Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 27
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ór!
Þökkum viðskiptin á liðna órinu.
HÓP hf., Grindavík
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ór!
Þökkum viðskiptavinum og starfs-
mönnum gott samstarf á liðna órinu.
Keflavík hf.
Gleðileg jól!
Farsælf komandi ór!
HRAÐFRYSTIHÚS
GRINDAVÍKUR hf.
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ór!
Þökkum viðskiptavinum og starfs-
mönnum gott samstarf á liðna árinu.
Fiskiðjan sf.
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ór!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
ARNARVÍK hf., Grindavík
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Rafveita Grindavíkur
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptavinum og starfs-
mönnum gott samstarf á liðna árinu
Miðnes hf.
Gleðileg jól!
Farsælt komaridi ár!
Þökkum viðskiptin á nðna árinu.
Landshöfn Keflavik - Njarðvik
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Erling Ágústsson, rafvirkjameistari
Margeir Jónsson
ÚTGERÐARMAÐUR — SEXTUGUR
Spegilfægður jólapappír Faxa flytur
sextugum manni heillaóskir á afmælis-
daginn. Sá sextugi er Margeir Jónsson.
Hann fæddist 23. nóv. 1916 vestan
undir Stapanum, í Stapakoti. Jón Jóns-
son bóndi og útvegsmaður þar, og kona
hans Guðrún Einarsdóttir, gátu dreng-
inn. Hafði bóndi þá eignast 3 börn,
Jónu, síðan konu Guðna Magnússonar
málarameistara og Einar Norðfjörð
húsasmið, og svo Margeir. Tvö hin fyrr-
nefndu eru nú látin. Frá sonum sínum
lést húsmóðirin 1919, en Jón giftist
aftur, Helgu Egilsdóttur, og eignaðist
með henni mörg börn. Allt er þetta
mannvænlegt fólk og þekkt.
í föðurgarði var Margeir fram um
fermingaraldur, en fluttist þá til höfuð-
staðarins, Keflavíkur. Ég sá hann þar
fyrst á sólbjörtum degi á húsatröppum
móðurbróður síns fyrir 44 árum, háan,
beinvaxinn og vel klæddan.
Hér, á meðal borgara Keflavíkur hef-
ur Margeir alið aldur sinn að megin-
hluta æfinnar, og er hann einn hinn
þekktasti þar á meðal. Til að rekja um-
svif og athafnir hans þyrfti langt mál;
en svo vel vill til, að nokkuð er að þessu
efni vikið í næstsíðasta tölublaði Faxa,
í viðtali við hann, og skal þar við látið
sitja um sinn, — því maðurinn á eftir að
verða sjötugur, og því tími til stefnu
fyrir pennaglaða menn að fita þá sam-
fellda sögu; enda skyldi og mál þetta
vera stutt afmæliskveðja, en svo hafa
hönnuðir blaðsins mælt fyrir.
Við vinir Margeirs í því lífseiga mál-
fundafélagi Faxa, og samherjar í öðrum
greinum félagsmála, þökkum honum
ágætt fulltingi og fylgd ,,í gegn um
tíðina". Léttur, kátur og síhress hefur
hann verið hinn hvetjandi athafnamað-
ur hér í byggð. Félagsmálin tóku
snemma hug hans, og bar hann gæfu
til að ganga þeim þáttum þeirra á hönd,
sem horfðu til framfara og þjóðnýtra
athafna, menningarbóta og mannheilla,
— og góðu heilli alveg án þeirra öfga,
sem tíðum vilja verða, þegar einstöku
menn taka upp á því að búa sig til sjálf-
ir upp úr þurru.
Ástu konu hans, átta börnum þeirm
hjóna, tengdabörnum, og drjúgum hópi
barnabarna, er óskað til hamingju með
að eiga þennan bráðunga mann, Mar-
geir, að góðum vini.
Valtýr Guðjónsson
^^amkomur *4Lt)venttafnaifarint
yfir hátiðirnar:
Aðfangadag Aftansöngur kl. 17
Jóladag Hvíldardagsskóli kl. 10
Guðsþjónusta kl. 11
Nýársdag Hvildardagsskóli kl. 14
Guðsþjónusta kl. 15
FAXI — 27