Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 14

Faxi - 01.12.1976, Blaðsíða 14
Hitaveita Suðurnesja I langan tíma hefur verið vitað að jarðhita væri að finna víða á Reykja- nesskaga. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi áhugi á Suðurnesjum fyr- ir að nýta þennan jarðhita til iðnaðar eða húshitunar. Allt frá því um 1960 hafa verið starf- andi hitaveitunefndir í Keflavík og Njarðvík. Einnig hafa Bandaríkjamenn á Keflavíkurflugvelli haft hug á jarð- varma til' upphitunar þar. Á vegum þessara aðila hafa farið fram ýmsar at- huganir á nýtingu jarðvarma til húsa- hitunar. Má þar nefna athugun Þor- björns Karlssonar, verkfræðings, sem unnin var á á vegum hitaveitunefndar Keflavíkur og Njarðvíkur árið 1961 og áætlun sem Vermir s.f. vann fyrir bandaríkjaher árið 1963. Athuganir þessar beindust í fyrstu einkum að jarð- hitasvæðinu á Reykjanesi, en einnig var talið líklegt að jarðhiti væri fáanlegur í nánd við Stapafell. Upphaf þess fyrirtækis, sem nú er að hefja starfrækslu má rekja til hausts- ins 1971, en þá lét Grindavíkurbær bora tvær holur í jarðhitasvæðið við Svarts- engi í því skyni að afla vatns fyrir hita- veitu í Grindavík. Árangur þessara bor- ana var mjög góður og var strax ljóst að á svæðinu var mun meiri jarðhita að fá en Grindavík hafði þörf fyryir. Vakn- aði þá fljótlega áhugi á að nýta jarð- hitann á svæðinu fyrir fleiri sveitarfé- lög en Grindavík og var komið á fót samstarfi sveitarfélaganna þar um. í janúar 1973 lagði Orkustofnun fram frumáætlun um varmaveitu frá Svarts- engi þar sem m.a. var gerð áætlun um fullnaðarrannsókn jarðhitasvæðisins. í framhaldi af þeirri áætlun voru boraðar tvær holur í svæðið til viðbótar og reist tilraunastöð til að kanna hentugustu leið til nýtingar jarðvarmans. Að bor- unum og vinnslutæknitilraunum loknum var ljóst að við Svartsengi mætti fá nægilegan jarðvarma fyrir hitaveitu í öll byggðalög á Suðlrnesjum. í desember 1973 gengust öll sveitar- félög á 'Suðurnesjum fyrir fundi til und- irbúnings að stofnun Hitaveitu Suður- nesja. Kom þá þegar fram áhugi á að ríkissjóður gerðist aðili að hitaveitunni vegna Keflavíkurflugvallar. Á fundin- um var kosin bráðbirgðastjórn Hita- veitu Suðurnesja. Sú stjórn fól verk- fræðistofunni Fjarhitun h.f. að gera frumáætlun um hitaveitu Suðurnesja og tók upp viðræður við rikisvaldið um aðild ríkissjóðs að fyrirtækinu. Niður- stöður þeirra viðræðna urðu að í des- ember 1974 voru sett á Alþingi lög um hitaveitu Suðurnesja. í Iögunum kemur fram, að eignar- hluti ríkissjóðs í Hitaveitunni er 40%, en 60% skiptast í hlutfalli við íbúa- tölu 1. des. 1974 milli: 1. Keflavík 31.04% Samnlng-anefndir og lögmenn samningsaðila, talið frá vinstri: Benedikt Blöndal, hrl., lögmaður H.S.; Þóroddur Th. Sigurðsson, vatnsveitustjóri; Ingólfur Aðalsteinsson, hita- veitustjóri; Ólafur E. Einarsson, þingm.; Jón Gíslason, verkam.; Jóhann Einvarðsson, híejarstj. í Keflavík, formaður stjórnar H.S.; Kiríkur Alexandersson, bæjarstj. I Grinda- vík; Ingveldur Einarsdóttir, formaður Eandeigendafélagsins; Jónas Aða.lsteinsson, hrl. lögmaður landeigenda; Jón Tómasson, símstjóri og Alfreð Alfreðsson, sveitarstj. í Sandgerði. 2. Njarðvík 8.70% 3. Grindavík 6.11% 4. Miðneshreppur 5.55% 5. Gerðahreppur 3.76% 6. Vatnsleysustrandahr. 2.13% 7. Hafnarhreppur 0.71% Samtals 60% Stjórn Hitaveitu Suðurnesja er þann- ig skipuð, að iðnaðarráðherra og fjár- málaráðherra tilnefna hvor um sig 1 mann í stjórnina, en sveitarfélögin til- nefna 3 menn. Fjarhitun h.f. lauk frum- áætlun um Hitaveitu Suðurnesja í marz 1975. Miðast sú áætlun við hitaveitu fyrir öll sveitarfélög á Suðurnesjum að Hafnarhreppi undanskildum. Áætlun þessi var endurskoðuð í júlí s.l. og náði hún þá einnig til Keflavíkurflugvallar. Heildarkostnaður er áætlaður miðað við verðlag í júlí 1976, 5.13 milljónir króna og skiptist hrnn þannig: Dreifikerfi 1.896 Mkr. Aðveituæðar 1.396 — Dreifist. og miðlun 310 — Virkjun 1.537 — Samtals 5.137 — í áætlun þessari er ekki innifalinn kostnaður við boranir, sem framkvæmd- ar voru áður en Hitaveita Suðurnesja var stofnuð né heldur kostnaður við landakaup. Þann 22. júlí 1975 gerði stjórn Hita- veitu Suðurnesja samning við landeig- endur um kaup lands og jarðhitarétt- inda við Svartsengi. í samningi þessum var kveðið á um að gerðardómur skyldi ákveða gjald fyrir framangreind rétt- indi. Strax þegar samningur þessi hafði verið gerður var hafist handa um undir- búning framkvæmda við hitaveitu í FAXI — 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.