Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 3

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 3
VIGDÍS JAKOBSDÓTTIR: TÓNLISTARFÉLAG KEFLA- VÍKUR 25 ÁRA Þegar ég las í blöðum að Tónlist- arfélag Keflavíkur væri 25 ára, komu ótal minningar upp í hugann og því skrifa ég nokkrar línur af því tilefni, þar sem ég var nú líka for- maður félagsins frá stofnun þess og þangað til ég flutti til Reykja- víkur fyrir níu árum. Skólastjóri var frá upphafi Ragnar Björnsson, en ekki Guð- mundur Norðdahl eins og fram kom í ágætri grein Herberts H. Agústssonar fyrir nokkru. Hins vegar var Guðmundur Norðdahl aðalhvatamaður að stofnun félags- ins og honum var það alveg að þakka að Tónlistarfélag var stofn- að, eflaust hefði það dregist eitt- hvað lengur að Tónlistarskóli kæmi í Keflavík, ef ekki hefði veri þessi brennandi áhugi hans. En hann var ófáanlegur til að vera skólastjóri eða formaður félagsins. Við vorum þrjú sem kenndum fyrst við skólann upp á lofti í Ung- mennafélagshúsinu, Guðmundur Norðdahl, Ragnar Björnsson og ég- Það var mjög erfitt að reka Tón- listarskóla á þessum árum og man ég eftir því, að ég var tíður gestur í Sparisjóðnum til að slá út víxla og gekk það framar vonum. Það var allt annað fyrirkomulag á rekstri Tónlistarskólansþá, heldurenerí dag. Ég hafði alltaf áhyggjur þegar fór að nálgast mánaðamót hvernig ætti að borga kennurunum og húsa- leigu, því þá vorum við flutt í bíl- skúr við Tjarnargötu, en þegar skólinn flutti í núverandi húsnæði / - x Eins og sagt var frá í síðasta blaði Faxa, þá var frú Vigdís Jakobsdóttir hvatamanneskja að stofnun Tón- listarfélags Keflavíkur og formaður þess fyrstu átján ár- in, auk þess sem hún var formaður skólanefndar eftir að félagið stofnaði Tónlistarskólann, þar til hún flutti til Reykjavíkur fyrir níu árum. Einnig kenndi hún lengi píanóleik við skólann. I bréfi er hún sendi ritstjóra Faxa ásamt eftirfarandi grein um Tónlistarfélag Keflavíkur tuttugu og fimm ára, biður hún fyrir bestu kveðjur til allra Keflvíkinga er hún hafði kynni af í margþættum félagsmálum er hún tók þátt í ogþeim er hún kynntist í tengslum við starf manns hennar, Alfreðs Gíslason, sem oddvita, lögreglustjóra, bæjarstjóra og bæjarfógeta. Faxi þakkar Vigdísi bréfið og greinina. Vortónleikar Tónlistarskólans í Keflavíkurkirkju. Stjórnandi er Árni Arinbjarnar en viö píanóið er Ester Ólafsdóttir. Frá vinstri eru blásarar Viktor Kjartansson og Helga Jakobsdóttir. A fidlu leika Ólöf Ingólfsdóttir, Vilfríður Porsteinsdóttir, Kalla Björg Karlsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Jóhanna Erlings- dóttir, Agústa Jónsdóttir, Guðbjörg Þórisdóttir og einn bandarískur nemandi (nafn óþekkt). Celloleikari er Rúna Guðmundsdóttir. Ríkarður Órn Pátlsson leikur á kontrabassa, á fagott leiktir Siguróli Geirsson, á þverflautu Magneu Pórsdóttir og á klarinell leikurJón Már Sveinsson. Vigdís Jakobsdóttir breyttist að sjálfsögðu öll aðstaða. Skólinn var mjög heppinn að fá jafn færan mann eins og Ragnar Björnsson fyrir skólastjóra. Hann sá um að kennt væri eftir sömu námsskrá og í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Man ég eftir að við höfðunt marga alveg stórkostlega nemendur, sem eru mér mjög minnisstæðir. Þegar Tónlistarfélagið var stofn- að söfnuðum við styrktarmeðlim- um og gekk það furðu vel. Styrkt- armeðlimum var lofað tveim að- göngumiðum á þrenna tónleika yfir veturinn og var alltaf staðið við það meðan ég bjó í Keflavík. Ég hefi frétt að Tónlistarfélagið standi fyrir fáum slíkum tónleikum lengur og finnst mér það vera um mikla afturför að ræða. Sinfóníuhljóm- sveit íslands kemur að vísu til Keflavíkur, eins og hún fer víða um landið. Mig langar að minnast á nokkuð af því listafólki sem hélt hljóm- leika á vegum Tónlistarfélagsins meðan ég bjó í Keflavík. Minnist ég þá heist söngvar- anna: Guðrún A. Símonar, Magn- ús Jónsson, Guðmundur Jónsson, Framhald á bls. 52 Taliðfrá vinstri: Árni Arinbjarnarson kennari, Ragnar Björnsson skólastjóri, Ólöf "gólfsdóttir, við fidlunám, og Gróa Hreinsdóttir undirleikari. Blokkflautunemendur árið 1974. Frá vinstri: Hildur Árnadóttir, Jóhann Smári Sœvarsson, Ólöf Björg KrLstjánsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Birgilta Bára Hassenstein, Lilja Jónsdóttir, Ósk Porsteinsdóttir, ÓlafiaSigurpálsdóttir, KristínG. Njálsdóttir, Asta Kristmannsdóttir og Dagný Kristmannsdóttir. FAXI - 31

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.