Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 40

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 40
þessum málum um sl. helgi. Ætla má, að skreiðarframleiðsla aukist á næsta ári, ef markaðsmálin þróast á þann veg, sem kaupendur hafa látið í ljós. Frystihúsin á Suðurnesjum áttu við mikla rekstrarörðugleika að stríða s.l. ár, eins og vðar á landinu, en voru þó mestir hér á SV-landinu að meðtöldum Vestmannaeyjum. Seint á árinu 1975 voru gerðar ráðstafanir til þess að tryggja áframhaldandi rekstur, sem þá var kominn í algjört greiðsluþrot. í ársbyrjun 1976 var fundin rekstraraf- koma frystihúsanna. Þetta var gert á þann hátt, að áætlaðar voru verulegar verðhækkanir á hinum erlendu mörk- uðum ásamt verulegu gengissigi út árið og hráefnisverð hækkað í samræmi við það. Þetta hefur tekist mjög vel. Mark- aðshækkanir hafa verið örar það sem af er á árinu, og er nú svo komið að verð á t.d. þorskblokk er orðið hærra, en það var hæzt, áður en kom til hinnar miklu lækkunar 1974. Þess vegna er það eðlilegt að fólk haldi, að þær miklu verðhækkanir sem orðið hafa og stöðugt er verið að birta í fjölmiðlum verði til þess að hægt sé að deila þessum fjármunum út í hækk- un launa. Kerfi það, sem ráðamenn eru farnir að mæta í sambandi við verð- jöfnunarsjóð er stórhættulegt þjóðarbú- inu í heild. Þann 1. okt. s.l. ábyrgðist ríkissjóður 400 milljónir til Verðjöfn- unarsjóðs frystideildar. Ef verðhækk- anir verða ekki verulegar til viðbótar því verði, sem er í dag á hinum erlendu mörkuðum fram til áramóta, þá þarf ríkissjóður að greiða tilnefnda upphæð, og er þá frystiiðnaður kominn á niður- greiðslur í svipuðu formi og landbún- aðurinn, sem flestum þykir þó nóg um. Það er skylda ráðamanna og þingmanna að upplýsa almenning í landinu, hver staða og skylda Verðjöfnunarsjóðs er og hvernig hann er til kominn. Einnig þarf að skýra frá því, að aldrei hafa verið lagðar neinar álögur á almenning til styrktar sjávarútvegi. Þrátt fyrir hátt markaðsverð, þá er nú svo komið, að frystihúsin á Suður- esjum eru komin í verulegan hallarekst- ur og miklir greiðsluerfiðleikar eru farnir að segja til sín. Aðallega stafar þetta af því r.ð þorskmagnið í ttpildar- aflanum er orðið svo lítið hlutfall, en aðrar tegundir, sem hafa litla sem enga arðsemi fyrir frystihúsin eru megin magnið, sem frystihúsin hafa til að vinna úr. Nú spyrja sjálfsagt einhverj- ir, hvernig þetta megi vera, þegar frystihús á Vestfjörðum eru rekin með hagnaði. Mismunandi afkoma í sjávarútvegi Við lifum á erfiðum tímum sagði Steinn Steinarr eitt sinn í ræðu. í þeim orðum var þá mikill sannleikur fólginn, og einhvern veginn finnst manni, að þeir tímar hafi verið harla fáir, sem ekki hafa verið erfiðir, a.m.k. svo lengi sem maður man til íslenskra efnahags- og atvinnumála. Og nú lifum við sannarlega á erfiðum tímum að því er ríkisstjórnin og mál- svarar hennar segja okkur. Efnahagur þjóðarinnar og atvinnuvegir eru á helj- arþröm. í Morgunblaðinu og Vísi blasa við augum okkar svo átakanleg harma- kvein frystihúsa eigenda og útgerðar- manna, einkanlega á Suðurnesjum, að hvert hjarta hlýtur að hrærast til með- aumkvunar. Aftur á móti heyrist slíkt sjaldan eða aldrei frá stéttarbræðrum þeirra í öðrum landshlutum og undan- tekningarlaust aldrei frá þeim, sem eiga heima á Vestfjörðum. Eru vestfirskir frystihúsaeigendur og útgerðarmenn svona kjarkgóðir eða eru þeir svo litlir búmenn, að þeir kunna ekki að berja sér? Þessa spurningu er ástæða til að hug- leiða og leitast við að svara henni. Þá er fyrst ástæða til að benda á það, að útgerð og fiskvinnsla á Austfjörðum er starfandi allt árið, en á Suðurnesjum munu vera fleiri dauðir tímar, ef til vill of margar fiskvinnslustöðvar og lé- legri hagkvæmni í rekstri. Bl. ísfirð- ingur sýndi t.d. mjög greinilega fram á þetta fyrir rúmlega ári síðan með sam- anburði á frystihúsarekstri í þessum tveimur landshlutum. Ekki þarf mikla þekkingu á sjávarútvegi til þess að vita, að miklu varðar um afkomu, að þau dýru tæki, sem þar eru notuð, séu sem sjaldnast aðgerðarlaus. Það er a.m.k. ástæða til að þessi hlið málsins sé at- huguð nánar en manni virðist að gert sé. Nú eru lagðar þungar álögur á al- menning, m.a. til styrktar sjávarútvegi, þar sitja skussarnir og þeir, sem sýna dugnað og hagsýni að sjálfsögðu við sama borð, þar sem engin ástæða er til að verðlauna þá fyrrnefndu sérstaklega, ef sannanlegt er að þeir hafi möguleika til að gera betur. Ástæður fyrir þessari mismunandi af- komu eru áreiðanlega miklu fleiri en hér hafa verið nefndar, og er þá gert ráð fyrir, að vestfirðingar séu hvorki meiri kjarkmenn né minni búmenn en suður- nesjamenn. Það hlýtur því að vera full ástæða til þess, að sjávarútvegur okkar íslendinga verði tekinn til nákvæmrar athugunar varðandi hagsýni, fyrir- hyggju og annað, er miklu ræður um afkomu þessarar atvinnugreinar. Þar hljóta einhvers staðar að vera maðkar í mysunni. í raun og veru nær engri átt að leggja þungar álögur á almenning sjávarútvegi til styrktar, fyrr en slík rannsókn hefur farið fram. Nú mun ég sýna fram á þan nað- stöðumun sem frystihúsin á Suðurnesj- um og Vestfjörðum búa við. Á Vest- fjörðum eru 12 frystihús en 23 á Suður- nesjum. Samsetningur unninnar vöru árið 1975 var sem hés segir: Á Vestfjörðum Á Suðurnesjum 37,6% þorskur 7,2% 10,4% ýsa 21,0% 61,5% steinbítur 6,0% 10,9% langa 22,0% 11,5% ufsi 20,0% 3,6% karfi 20,0% Þess ber að gæta, að verðlagning á þorski er eftir stærð og þar njóta Vest- fjarðarfrystihúsin góðs af. Stór hluti þorskaflans á þeirra veiðisvæðum er millistærð og smár þorskur, en tiltölu- lega lítill hluti fer í stórt. Þessu er öfugt farið hér sunnan lands, en þar fer megin þorskaflinn í stórt. Vest- fjarðahúsin framleiða þannig á sama markað sömu vöru úr ódýrara hráefni, en fá vitaskuld sama verð og allir aðrir. Þannig er hráefnisverð á Vestfjörðum 47—50%, en hér á svæðinu 53—56% Það er algild regla, að hránefnið má ekki fara yfir 50% og vinnulaun ekki yfir 25%, ef frystihúsin eiga að geta staðið undir framleiðslukostnaði. Áður fyrr varð síldin oft til þess að hjálpa verulega upp á reksturinn hjá frysti- húsunum þegar lítið hráefni barst að á haustin, en nú er því ekki fyrir að fara. Loðnufrysting, sem hefur ekki enn tekist að nýta sem skyldi, sökum þess að á undanförnum árum, þegar loðnan hefur verið bezt til frystingar hafa staðið yfir vinnudeilur, sem dregið hafa verulega úr vinnslunni. Á loðnufyrst- ingu þarf að leggja ofurkapp, því að hún hefur ávallt gefið björg í bú. FAXI — 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.