Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1976, Side 14

Faxi - 01.12.1976, Side 14
Hitaveita Suðurnesja I langan tíma hefur verið vitað að jarðhita væri að finna víða á Reykja- nesskaga. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi áhugi á Suðurnesjum fyr- ir að nýta þennan jarðhita til iðnaðar eða húshitunar. Allt frá því um 1960 hafa verið starf- andi hitaveitunefndir í Keflavík og Njarðvík. Einnig hafa Bandaríkjamenn á Keflavíkurflugvelli haft hug á jarð- varma til' upphitunar þar. Á vegum þessara aðila hafa farið fram ýmsar at- huganir á nýtingu jarðvarma til húsa- hitunar. Má þar nefna athugun Þor- björns Karlssonar, verkfræðings, sem unnin var á á vegum hitaveitunefndar Keflavíkur og Njarðvíkur árið 1961 og áætlun sem Vermir s.f. vann fyrir bandaríkjaher árið 1963. Athuganir þessar beindust í fyrstu einkum að jarð- hitasvæðinu á Reykjanesi, en einnig var talið líklegt að jarðhiti væri fáanlegur í nánd við Stapafell. Upphaf þess fyrirtækis, sem nú er að hefja starfrækslu má rekja til hausts- ins 1971, en þá lét Grindavíkurbær bora tvær holur í jarðhitasvæðið við Svarts- engi í því skyni að afla vatns fyrir hita- veitu í Grindavík. Árangur þessara bor- ana var mjög góður og var strax ljóst að á svæðinu var mun meiri jarðhita að fá en Grindavík hafði þörf fyryir. Vakn- aði þá fljótlega áhugi á að nýta jarð- hitann á svæðinu fyrir fleiri sveitarfé- lög en Grindavík og var komið á fót samstarfi sveitarfélaganna þar um. í janúar 1973 lagði Orkustofnun fram frumáætlun um varmaveitu frá Svarts- engi þar sem m.a. var gerð áætlun um fullnaðarrannsókn jarðhitasvæðisins. í framhaldi af þeirri áætlun voru boraðar tvær holur í svæðið til viðbótar og reist tilraunastöð til að kanna hentugustu leið til nýtingar jarðvarmans. Að bor- unum og vinnslutæknitilraunum loknum var ljóst að við Svartsengi mætti fá nægilegan jarðvarma fyrir hitaveitu í öll byggðalög á Suðlrnesjum. í desember 1973 gengust öll sveitar- félög á 'Suðurnesjum fyrir fundi til und- irbúnings að stofnun Hitaveitu Suður- nesja. Kom þá þegar fram áhugi á að ríkissjóður gerðist aðili að hitaveitunni vegna Keflavíkurflugvallar. Á fundin- um var kosin bráðbirgðastjórn Hita- veitu Suðurnesja. Sú stjórn fól verk- fræðistofunni Fjarhitun h.f. að gera frumáætlun um hitaveitu Suðurnesja og tók upp viðræður við rikisvaldið um aðild ríkissjóðs að fyrirtækinu. Niður- stöður þeirra viðræðna urðu að í des- ember 1974 voru sett á Alþingi lög um hitaveitu Suðurnesja. í Iögunum kemur fram, að eignar- hluti ríkissjóðs í Hitaveitunni er 40%, en 60% skiptast í hlutfalli við íbúa- tölu 1. des. 1974 milli: 1. Keflavík 31.04% Samnlng-anefndir og lögmenn samningsaðila, talið frá vinstri: Benedikt Blöndal, hrl., lögmaður H.S.; Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri; Ingólfur Aðalsteinsson, hita- veitustjóri; Ólafur E. Einarsson, þingm.; Jón Gíslason, verkam.; Jóhann Einvarðsson, híejarstj. í Keflavík, formaður stjórnar H.S.; Kiríkur Alexandersson, bæjarstj. I Grinda- vík; Ingveldur Einarsdóttir, formaður Eandeigendafélagsins; Jónas Aða.lsteinsson, hrl. lögmaður landeigenda; Jón Tómasson, símstjóri og Alfreð Alfreðsson, sveitarstj. í Sandgerði. 2. Njarðvík 8.70% 3. Grindavík 6.11% 4. Miðneshreppur 5.55% 5. Gerðahreppur 3.76% 6. Vatnsleysustrandahr. 2.13% 7. Hafnarhreppur 0.71% Samtals 60% Stjórn Hitaveitu Suðurnesja er þann- ig skipuð, að iðnaðarráðherra og fjár- málaráðherra tilnefna hvor um sig 1 mann í stjórnina, en sveitarfélögin til- nefna 3 menn. Fjarhitun h.f. lauk frum- áætlun um Hitaveitu Suðurnesja í marz 1975. Miðast sú áætlun við hitaveitu fyrir öll sveitarfélög á Suðurnesjum að Hafnarhreppi undanskildum. Áætlun þessi var endurskoðuð í júlí s.l. og náði hún þá einnig til Keflavíkurflugvallar. Heildarkostnaður er áætlaður miðað við verðlag í júlí 1976, 5.13 milljónir króna og skiptist hrnn þannig: Dreifikerfi 1.896 Mkr. Aðveituæðar 1.396 — Dreifist. og miðlun 310 — Virkjun 1.537 — Samtals 5.137 — í áætlun þessari er ekki innifalinn kostnaður við boranir, sem framkvæmd- ar voru áður en Hitaveita Suðurnesja var stofnuð né heldur kostnaður við landakaup. Þann 22. júlí 1975 gerði stjórn Hita- veitu Suðurnesja samning við landeig- endur um kaup lands og jarðhitarétt- inda við Svartsengi. í samningi þessum var kveðið á um að gerðardómur skyldi ákveða gjald fyrir framangreind rétt- indi. Strax þegar samningur þessi hafði verið gerður var hafist handa um undir- búning framkvæmda við hitaveitu í FAXI — 14

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.