Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 7
með árunum, það var alltaf gert á stæði
á færunum. Karlinn, sem stóð í barkan-
um harðneitaði því, svo að ég rauk í
miðrúmið og andæfði. Við lentum í
grjótnógum fiski og þegar dúraði að
eins þá gat ég rennt líka. Á þremur
korterum öfluðum við um 1400 pund,
sakkan var varla komin í botn, þegar
kippti og komið var á krókinn, ýmist
stór þorskur eða ufsi. Okkur gekk illa
landsiglingin. Fengum áfall þegar við
snerum undan við Gerðavör, kvika kom
yfir bátinn og hellti sér yfir skutinn.
Við gátum ausið og dælt sjónum út úr
bátnum og héldum vel fyrir út af Gerða-
hólma, því betra var að sigla gætilega.
Við slógum síðan undan fyrir framan
Gerðar, en þá skar alveg inn fyrir enda
hvasst orðið og auk þess var nóv.myrkr-
ið að skella á. Fjölmenni var á bryggj-
unni þegar við náðum landi. Fólk var
farið að verða hrætt um okkur og hafði
leitað eftir báti úr Keflavík til að
skyggnast um eftir okkur. Sumir vildu
fá flugvél til leitar.“
Opnu skipin, besti skólinn
Auk þeirra sem nefndir eru að fram-
an, reri Eggert sumarlangt með Kristni
Einarssyni frá Móakoti og þá æxlaðist
það einhvern veginn, að Kristinp lét
Edda ávallt um stýrið, báðar leiðir, en
Sigurður Ólafsson frá Lónshúsum var
svo þriðji maður um borð þetta sumar
á trillunni. Af öllum þeim sem Eggert
reri með á opnu skipunum lærði hann
mikið til sjómennskunnar. „Það er
áreiðanlega best að vera á opnu skipun-
um fyrst til þjálfunar fyrir sjómennsk-
una, það fann ég glöggt seinna þegar
ég hafði lokið námi í stýrimannaskól-
anum árið 1947, og stærri bátar tóku
við einvörðungu, en ég hafði þó af og
til verið á þeim. Fimmtán ára fór ég
fyrst norður á síld með föður mínum
á Geir goða, á snurpunót, en hann var
„tvílembingur" á móti Ingólfi. Einhvern
tíma datt mér í hug að gerast farmað-
ur, en þá var ekkert skiprúm laust.
Stýrimannapláss beið mín á Hilmi KE,
þegar ég kom úr skólanum. Fyrst fórum
við á troll og svo á síldveiðar, en þetta
voru aflaleysisár.en við reittum samt
dálítið. Eftir tvö ár tók ég við skip-
stjórninni á Hilmi, af föður mínum,
liklega 22 ára að aldri.“
Hæstir yfir flotann á 56 tonna báti.
Síldin, — þá erum við komin að þeim
hluta í sjómennsku Eggerts, sem mest-
um ljóma varpaði á nafn hans á árunum
þegar sá kenjafiskur var ein styrkasta
stoðin í íslensku efnahagslífi. Því miður
eru ekki til tölur yfir allt það verðmæti
sem Eggert og áhafnir hans sóttu í
greipar Ægis, en það væri há summa
ef allt væri saman tekið. „Síldarárin,
þau voru ákaflega skemmtileg." Minn-
ingarnar ylja Edda greinilega um
hjartaræturnar. Milt, svolítið kímið bros
færist yfir andlit hans og augun ljóma.
„Ég hafði líka alveg úrvalsliði á að
skipa, blandað saman af eldri og yngri
mönnum. Kynslóðabil var óþekkt hug-
tak um borð hjá okkur, þótt helmingur
áhafnarinnar væri strákar um tvítugt
og svo allt upp í sextuga menn, eins og
Stebba Jó. (Stefán Jóhannsson, Sand-
gerði), hann var bæði stýrimaður og
vélstjóri, skínandi sjómaður og engu
síðri í andanum, — orkaði örvandi á
mannskapinn. Pétur Björnsson vélstjóri,
sem var nokkru eldri en ég, traustur og
mjög fær á vélina og allan útbúnað
bátsins, — nú svo allir strákarnir, fullir
af áhuga fyrir starfinu. Hápunktur
síldaráranna var 1959, þegar við urðum
hæstir yfir allan flotann á Víði litla II.
af um 225 skipum. Við höfðum áður náð
toppnum sem hringnótaskip, en þarna
slógum við öllum ref fyrir rass, með
19600 mál og tunnur. Aðalkeppinautur-
inn var Snæfellið. Hugsaðu þér, Víðir
var aðeins 56 smálestir að stærð, fimm
FAXI
7