Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 27

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 27
Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á liðna órinu. HÓP hf., Grindavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptavinum og starfs- mönnum gott samstarf á liðna órinu. Keflavík hf. Gleðileg jól! Farsælf komandi ór! HRAÐFRYSTIHÚS GRINDAVÍKUR hf. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptavinum og starfs- mönnum gott samstarf á liðna árinu. Fiskiðjan sf. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. ARNARVÍK hf., Grindavík Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Rafveita Grindavíkur Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptavinum og starfs- mönnum gott samstarf á liðna árinu Miðnes hf. Gleðileg jól! Farsælt komaridi ár! Þökkum viðskiptin á nðna árinu. Landshöfn Keflavik - Njarðvik Gleðileg jól! Farsælt komandi ár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Erling Ágústsson, rafvirkjameistari Margeir Jónsson ÚTGERÐARMAÐUR — SEXTUGUR Spegilfægður jólapappír Faxa flytur sextugum manni heillaóskir á afmælis- daginn. Sá sextugi er Margeir Jónsson. Hann fæddist 23. nóv. 1916 vestan undir Stapanum, í Stapakoti. Jón Jóns- son bóndi og útvegsmaður þar, og kona hans Guðrún Einarsdóttir, gátu dreng- inn. Hafði bóndi þá eignast 3 börn, Jónu, síðan konu Guðna Magnússonar málarameistara og Einar Norðfjörð húsasmið, og svo Margeir. Tvö hin fyrr- nefndu eru nú látin. Frá sonum sínum lést húsmóðirin 1919, en Jón giftist aftur, Helgu Egilsdóttur, og eignaðist með henni mörg börn. Allt er þetta mannvænlegt fólk og þekkt. í föðurgarði var Margeir fram um fermingaraldur, en fluttist þá til höfuð- staðarins, Keflavíkur. Ég sá hann þar fyrst á sólbjörtum degi á húsatröppum móðurbróður síns fyrir 44 árum, háan, beinvaxinn og vel klæddan. Hér, á meðal borgara Keflavíkur hef- ur Margeir alið aldur sinn að megin- hluta æfinnar, og er hann einn hinn þekktasti þar á meðal. Til að rekja um- svif og athafnir hans þyrfti langt mál; en svo vel vill til, að nokkuð er að þessu efni vikið í næstsíðasta tölublaði Faxa, í viðtali við hann, og skal þar við látið sitja um sinn, — því maðurinn á eftir að verða sjötugur, og því tími til stefnu fyrir pennaglaða menn að fita þá sam- fellda sögu; enda skyldi og mál þetta vera stutt afmæliskveðja, en svo hafa hönnuðir blaðsins mælt fyrir. Við vinir Margeirs í því lífseiga mál- fundafélagi Faxa, og samherjar í öðrum greinum félagsmála, þökkum honum ágætt fulltingi og fylgd ,,í gegn um tíðina". Léttur, kátur og síhress hefur hann verið hinn hvetjandi athafnamað- ur hér í byggð. Félagsmálin tóku snemma hug hans, og bar hann gæfu til að ganga þeim þáttum þeirra á hönd, sem horfðu til framfara og þjóðnýtra athafna, menningarbóta og mannheilla, — og góðu heilli alveg án þeirra öfga, sem tíðum vilja verða, þegar einstöku menn taka upp á því að búa sig til sjálf- ir upp úr þurru. Ástu konu hans, átta börnum þeirm hjóna, tengdabörnum, og drjúgum hópi barnabarna, er óskað til hamingju með að eiga þennan bráðunga mann, Mar- geir, að góðum vini. Valtýr Guðjónsson ^^amkomur *4Lt)venttafnaifarint yfir hátiðirnar: Aðfangadag Aftansöngur kl. 17 Jóladag Hvíldardagsskóli kl. 10 Guðsþjónusta kl. 11 Nýársdag Hvildardagsskóli kl. 14 Guðsþjónusta kl. 15 FAXI — 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.