Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 38

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 38
ÚTVEGSMANNAFUNDUR í STAPA Útgerðin rekin fyrir lánsfé, vaxtabyrðin ofviða......... .... Er víljinn einlægur? Útvegsmannafélag Suðurnesja hélt fund um sjávarútvegsmál í Félagsheim- ilinu Stapa, þann 7. nóv. s.l. Fundar- stjóri var Halldór Ibsen og fórst það mjög vel úr hendi. Fundarritari var Jón Ægir Ólafsson. Þingmönnum kjördæm- isins var boðið til fundarins og mættu þeir flestir. Einar Símonarson form. félagsins setti fundinn með stuttu ávarpi, en síð- an var gengið til dagskrár og var Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra fyrsti ræðumaður og kom hann víða við í sinni ræðu og talaði um vanda- mál útgerðarinnar frá öllum hliðum, 200 mílna lögsöguna, sjómannasamn- ingana og „svörtu skýrsluna". Ólafur Björnsson ræddi síðan um á- stand og horfur í útgerðarmálum, en Einar Kristinsson um horfurnar í fisk- vinnslunni. Benedikt Jónsson fjallaði um lánamálin, en Ingólfur Árnason um kjaramál. Að lokum var lögð fram ályktun um sjávarútvegsmál á Suðurnesjum og var hún samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum, en fundurinn var mjög fjöl- sóttur. Að framsöguræðu sjávarútvegsráð- herra lokinni, svaraði hann fyrirspurn- um fundarmanna, sem óspart lögðu fyr- ir hann hinar ýmsu spurningar og fengu greið svör við. Einnig töluðu nokkrir þingmenn og lofuðu að fylgja eftir í þinginu því sem fram hefði komið í umræðunum, og að þeim sneri. Fundurinn var mjög vel undirbúinn. Upplýsingar um Útvegsmannafélagið, dagskrá og fleira, var afhent fundar- mönnum og þar gaf að líta ýmsan fróð- leik, bæði um félagið og útgerðarmál á Suðurnesjum. Faxi birtir að þessu sinni ræður tveggja framsögumanna, þeirra Bene- dikts Jónssonar og Einars Kristinsson- ar, en ræður þeirra Ólafs Björnssonar og Ingólfs Arnarsonar bíða næsta blaðs, vegna þrengsla. Fundurinn tókst í alla staði mjög vel, en á næstu mánuðum reynir á það hvort vilji þingmanqg fyrir því að bæta úr brýnni þörf í lánamálum fiskvinnslu og útgerðar er einlægur. Þegar erfiðleikar hafa steðjað að í atvinnumálum í hinum ýmsu landshlut- um hafa stjórnvöld tekið málin að sér og fram hafa komið áætlanir til að bæta úr ástandinu. Þannig hafa komið fram Vestfjarðaáætlun, Norðurlands- áætlun og Austf jarðaáætlun. Allar þess- ar áætlanir hafa átt það sameiginlegt, að valdhafar hafa útvegað fjármagn til að rétta við hag hinna ýmsu atvinnu- vega. Hér á Suðurnesjum hefur sjávar- útvegur verið aðalatvinnuvegur. Héðan hafa komið 20—30% af heildarútflutn- ingi sjávarafurða. En hvernig hefur svo verið búið að lánamálum sjávarútvegsins hér á Suð- Suðurnesjum? Meðalaldur báta hér er 18 ár, ástæð- an fyrir því er fyrst og fremst sú, að lánamöguleikar til skipakaupa hafa ekki verið þeir sömu hjá Suðurnesja- mönnum og til dæmis Vestfirðingum, Norðlendingum og Austfirðingum. Á ég þar við takmörkun á lánum úr byggðar- sjóði, auk þess hafa útvegsmenn þar notið góðs af byggðalánum fyrir þá landshluta. Sama er að segja um banka- fyrirgreiðslu, hún hefur verið miklu betri hjá útibúum bankanna úti á landi heldur en aðalbönkunum í Reykjavík og útibúunum hér á Suðurnesjum. Þetta hefur svo orðið til þess að Suðurnejsa- menn hafa keypt gömlu bátana frá vestur-, norður- og austurlandi, þegar þeir sem þá áttu hafa fengið ný skip. Fiskvinnslustöðvar hafa búið við sömu erfiðleika um útvegun fjármagns til uppbyggingar enda eru fiskvinnslu- stöðvar hér ver búnar að tækjum og húsnæði en æskilegt væri og sumar stöðvarnar svo, að þær fá ekki vinnslu- leyfi. Reynt hefur verið að halda í horf- inu með því að nota fjármagn úr rekstr- inum til uppbyggingar. Þetta kemur svo fram í því, að rekstrarskuldir hlaðast upp með öllum þeim vaxtakostnaði og lögfræðingakostnaði sem af því leiðir. Nú er það orðin algild regla, að tekn- ir eru 2% vextir af viðskiptaskuldum, en fiskvinnslan fær enga vexti af af- skipuðum ógreiddum afurðum eða þeim birgðum, sem þau liggja með, því að allt er þetta selt í umboðssölu. Eins og öllum ætti að vera Ijóst, hefur verið hér aflabrestur hjá báta- flotanum síðustu 3 vertíðir og er því nauðsynlegt að valdhafarnir geri sér ljóst, að nú þolir það enga bið að þeir komi til og útvegi fjármagn til þess að koma sjávarútveginum hér á Suðurnesj- um yfir þá erfiðleika sem hann er nú í, og við vonum að séu tímabundnir. Á meðan verið er að útvega fjármagn tel ég að hægt sé að gera eftirfarandi: 1. Að afurðalán verði hækkuð strax þegar fiskverðhækkanir verða. Fiskverð var hækkað 1. október, en afurðalán hafa ekki hækkað. 2. Lán til útgerðar verði hækkuð. 3. Vextir verði lækkaðir. FAXI — 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.