Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 50
Hvað soffir La‘knafóla>í Islands
um reyking'ar?
Á síðasta aðalfundi Læknafélags Islands
var samþykkt tillaga frá Bjarna Bjarnasyni
lækni sem nú er nýlátinn, en Bjrni var ötull
baráttumaður gegn reykingum og einn af
forystumönnum Krabbameinsfélagsins frá
stofnun þess. 1 tillögunni er skorað á ýmsa
aðila sem geta haft áhrif með fordæmi sínu
að íhuga ábyrgð sína hvað reykingar varðar.
Tillagan hljóðar svo:
„Vegna hins geigvænlega heilsutjóns, sem
tóbaksreykingar valda, skorar aðalfundur
Læknafólags Islands á:
—la>kna að reykja ekki,
—stjórnir og starfsmannaráð sjúkrahúsa og
annarra heilbrigðisstofnana að reyna að
draga úr reykingum starfsfólks á vinnustað,
—kennara að reykja ekki í skólum eða á
umráðasvæði þeirra,
foreldra að íhuga ábyrgðina gagnvart
börnum sínum og vernda þau gegn reyk-
ingahættunni með því að reykja ekki sjálf,
stjórnendur og starfsfólk sjónvarps að
hlutast til um að þeir sem þar koma fram
reyki ekki meðan á útsendingu stendur."
Hvað skyldu tryggingafélögin segja um
eldhættuna, sem reykingafólk veldur?
Hvað segir þú Iesandi góður um áhrif
reykinga á efnahag reykingafólks?
Er það ekki merkilegt
að það skuli veri 12 ára börn, sem tekið hafa
forustuna í reykingavörnum? Þau eru sann-
arlega ekki bangin við að ráðast á garðinn
þar sem hann er hæstur. Takmark þeirra er
að gera Island að reyklusu landi.
Heyr fyrir ykkur
tólf ára forustusveit. Allir þeir sem ekki
eru algerir þrælar nikótíns hljóta að dást
að ykkur og taka undir við ykkur og styðja
við bak ykkar í þessum drengilegu áform-
um ykkar. Fáið til liðs við ykkur alla þá
sem verða 12 ára á næsta ári og reynið að
víkka út hópinn til allra átta. Algjör sam-
staða ykkar getur staðið að stórvirki við að
bæta hag og heilsufar allra þeirra, sem vilja
lúta fordæmi ykkr.a
Upptökin að þessari glæsilegu herferð
gegn reykingum eru hjá 6. bekkingum Breið-
holtsskólans. Þar voru haldin námskeið og
fræðsla um skaðsemi reykinga, undir stjórn
skólastjórans. Síðan héldu börnin áfram að
fræða 9—11 ára skólasystkini sín og síðast-
liðið vor fóru svo börnin í aðra skóla til að
fræða aðra unglinga. Þannig verð hugmynd-
in að hreyfingu, sem flæddi yfir Reykjavík
og næsta nágrenni.
Hvað hefur verið gert
hér á Suðurnesjum I þessa átt? Hafa skóla-
stjórar skólanna hér hvatt til slíks fjölda-
átaks, sem kollega þeirra gerði í Breiðholts-
skóla? Það væri gaman ef Faxi gæti fljót-
lega sagt frá slíku stórátaki hér syðra.
Meðal annarra orða —
hverju gerir fræðslulöggjöfin ráð fyrir í
þessum efnum? Gaman og gagnlegt væri að
fá í Faxa fræðslu um þessi mál frá ein-
hverjum kennara eða skólastjóra af Suður-
nesjum.
Eigendaskipti
Bragi Ástráðsson, kaupmaður í Grindavík,
hefur selt verslun sina Bragakjör þeim Ás-
birni Egilssyni og Jóni Sæmundssyni. Ás-
björn hefur stundað verslunarstörf í Reykja-
vík en Jón hefur ekki fengist við verslun
áður. Verslunin verður rekin á sama grund-
velli og áður: verslun fyrir fólkið og flotann.
Einnig hefur
Sölvi Ólafsson, kaupmaður í Keflavik, selt
verslun sina Sölvabúð. Kaupendur eru þeir:
Elías Jóhannsson, Magnús Jónsson, Þórður
Þórðarson ásamt eiginkonum og vinna þau
öll við verslunina. Framvegis verður búðin
einkum með kjötvörur á boðstólum og hef-
ur tekið sér annað nafn, það er Kjötbúðin hf.
Stígur Guðbrandsson, fyrrverandi lög-
regluþjónn í Keflavík varð 70 ára þann
4. nóv. s.l.
Heimir Stígsson, sem er lesendum
Faxa að góðu kunnur fyrir myndir sín-
ar, hlaut II. verðlaun í ljósmyndasam-
keppni, sem haldin var á vegum Ljós-
myndarafél. íslands í sambandi við af-
mælissýningu. Myndin hér að ofan er —
ekki af Heimi, heldur — verðlauna-
myndin. Við má bæta að Heimir hefur
stækkað ljósmyndastofu sína til muna
og getur því veitt Suðurnesjamönnum
betri þjónustu.
Sólveig Þórðardóttir er fyrsta konan
sem lýkur sveinsprófi í Ijósmyndun á
Suðurnesjum. Hún hóf nám hjá Heimi
Stígssyni, 6.2.’73 og tók prófið 6.11.’76.
FAXI — 50