Faxi - 01.01.1986, Page 4
Horft yfir Jenlsalem. Gamla borgin, innan mtíra, í forgrunni. Klettamoskan
með hvolfþakinu. Gullna hliðið til hœgri á mUrnum.
Gurion flugvelli stráðu ísraelarnir
salinn bleikum blómum. Allir
fengu blóm í barminn og kórinn
þakkaði fyrir sig með því að taka
lagið.
Þreyttir ferðalangar voru fegnir
að komast fjótt í gegnum vega-
bréfa- og tollskoðun og að því
búnu var haldið , ,upp til Jerú-
salem“ í tveimur langferðabflum.
Shalom hótelið í Jerúsalem var
fremur lífvana þegar okkur bar að
garði, en það lifnaði yfir því þegar
leið að jólum og gestum
fjölgaði.Aöbúnaöur og matföng
voru góð að öðru leyti en því að
fremur kalt var á herbergjunum
fyrst í stað og ég varð fyrir þeirri
reynslu ásamt fleirum að festast
þar í lyftu. Jerúsalem, borg
friðarins, borg þriggja eingyðis-
trúarbragða, kristni, gyðing-
dóms og múhameðstrúar, stend-
ur 800 m yfir sjávarmáli og því
var þar fremur svalt í veðri.
III. Landið
Mestur hluti ísraels, sem er um
22.500 ferkflómetra landsvæði,
var áður breskt umráðasvæði.
Israelsríki var stofnað 1948, en
landamærin breyttust eftir 6 daga
stríðið 1967, þegar ísraelsmenn
tóku vesturbakka Jórdan og
Gasasvæðið en létu Egyptum eftir
Sínaí. Landið er 418 km langt og
112 km þar sem það er breiðast,
tæpur íjórði hluti íslands. Það
nær yfir strandlengju með fram
Miðjarðarhafsbotni og hæðaland
Palestínu, hluta Jórdandalsins og
hina víðáttumiklu Negev-eyði-
mörk í suðri. Norðarlega er
Jesreel sléttan sem kölluð hefur
verið „brauðkarfa ísraels“. Veru-
legur hluti landsins er grýttur og
hulinn kalksteini og gefur því
ekki fögur fyrirheit. Arnar eru
aðeins þrjár og renna í Miðjarðar-
hafið nema Jórdan sem tengir
Genesarevatnið og Dauðahaftð. í
ísrael eru sumrin heit og þurr en
vetumir mildir og votviðrasamir.
Við sluppum þó við rigningu að
mestu nema einn dag. Gámng-
arnir höfðu á orði, þegar tók að
rigna, að nú hefði einhver fengið
sér svínakjöt. En eins og flestir
vita er sú fæða ekki hrein
,,kocher“ í augum Gyðinga. Þess-
ar matarvenjur eru enn virtar
m.a. í hemum, en hinu geta menn
haldið fyrir sig hvort þessi læti í
veðrinu hafi verið út af fleskbita!
Mest rignir í norðurhluta lands-
ins, enda hafa ísraelar komið upp
áveitukerfi sem liggur frá Genes-
arevatni suður í Negeveyðimörk,
auk þess sem áveitusvæði eru
meðfram Jórdan. Áveitukerfin
sýna framtak og dugnað þjóðar-
innar.
IV. Þjóðin
Flestir Gyðinganna í ísrael eru
innflytjendur, um ein milljón frá
60 þjóðlöndum. Þeir koma úr
dreifingunni svokölluðu. Ibúa-
talan er nú eitthvað um 2.5 millj-
ónir. ísraelar hafa því fjölþætt
menningarlegt baksvið. En trúin
og þjóðemishyggjan sameinar þá
auk þess sem hebreskan hefur verið
innleidd sem opinbert mál. Það er
kennt á hebresku í skólum lands-
ins. Að öðru leyti er ísrael eins og
vestrænt nútímaríki. Lífsafkom-
an er yfirleitt góð, lýðræðið á sér
djúpar rætur og félagsleg þjónusta
er á háu stigi. Sjúkrastofnanir em
með þeim bestu í heiminum. Sem
dæmi mætti nefna að ísraelskir
læknar hafa snarlækkað bama-
dauða á arabísku landsvæðunum
ílsrael. Menningarlíferblómlegt,
eins og við fengum að kynnast í
ferðinni og stéttaskipting er ekki
mikil. Flestir Arabar í ísrael eru
Múhameðstrúar, af Sunníta trú-
flokkinum, en þar búa einnig
kristnir Arabar. Drúsarnir, trú-
flokkur sem klofnaði frá Múham-
eðstrú á 11. öld búa í Galfleu.
Skólaskylda er frá 5 til 14 ára
aldurs. 1953 var komið á sam-
ræmdu skólakerfi í þeim skólum
sem þá voru fyrir. í Israel eru 160
Thlmud skólar og innflytjendum
er ekkert kennt nema hebreska
fyrstu tvo mánuðina eftir komuna
til landsins.
Æðri menntastofnanir eru
Hebreski háskólinn í Jerúsalem,
sem var opnaður 1925, Bar Ilan
háskólinn í Tél Aviv, stofnaður
1956 og tækniháskólinn í Haifa
sem var opnaður 1924.
V. Efnahagslíf
ísrael er ekki ríkt af auðlindum
og miklir efnahagsörðugleikar
hafa fylgt landinu frá 1948. 655
FRAMHALD Á BLS. 30
/ fœðingarhellinum.
Grátmúrinn, Klettamoskan í haksýn.
4 FAXI