Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 38
ÚTVEGSMANNAFUNDUR í STAPA
Útgerðin rekin fyrir lánsfé,
vaxtabyrðin ofviða......... ....
Er víljinn einlægur?
Útvegsmannafélag Suðurnesja hélt
fund um sjávarútvegsmál í Félagsheim-
ilinu Stapa, þann 7. nóv. s.l. Fundar-
stjóri var Halldór Ibsen og fórst það
mjög vel úr hendi. Fundarritari var Jón
Ægir Ólafsson. Þingmönnum kjördæm-
isins var boðið til fundarins og mættu
þeir flestir.
Einar Símonarson form. félagsins
setti fundinn með stuttu ávarpi, en síð-
an var gengið til dagskrár og var
Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráð-
herra fyrsti ræðumaður og kom hann
víða við í sinni ræðu og talaði um vanda-
mál útgerðarinnar frá öllum hliðum,
200 mílna lögsöguna, sjómannasamn-
ingana og „svörtu skýrsluna".
Ólafur Björnsson ræddi síðan um á-
stand og horfur í útgerðarmálum, en
Einar Kristinsson um horfurnar í fisk-
vinnslunni. Benedikt Jónsson fjallaði
um lánamálin, en Ingólfur Árnason um
kjaramál.
Að lokum var lögð fram ályktun um
sjávarútvegsmál á Suðurnesjum og var
hún samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum, en fundurinn var mjög fjöl-
sóttur.
Að framsöguræðu sjávarútvegsráð-
herra lokinni, svaraði hann fyrirspurn-
um fundarmanna, sem óspart lögðu fyr-
ir hann hinar ýmsu spurningar og fengu
greið svör við.
Einnig töluðu nokkrir þingmenn og
lofuðu að fylgja eftir í þinginu því sem
fram hefði komið í umræðunum, og að
þeim sneri.
Fundurinn var mjög vel undirbúinn.
Upplýsingar um Útvegsmannafélagið,
dagskrá og fleira, var afhent fundar-
mönnum og þar gaf að líta ýmsan fróð-
leik, bæði um félagið og útgerðarmál á
Suðurnesjum.
Faxi birtir að þessu sinni ræður
tveggja framsögumanna, þeirra Bene-
dikts Jónssonar og Einars Kristinsson-
ar, en ræður þeirra Ólafs Björnssonar
og Ingólfs Arnarsonar bíða næsta blaðs,
vegna þrengsla. Fundurinn tókst í alla
staði mjög vel, en á næstu mánuðum
reynir á það hvort vilji þingmanqg fyrir
því að bæta úr brýnni þörf í lánamálum
fiskvinnslu og útgerðar er einlægur.
Þegar erfiðleikar hafa steðjað að í
atvinnumálum í hinum ýmsu landshlut-
um hafa stjórnvöld tekið málin að sér
og fram hafa komið áætlanir til að
bæta úr ástandinu. Þannig hafa komið
fram Vestfjarðaáætlun, Norðurlands-
áætlun og Austf jarðaáætlun. Allar þess-
ar áætlanir hafa átt það sameiginlegt,
að valdhafar hafa útvegað fjármagn til
að rétta við hag hinna ýmsu atvinnu-
vega. Hér á Suðurnesjum hefur sjávar-
útvegur verið aðalatvinnuvegur. Héðan
hafa komið 20—30% af heildarútflutn-
ingi sjávarafurða.
En hvernig hefur svo verið búið að
lánamálum sjávarútvegsins hér á Suð-
Suðurnesjum?
Meðalaldur báta hér er 18 ár, ástæð-
an fyrir því er fyrst og fremst sú, að
lánamöguleikar til skipakaupa hafa
ekki verið þeir sömu hjá Suðurnesja-
mönnum og til dæmis Vestfirðingum,
Norðlendingum og Austfirðingum. Á ég
þar við takmörkun á lánum úr byggðar-
sjóði, auk þess hafa útvegsmenn þar
notið góðs af byggðalánum fyrir þá
landshluta. Sama er að segja um banka-
fyrirgreiðslu, hún hefur verið miklu
betri hjá útibúum bankanna úti á landi
heldur en aðalbönkunum í Reykjavík
og útibúunum hér á Suðurnesjum. Þetta
hefur svo orðið til þess að Suðurnejsa-
menn hafa keypt gömlu bátana frá
vestur-, norður- og austurlandi, þegar
þeir sem þá áttu hafa fengið ný skip.
Fiskvinnslustöðvar hafa búið við
sömu erfiðleika um útvegun fjármagns
til uppbyggingar enda eru fiskvinnslu-
stöðvar hér ver búnar að tækjum og
húsnæði en æskilegt væri og sumar
stöðvarnar svo, að þær fá ekki vinnslu-
leyfi. Reynt hefur verið að halda í horf-
inu með því að nota fjármagn úr rekstr-
inum til uppbyggingar. Þetta kemur svo
fram í því, að rekstrarskuldir hlaðast
upp með öllum þeim vaxtakostnaði og
lögfræðingakostnaði sem af því leiðir.
Nú er það orðin algild regla, að tekn-
ir eru 2% vextir af viðskiptaskuldum,
en fiskvinnslan fær enga vexti af af-
skipuðum ógreiddum afurðum eða þeim
birgðum, sem þau liggja með, því að
allt er þetta selt í umboðssölu.
Eins og öllum ætti að vera Ijóst,
hefur verið hér aflabrestur hjá báta-
flotanum síðustu 3 vertíðir og er því
nauðsynlegt að valdhafarnir geri sér
ljóst, að nú þolir það enga bið að þeir
komi til og útvegi fjármagn til þess að
koma sjávarútveginum hér á Suðurnesj-
um yfir þá erfiðleika sem hann er nú í,
og við vonum að séu tímabundnir.
Á meðan verið er að útvega fjármagn
tel ég að hægt sé að gera eftirfarandi:
1. Að afurðalán verði hækkuð strax
þegar fiskverðhækkanir verða. Fiskverð
var hækkað 1. október, en afurðalán
hafa ekki hækkað.
2. Lán til útgerðar verði hækkuð.
3. Vextir verði lækkaðir.
FAXI — 38