Faxi - 01.12.1976, Page 34
falaði hana til að syngja á þessa plötu,
eftir það sem á undan var gengið hjá
hinum útgefendunum. Rétt er að taka
það fram, til að forðast allan misskiln-
ing, að Magnús átti ekki hlutdeild í fyrri
plötunum aðra en þá að vinna að tón-
listinni. Nú, en hvað sem fimmkallin-
um líður, þá söng Rut iitla 10 lög eftir
ýmsa höfunda bæði innlenda og erlenda.
Af þeim var Simm sala bimm, lang-
vinsælust og er enn. Vafalítið á texti
Þorsteins Eggertssonar rikan þátt í
þeirri sigurför, svo og einkar hugljúfur
söngur Einars Júlíussonar, „margar á
ég minningar“ — og þar kemur Rut í
spilið, reyndar sem strákur sem heitir
Magnús og á sitt snjóhús. Ef til vill er
það einmitt þessvegna sem undirritaður
þreytist aldrei á að hlusta á lagið.
Þykir mjög vænt um öll dýr
Lagið sem næst mestum vinsældum
hefur náð af plötunni er Gabríel, en öll
heyrast lögin af og til í óskalagaþáttum
útvarpsins. í' heimahúsum nýtur Rut
mikilla vinsælda meðal smáfólksins, sem
óspart setur plötuna á fóninn þegar færi
gefst. En þrátt fyrir allar vinsældirnar
er Rut litla Reginalds ósköp venjuleg
stúlka, brosmild og létt á fæti, og skipt-
ir hárinu í miðju. Hún er fædd 1. sept.,
eins og 50 mílurnar, en nokkru eldri, eða
rúmlega 11 ára.
Vinsældirnar hafa ekki stigið henni
til höfuðs. Hún átti erfitt með að sitja
kyrr í stofusóffanum meðan á viðtalinu
stóð, — bar greinilega ekki skyn á al-
vörustund, þegar fréttamenn ræða við
þekktan skemmtikraft. Síamsköttur, sem
henni þykir mjög vænt um, skjaldbaka,
lítið grænt kríli, sem leið ofurhægt eftir
gólfinu og vinkonurnar sem sífellt voru
að berja upp og spyrja um Rut, trufluðu
hvað eftir annað samræðurnar. „Guðrún
Á Símonar á 11 ketti eins og þennan,“
sagði Rut og strauk kisa, „ég gæti al-
veg hugsað mér að eignast fleiri. Senni-
lega þykir þeim sem hafa gaman af því
að syngja líka vænt um ketti, og dýr
yfirleitt, — ég er að minnsta kosti þann-
ig.“
Söng á skátamóti í Færeyjum
Foreldrar hennar hafa reynt að láta
sönginn trufla sem minnst námið og
það hefur tekist furðanlega, því drjúgur
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ór!
Þökkum viðskiptavinum og starfs-
mönnum gott samstarf ó liðna árinu.
Vélsmiðjan Óðinn, Keflavík
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Verzlunin Femína
Óskum viðskiptavinum okkar og
starfsfólki gleðilegra jóla og
gæfuríks komandi árs.
Rafveita Njarðvíkur
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptavinum og starfs-
mönnum gott samstarf á liðna árinu.
Útvör, Keflavík
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Raftækjavinnustofan Geisli
Farsælt komandi ár!
Þökkum starfsfólki öllu á sjó og landi,
Grindvíkingum, svo og öðrum
viðskiptavinum liðna árið.
Útgerðarfélagið ÞORBJÖRN hf.
Grindavík
tími hefur farið í æfingar og hljóðritun.
„Skólinn er voða skemmtilegur," sagði
Rut, „mér þykir einna mest gaman að
teikningunni og tungumálunum, en auk
þess er ég í söngkór skólans. Ég er líka
aðeins byrjuð að læra á píanó, til að fá
undirstöðumenntun í tónlist." Þess má
geta að Rut hefur myndskreytt plötu-
umslagið á Simm sala bimm, en hún á
ekki langt að sækja myndlistarhæfileik-
ann, — Ríkey móðir hennar er mjög
fær í þeirri grein. Tungumál eru henni
einnig mjög töm. Hún dvaldi rúmt át í
Bandaríkjunum með foreldrum sínum og
nam þá enska tungu, kannski of ná-
kvæmlega, því New Jersey-hreimurinn
heyrist að sögn þeirra Bandaríkjamanna
sem heyra hana mæla á enska tungu.
Rut dvaldi einnig þrjá mánuði í Fær-
eyjum í sumar, á Tvoröyri á Suðurey.
„Ég reyndi að tala dönsku við krakkana
þar, en þau skildu mig illa. Þá fór ég
að leggja mig eftir að læra færeyskuna
og gat alveg orðið talað við krakkana.
Færeyjar eru mjög skemmtilegt land,
— og fólkið svo vinalegt. Ef ég ætti að
velja um að fara til Færeyja og Amer-
íku, þá myndi ég hundrað sinnum held-
um velja Fæeyjar." Ekki slapp Rut al-
veg við sönginn meðan hún dvaldi í Fær-
eyjum. Hún er skáti og hóf strax að
starfa með krökkunum á Tvoröryri og
fór með þeim á Jamboree, sem haldið
var í Færeyjum. Skátar syngja mikið
og sveitin sem Rut var í tók auðvitað
lagið á mótinu, en þar söng hún einsöng
í tveimur lögum. Starfsmenn frá Fær-
eyska útvarpinu hljóðrituðu sönginn og
honum var útvarpað seinna.
Eins og aðra krakka langar Rut til
að ólmast svolítið úti, en tíminn til þess
er ekki ávallt mikill vegna námsins, og
út á kvöldin er ekki gott að fara, —
löggan sjálf á heimilinu bannar slikt.
„Ég fer helst á róluvöllinn, svo þykir
mér mjög gaman í knattspyrnu og svo
fer ég stundum og hangi niður á bryggju
og veiði mér fisk, alveg eins og Mangi,“
sagði Rut, ,, og þér get ég boðið dálítið
í soðið, ef að þú hefur disk.“
Diskinn hafði ég ekki við hendina, en
tími var kominn til að slá botninn í
samtalið, enda liðið á kvöldið. Og eitt-
hvað mun vera áformað um enn eina
plötu með Rut, en frekari fréttir af
henni er ekki að vænta í bili, — en við
bíðum og sjáum hvað setur. emm.
FAXI — 34