Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 49
MINNING
Fimmtudaginn 22. júlí 1976 fór fram
frá Keflavíkurkirkju útför Einars Norð-
fjörðs, húsasmíðameistara, en hann lézt
í Borgarspítalanum 13. júli eftir langt
og mjög erfitt sjúkdómsstríð.
Einar Norðfjörð var fæddur í Innri-
Njarðvík 23. marz 1915. Foreldrar hans
voru þau hjónin Guðrún Einarsdóttir
og Jón Jónsson, er lengi bjó í Stapa-
koti í Innri-Njarðvík og var ávallt við
þann bæ kenndur síðan.
Systkini Einars voru 14, þar var einn
albróðir, Margeir Jónsson, útgerðar-
maður í Keflavík, en hann var hálfu
öðru ári yngri.
í Stapakoti ólst Einar upp. Þegar
hann var fjögra ára missti hann móður
sína. En faðir hans kvæntist aftur,
Ragnhildi Ilelgu Egilsdóttur, ágætis-
konu, sem gekk honum og albróður
hans, Margeiri, nú i móður stað.
Um 14 ára aldur fluttist Einar með
fjölskyldu sinni til Keflavíkur, og
skömmu síðar vistaðist hann hjá
frænda sínum, Einari Guðbergi Sigurðs-
syni, skipstjóra og útgerðarmanni og
konu hans Maríu Guðmundsdóttur. Átti
Einar þar gott heimili þar til hann
stofnaði sitt eigið.
Einar var kvæntur Sólveigu Guð-
mundsdóttur, hj.úkrunarkonu, frá Lönd-
um á Miðnesi. au genÞgu í hjónaband
24. ágúst 1940. Bjuggu þau fyrst í hús-
inu nr. 45 við Suðurgötu, sem Einar
hafði byggt. Seinna byggði hann húsið
nr. 5 við Mánagötu og bjó þar nokkur
ár. En síðasta húsið, sem hann byggði
og bjó i sjálfur er húsið nr. 1. við
Mánagötu. Þar bjuggu þau hjónin þar
til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1965.
Sólveig var samhent manni sínum í
Einar Norðfjörð
HÚSASMÍÐAMEISTARI
F. 23. MARS 1915 — D. 22. JÚLÍ 1976
að gera heimilið vistlegt og aðlaðandi.
Hún var einnig traust stoð manns síns
í öllum hans sjúkdómserfiðleikum og
stríði. Þar átti Einar sannarlega trausta
verndarvætt, sem aldrei brást.
Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Þau
eru Einar Guðberg, tæknifræðingur,
kvæntur Kristínu Þórðardóttur, eiga 3
börn; Guðrún gift Steinari Árnasyni,
meinatækni, eiga 1 barn; Sigurbjörg
gift Þorgeiri Valdimarssyni, veggfóðr-
ara, eiga 1 barn. Öll búa þau í Reykja-
vík.
Einar hóf nám í húsasmíði árið 1936,
hjá Skúla heitnum Skúlasyni trésmið i
Keflavík. Iðnskólanámi Iauk hann í
Reykjavík 1939 og tók sveinspróf í
húsasmíði 1940. Næstu árin vann hann
í iðngrein sinni. Teiknaði og byggði þá
mörg hús hér í Keflavík. Hann var eft-
irsóttur byggingameistari vegna dugn-
aðar og vandvirkni.
Þær byggingar allar, sem Einar stóð
fyrir sem meistari, verða ekki taldar
hér, þó vil ég nefna nokkrar. Við Mána-
götu í Keflavík eru 6 hús og það vill
svo til. að öll þeirra, nema eitt, hefur
Einar byggt, og hann hefur teiknað 3
þeirra. — Hann var byggingameistari
við byggingu barnaskólahússins við Sól-
vallagötu, þegar það var reist, 1950 til
’52. Þá var tækni öll skemmra á veg
komin en nú. Eigi var heldur ákvæðis-
vinna við smíðar þekkt hér. — Það kom
i minn hlut að fylgjnst með þessu verki
á vegum bæjarins, og þess minnist ég
enn eftir 24 ár hve þangað var ávallt
ánægjulegt að koma. Þar var unnið með
einum huga og var byggingameistarinn
þar ávallt leiðandi. Með Einari var gott
að vinna. Hann var sérstakt ljúfmenni,
sem vildi hvers manns vanda leysa.
Um tíma var Einar byggingafulltrúi
í Keflavík og leysti það starf sem önn-
ur með ágætum.
Áður en Einar hóf húsasmíðanám sitt
vann hann eins og allir aðrir, sem unnið
gátu, við sjóinn. Hann vann við vélbáta
í landi á vetrarvertíðinni og var á
síld á sumrin. — Hann var þvi öllum
hnútum kunnugur, þegar hann vorið
1946 myndaði útgerðarfélag með bróður
sínum Ólafi B. Ólafssyni, skipstjóra,
sem nú er nýlátinn og mági sínum
Hreggviði Guðmundssyni, og keyptu
þeir vélbát frá Svíþjóð. Þeir gáfu bátn-
um nafnið Nonni og gerðu hann út í
nokkur ár.
Fyrir 22 árum hóf Einar störf hjá
Sameinuðum verktökum á Keflavíkur-
flugvelli, og hann hélt þar störfum
áfram eftir að ísl. Aðalverktakar tóku
þar við. Eigi er mér kunnugt um hvers
konar störf hann vann þar síðari árin,
en það munu hafa verið eftirlitsstörf
með byggingum á vegum ísl. Aðalverk-
taka.
Einar var á tímabili félagi í Mál-
fundafélaginu Faxa. Faxafélagar minn-
ast góðra stunda, er þeir áttu með hon-
um þar og fylgja honum kveðjur þeirra
og þakkir.
Nú þegar leiðir skilja að sinni, er
mér, sem þessar fátæklegu línur rita,
efst í huga þakklæti til ykkar hjónanna
beggja, og minnist ég þá sérstaklega
löngu liðinna ára.
Með hjartanlegri samúðarkveðju okk-
ar hjónanna til eiginkonu, barna, barna-
barna, tengdabarna, svo og annarra ætt-
ingja og vina. Ragnar Guðleifsson
FAXI — 49