki aðeins um barn í jötu, heldur þennan frið okkur til handa. Jesús
Kristur fæddist í þennan heim til að frelsa okkur, og að gefa okkur fullvissu
um eilíft líf, og þetta líf öðlumst við, þegar við snúum okkur til Guðs í trú.
Lífið og framtíðin verður þá ekki lengur hulið óvissu og vonleysi.
Mætti boðskapur jólanna ná til hjartna okkar allra, þannig að við verðum
ekki einungis minnt á lítið barn, sem fæddist fyrir tæpum 2000 árum, heldur
og á það, sem átti að verða hlutverk þessa einstaklings — að færa okkur frið,
sannan frið.
Með innilegustu óskum um ánægjulega hátíð. Gleðileg jól.
Einar Arason
Óskum sjómönnum og starfs-
fólki voru gleðilegra jóla og
farsæls komandi órs.
Þökkum samtarfið ó liðna órinu.
Rafn hf., Sandgerði
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ór!
Þökkum viðskiptavinum og starfs-
mönnum gott samstarf á liðna árinu.
Hlutaféiagið Röst
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Verzlunin Aldan, Sandgerði
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Heimir, fél. ungra
Sjálfstæðismanna
Oska öllum sjómönnum, nær
og fjær, gleðilegra jóla og far-
sæls komandi árs, með þök'k
fyrir árið, sem er að líða.
Sónar hf.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Miðneshrepps
óskar öllum félagsmönnum og
velunnurum gleðilegra jóla
og gæfuríks komandi árs.
Ljósmynddstofa Suðurnesjd
Hdfnarsötu 79 - Sími 2930
FAXI — 8