Faxi

Volume

Faxi - 01.05.1982, Page 20

Faxi - 01.05.1982, Page 20
/ TILEFNIÁTTRÆÐISAFMÆUS HALLDÓRS LAXNESS Á árunum 1937—1939 gaf Lestrarfélagið í Grindavík út tímarit, sem nefndist Mímir. Markmið- ið með útgáfu ritsins var, eins og segir í 1. tölublaði, að reyna að vekja af dvala Lestrarfélagið Mími, er sofið hafði svefni hinna réttlátu um nokkurt skeið. Var ritið selt til ágóða fyrír félagið, á 10 aura eintakið. Ritstjórar voru Einar Kr. Einarsson, skólastjóri, Jochum Eggertsson og Einar Einarsson í Krosshúsum. í 4. tölublaði Mímis frá 1937 er viðtal við Halldór Laxness. Viðtalið hefur Einar Einarsson í Krosshúsum að líkindum átt við skáldið og í tilefni þess að Halldór Laxness r áttræður um þessar mundir, þótti við hæfi að fá það birt hér í Faxa nú. Fer viðtalið hér á eftir: ói. Rúnar Páskaviðtal við HatldórKiljan Laxness, 1937. Tíðindamaður biaðsins heimsótti Halidór Kiljan Laxness þar sem hann dvelur nú yfir páskana, önnum kafinn yfir ritvél sinni. , Þrátt fyrir mikið annríki var skáldið svo vingjamlegt að svara nokkrum spurningum, sem tiðinda- maöur lagði fyrir hann. Kemurframhald af „Ljósi heimsins"? Já, næsta ár mun koma út ný bók, fram- haldssaga af niðursetningnum, sem nú er ekki iengur niðursetningur, eins og þér vitið. Hvers vegna nefnduð þér bókina „Ljós heimsins"? Bókin skýrir frá baráttu skáldsins við heimskuna og tregðuna. Þér notið alveg sérstakt mál í bók yðar, hald- iöþérekki, að það geti aflagað mál hinnar yngri kynslóðar? Ég vona að mál bókarinnar sé auðvelt af- lestrar og spilli ekki málsmekk neins. Á hve mörg mál hafa bækur yðar verið þýddar? Dönsku, þýsku, sænsku, ensku og hol- lensku og verið að vinna að þýðingu á frönsku. Mörgum finnst þér vera svartsýnn í bókum yðar? Það er alltaf sagt að raunsæishöfundar séu svartsýnir. Lífið er ströng barátta, og sögur mínar eru raunsæar. Þegar lifsskilyrði alþjóðar batna verður skáldskaþurinn ósjálfrátt bjart- sýnni. Haldið þér ekki að útlendingar geti fengið of slæmar hugmyndir um (sland við að lesa bæk- uryðar? Það held ég ekki, vesaldómur almennings er i flestum löndum meiri en á íslandi, svo það er ekkert nýtt fyrir útlendinga að heyra um fátækt fólk. Annars er fólkið allsstaðar eins, aðeins ofurlítið breytt á yfirborðinu. Þegar maður er búinn að tala dálitla stund við mann frá t.d. Buenos Aires er maður óðar kominn inn á sama umræðu efni og i samtali við fólk hér í Grindavík. Viljið þér segja ofurlítið frá þessu ferðalagi, sem þið fóruö í sumar? Ég hefi skrifað ofurlítið um það annarstaöar, og ég er líka ónýtur að segja ferðasögur. Það koma náttúrlega fyrir ýms atvik á ferðalagi, en þeim hef ég mest gaman af þegar ég er búinn að skrifa um þau I skálsögum, kannski I ofurlít- ið breyttri mynd. Sumir hneykslast á ýmsu i bók yðar „Ljós heimsins" t.d. 16. kap. Það er með bók eins og jólaköku, jólakökur mega ekki vera eintómar rúslnur, en ef engin rúsína er I þeim, er það heldur engin jólakaka. Hvernig líst yður á Grindavík? Mér líst afar vel á Grindavík. Þar vinn ég betur en víðast hvar annarstaðar, hér skrifaði ég seinni hlutann af „Fuglinn I fjörunni" og „Napóleon Bónaparte" og gerði uppkast að „Ljósheimsins". Eftir kynningu minni af öðrum íslenskum sjó- þorpum, held ég, að Grindavík sé með bestu plássum landsins. Húsin eru rúmgóð og falleg, mættu kannski standa skipulegar. Sjáið þér bömin þarna úti á túninu, öll vel klædd með höfuðföt og skó. Þiö ættuð að sjá pláss eins og Ólafsvík og Bíldudal og Eskifjörð og vfðar þar sem fólk varla hef ur eldsneyti til að kynda undir pottinum með. Vér þökkum herra Laxness fyrir samtalið, óskum honum gleðilegra páska og kveðjum. Fasteignagjöld Hérmeð er skorað á þá sem í vanskilum eru með greiðslu fasteignagjalda til bæjarsjóðs Keflavíkur, að gera skil nú þegar. Verði skil ekki gerð, má búast við upp- boði á viðkomandi fasteignum, sbr. lög nr. 49/1951. Bæjarlögmaður Verslunarfólk á Suðurnesjum Enn ernokkrum vikum óráðstafað í orlofshúsum V.S. í Ölfusborgum og Svignaskarði. Félagar hafið samband við skrifstofuna hið allra fyrsta. Vikuleigan, kr. 700, greiðist við pöntun. Ekki er tekið við pöntunum í síma. Skrif- stofan er opin frá kl. 16 -18. Verslunarmannafélag Suðurnesja - orlofsnefnd - Haf nargötu 28 FAXI - 92

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.