Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 10

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 10
Eftirminnilegur dagur í starfseminni HJÁ SLÖKKVILIÐI SANDGERÐIS Sunnudaginn 23. maí 1976 var mikill og eftirminnilegur dagur í starfsemi slökkviliðs Miðneshrepps. Ástæðan fyrir því er sú, að þá komu hingað í heim- sókn á annað hundrað slökkviðliðsmenn víðs vegar af landinu Einnig voru í þess- um hópi, brunamálastjóri og hans full- trúar. Tilefni þessarar heimsóknar var það, að haldin var í Reykjavík brunamála- ráðstefna dagana 21.-23. maí, sem Brunamálastofnun ríkisins stóð fyrir, og höfðu forráðamenn stofnunarinnar far- ið þess á leit við okkur, að ráðstefnu- gestirnir fengju að koma hingað og kynnast því, hverju við höfum fengið áorkað í því að byggja upp eldvarnir hér í Sandgerði. Við í slökkviliði Miðnes- hrepps töldum það mikinn heiður að fá þessa beiðni og ákváðum að reyna að leysa hana vel af hendi. Gestirnir komu hingað í tveimur rút- um kl. 10 árdegis og var tekið á móti þeim í samkomuhúsinu, þar sem odd- vitinn hr. Jón H. Júlíusson bauð þá vel- komna með skemmtilegu ávarpi. Að því loknu bauð hann f.h. hreppsnefndar Miðneshrepps upp á öl og snittur, sem menn gæddu sér á af góðri list. Á meðan menn gæddu sér á góðgæt- inu kvaddi brunamálastjóri hr. Bárður Daníelsson sér hljóðs, og þakkaði f.h. gestanna fyrir móttökurnar með stuttu ávarpL Þessu næst tók ég undirritaður við og byrjaði ég á því að útskýra í stuttu máli hvað slökkviliðið hefði á sínum snærum, þ.e. tæki, mannafla, húsnæði, útkallskerfi o.fl., en að þvi loknu hringdi ég í brunasímann 1444 og lét kalla út slökkviliðið og áttu allir að mæta að samkomuhúsinu á báðum bílum slökkvi- liðsins Það tók um 5 mínútur frá því ég hringdi þangað til bílarnir renndu í hlað- ið við samkomuhúsið, og sýndi þetta mönnum nauðsyn á góðu brunaútkalls- kerfi. Bilarnir stöðvuðu á planinu fyrir framan samkomuhúsið, þar sem gest- irnir gátu skoðað þá og kynnt sér það fyrirkomulag og þær breytingar sem við höfum gert til hagræðingar, s.s. slöngu- kerfið á Bedfordinn, innréttingar skáp- anna .o.fl. Þegar gestirnir höfðu skoðað nægju sína og fengið allar mögulegar upplýs- ingar um tækin og verkfærin, voru bíl- arnir tengdir saman og frá Bedfordinum lagður 2x2y2” slöngur, önnur greind í 2x11/2” slanga með stút, 4 lx/2” slöngur með stútum og 2 1” handlínur með stút- um. Dælurnar á báðum bílunum voru nú tengdar og öllu vatnsmagni af báðum bílunum síðan sprautað út um þessa 7 stúta. Það tók tæpar 20 mínútur að tæma báða bílana og var mikið vatnsflóð á meðan dælingin fór fram. Að þessu loknu voru slöngur og tæki tekin saman, og báðir bílarnir fylltir af vatni úr brunahana við samkomuhúsið. Síðan fór öll hersingin suður í gömlu slökkvistöðina og skoðuðu þar þá að- stöðu sem slökkviliðið hefur þurft að búa við s.l. 22 ár. Þar skoðuðu menn einnig gömlu Coventry Clymax dæluna, sem var eina dæla slökkviðliðsins til ársins 1972 og var þá orðin mjög léleg. Úr gömlu slökkvistöðinni var haldið sem leið lá í nýju stöðina sem nú er rúmlega fokheld. Þar var skýrt út fyrir FAXI — 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.