Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1982, Qupperneq 6

Faxi - 01.05.1982, Qupperneq 6
Utla leikfélagið í Garðinum hefurnú starf- að í fimm ár og tekið fyrir 12 verkefni Sýning- ar hafa verið bæði í Garðinum og úti á landi, t.d. vestur á Snæfellsnesi og fyrir austan fjall, en auk þess í Keflavík, Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að geta þess aó félagið sýndi „Þið munið hann Jörund”í Danmörku svo að varla erhægtað segja annað en að starfsemin hafi verið blómleg og til mikils menningarauka fyrir byggðarlagið. Þá var þing Bandalags ís- lenskra leikfélaga haldið i Garðinum árið 1980. Af því tilefni dreifði Utia leikfélagið bæklingi meðal þingheims, þar sem saga félagsins var rakin af Ástu Magnúsdóttur. Faxa fannst mjög tilhlýðilegt að fá þærheim- ildir sem þar var að finna, til birtingar svo og að hún tæki saman það sem á daga félags- ins hefur drifið síðan. Bírtist fyrri hluti grein- arinnarí þessu blaði. Áata Magnúsdóttir. ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR: Litla leikfélagið, stofnun ogl. leikðr—fyrri hluti , ,Lífið á að vera meira en fiskur og vinna99 sagði Bergmann Hugmyndin að stofnun Litla leikfélagsins er komin frá Berg- manni Þorleifssyni, smið í Garðin- um. Honum fannst ríkja ládeyða í menningarlífi byggðarlagsins. Líf fólksins ætti að vera eitthvað meira en fiskur og vinna daginn út og inn. Fékk hann því til liðs við sig þá Torfa Steinsson, nú kennara í Keflavík og Magnús Gíslason verslunarmann, til þess að stofna leikfélag. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins var haldinn að kvöldi hins 21. nóvember 1976. Þar voru lögð fram drög að lögum félagsins og ákveðið að senda út fundarboð til allra þeirra sem lýst höfðu áhuga sínum á stofnun leikfélags í Garðinum. Var ákveðið að boða til stofnfundar laugardaginn 26. nóv- ember 1976 í Gerðaskóla, og voru send út fundarboð til 56 manna. Á stofnfundinn mættu 18 manns. Torfi Steinsson hafði orð fyrir fundarmönnum. Hann nefndi sem fundarstjóra Magnús Gísla- son og greindi síðan frá tildrögum þessa stofnfundar. Síðan voru bornar upp tillögur að lögum fé- lagsins, og voru þær samþykktar eftir að nokkrum atriðum hafði ver- ið breytt. Síðan var haldið til stjórnarkjörs og voru eftirtaldir menn kosnir í fyrstu stjórn félags- ins: Torfi Steinsson formaður, Bergmann Þorleifsson varafor- maður, Helga Ólafsdóttir ritari, Einar Tryggvason gjaldkeri, Sig- ríður Halldórsdóttir meðstjórnandi og varamenn í stjórn Hólmfríður Ólafsdóttir og Sigurjón Skúlason. Fyrsti fundur stjórnarinnar var svo haldinn í Gerðaskóla 5. des- ember 1976. Var þá þegar farið að huga að því að taka eitthvert leikrit til sýninga og var strax stungið upp á að taka eitthvað eftir Jónas Ámason, þá stuttan leikþátt og hafasvo söng og upplestur með. í janúar 1977 var svo ákveðið að sýna „Drottins dýrðar koppa- logn” eftir Jónas Árnason. Jónas var fenginn ásamt Helga Seljan til að vera á sýningum og taka lagið með áhorfendum. Hejgi Seljan flutti æviágrip um höfundinn. Þeir félagar voru á flestum sýningum, og voru leikfélaginu mikill styrkur. Auk þeirra sem búið er að telja upp las Auður Sigurðardóttir upp söguna „Forstandíss” eftir Jónas og tríóið Bóthildur skemmti með söng og leik. Tríóið var skipað þrem ungum mönnum, þeim Hólmberg Magnússyni, Guð- mundi Ola og Brynjari Guð- mundssyni. Sævar Helgason var ráðinn leikstjóri og hófust æfingar 19. janúar. 1. SÝNINGIN Jónas Árnason stjórnaði fjöldasöng Fyrsta leiksýning-hins nýstofn- aða félags var hinn 25. febrúar 1977. Sýnt var í samkomuhúsinu í Garði fyrir troðfullu húsi áhorf- enda. Fyrst var sýndur. leikþáttur- inn „Drottins dýrðar koppalogn” en síðan var söngur og upplestur. Leikendur í „Koppalogninu”, eins og það er oftast kallað eru 14. Með aðalhlutverk fóru þeir Kjartan Ásgeirson, sem lék séra Konráð og Jóhann Jónsson sem lék Georg oddvita. Með önnur hlut- verk fóru: Hreinn Guðbjartsson, Jakob hreppstjóri. Unnsteinn Kristinsson, Davíð skólastjóri. Kristbjörg Hallsdóttir, Kristín kvenréttindakona. Magnús Guð- mundsson, Villi. Sigurjón Skúla- son, Benni. Bragi Ándrésson, Palli. Helga Ólafsdóttir, stelpan. Gísli Eyjólfsson, læknirinn. Torfi Steinsson, Stjáni grafari. Sigríður Halldórsdóttir, Sigríður. Líkmenn léku Brynjar Guðmundsson og Hólmberg Magnússon. Að leiksýningunni lokinni flutti Helgi Seljan æviágrip höfundar, en síðan las Auður Sigurðardóttir upp soguna „Forstandíss” eftir Jónas. Þá tók höfundur sjálfur til máls. Hann flutti gamanmál ýmiss konar og stjórnaði síðan fjölda- söng við undirleik Bóthildar-tríós- ins. Frumsýningargestir tóku svo Torfi Steinsson fyrsti formaöur Litla leikfélagsins og Bergmann Þorleifsson, annar formaður þess, sjást þarna við að vélrita fyrsta fundarboðið, af miklum krafti. (Ijósm. emm) FAXI-78

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.