Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1986, Page 17

Faxi - 01.01.1986, Page 17
þeirra hjóna er 4 mánaða gamalt um þær mundir. Ekki man ég glöggt hvernig bæj- arhús litu út að utan. En ég man vel hversu mikið mér fannst koma til alls inni, allt hreint og fágað, hvít rúmfötin, gólfið hvítþvegið og allt eftir því. Ég var feiminn en þó svaraði ég því sem um var spurt. Meðal annars spurði húsbóndinn mig hvort ég þekkti Halldór Þor- steinsson. Ég hélt nú það, ég hafði átt heima í sama húsi þangað til 1917. Égóskaði þess í hljóði, að ég mætti vera vikadrengur á þessu heimili yfir sumarið. Allt tal þessa fólks vitnaði um mannlega hlýju og tillitsemi við þann smáa, það kom fram í því hvernig það tók mér. Svo var einnig umtalsefnið. Það talaði um bækur, og efni þeirra. Ég man að það talaði um 1‘orgils gjallanda, Jón Stefánsson, og bók eftir hann, sem ég man ekki hvað hét. IJjónin í Fljóts- tungu hétu: Kristín Pálsdóttir og Bergþór Jónsson. Þau voru bæði sérstaklega aðlaðandi persónur og falleg. Attu þau mörg börn og er Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, einn af þeim. Enn í dag hlýnar mér um hjartarætur, þegar ég hugsa til fólksins í Fljótstungu, sem þar bjó íjúní 1920. En ekki er öll sagan sögð. Nú var eftir að leggja á hestana. Þegar Jón Páls- son sá reiðverin, sem ég varð að sætta mig við, gat hann ekki orða bundist. Hann kallar í son sinn og spyr hann hvort ekki sé hnakk- púta til, sem skjóta megi undir drenginn. Það er ekki hægt að láta drenginn sitja á þessum ijanda. Eftir stundarkorn kom Bergþór út úr skemmunni með ágætan hnakk og sagði að kannskc yrði einhver á ferðinni steinna, þá mætti koma hnakknum til skila. Eg ætla ekki að lýsa þeim mismun sem var á að sitja í hnakknum eða á reiðingsdýnunni. Það má segja að fólkið í Fljótstungu hafi ekki gert það endasleppt við mig. Það var siður í sveitinni að kveðjast með handabandi, og jafnvel með kossi. Alla kvaddi ég Weð handabandi, en um leið og ég tók í hönd húsfreyjunnar, lét hún orð falla um að þau hjón þurfi að táða vikadreng næsta sumar, hvort ég væri fáanlegur. Eg þoröi ekki að svara, en ekkert varð úr því. Nú var haldiðaf stað heim, og segir ekki meira af því. Komin var nótt þegar ég kom heim að Kolls- læk. Allt var lokað og læst og gekk mér illa að vekja fólkið, en að lokum hafðist það. Þessi koma nún að Fljótstungu er mér enn í fersku minni, og hlýju handtökin °g viðmót þessa góða fólks eru mér einnig minnisstæð. Keflavfk, maí 1984. ÁRNAÐ HEILLA ARNHEIÐUR MAGNUSDOTTIR 85 ÁRA ,,Hinn fórnandi máttur er hljódur.“ (D.St.) Þessi fleygu orð þjáðskáldsins frá Fagraskógi koma mér gjarnan í hug, þegar ég minnist Arnheiðar Magnúsdóttur frá Garðbæ í Innri- Njarðvík og virði fyrir mér þann lífsferil, sem hún hefir nú lagt að baki. En hún átti áttatíu og fimm ára afmæli nú nýverið, nánar til- tekið 2. september síðast liðinn. Árnheiður er fædd í Narfakoti í Innri-Njarðvík. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Pálsson, út- vegsbóndi og Steinunn Olafsdótt- ir. Þau eignuðust 5 börn. Einn drengur dó í l'rumbernsku. Hin komust til fullorðinsára. Elstur þeirra var Kristinn, málarameist- ari í Hafnarfirði, látinn fyrir nokkrum árum. Næstur honum var Sigurbjörn, hann fórst 22. febrúar 1918 með m.b. Nirði frá Innri-Njarðvik, aðeins tvítugur að aldri. Arnheiður var næst honum í aldursröð og yngstur er Guðni, málarameistari í Keflavík. Árið 1904 flutti Árnheiður með foreldrum sínum að Garðbæ í Innri-Njarðvík og þar ólst hún upp. Þegar Árnheiður var rúmlega tvítug lamaðist móðir hennar og var rúmliggjandi sjúklingur upp frá því, síðustu 20 árin, sem hún lifði. Árnheiður var eina dóttirin og því leit hún á það sem sitt eðli- lega og sjálfsagða hlutverk að taka að sér forsjá heimilisins og hjúkr- un móður sinnar. Á þeim árum var ekki um annað að ræða, a.m.k. ekki úti á landsbyggðinni, en að langlegusjúklingar lægju í heimahúsum og nytu þeirrar að- hlynningar þar, sem hægt var að veita þeim. Steinunn var oft og tíðum þreytt og þjáð í sinni ára- tuga löngu legu, en hún æðraðist aldrei og heyrðist aldrei kvarta. Fegurð og rósemd lýsti af andliti hennar, þar sem hún lá ósjálf- bjarga á koddanum sínum umvaf- in kærleika dótturinnar, sem allt vildi fyrir móður sína gera til þess að létta henni sjúkdómsbyrðina sáru og þungu og gera henni lífs- stundirnar svo bjartar, sem fram- ast var kostur á. Steinunn andað- ist 18. júní 1944, þá orðin 82 ára. Áður en Steinunn veiktist hafði Árnheiður þegar kynnst og kom- ist í snertingu við hjúkrun sjúkra gamalmenna á heimili sínu. Árið 1911 kom að Garðbæ til dvalar þar áttræð kona, Sigríður Sigurð- ardóttir. Hún lést þar á heimilinu árið 1929, 98 ára gömul. Oglengst af þeim tíma hafði hún verið rúm- liggjandi. Skömmu eftir að Sigríður kom í Garðbæ tók Steinunn aldraða móður sína Guðnýju Vilhjálms- dóttur til sín. Hún var þá orðin mjög lasburða og lá í rúminu að mestu leyti það sem hún átti eftir ólifað. Hún andaðist árið 1916. Af því sem nú hefir verið sagt má auðveldlega ráða, hvert hlutskipti Árnheiðar hefir öðru fremur verið fyrri hluta ævi hennar. Það var fólgið í þjónustu og fórn í þeim mæli, sem flestum nútímamönn- um er áreiðanlega ofvaxið að gera sér grein fyrir og skilja. En sjálf leit Árnheiður ekki á þessa fórn- arþjónustu sína sem neina byrði eða skyldukvöð, svo eðlilegt og ljúft var henni að láta hinn fórn- andi kærleika ráða stefnunni í lífi sfnu. Enn má geta þess, að Magnús faðir Árnheiðar andaðist 86 ára gamall árið 1950. Hann var rúm- liggjandi heima í Garðbæ þrjú síð- ustu árin sem hann lifði. Éinnig hann naut hjúkrunar þýðra l<ær- leikshanda dóttur sinnar. Um þetta leyti verður mikil breyting á högum Árnheiðar Magnúsdóttir., Hún var nú komin fast að fimmtugu og því tími til kominn að hún færi að hugsa eitt- hvað um sjálfa sig. Og þetta sum- ar, hinn 16. júní 1950 gekk hún að eiga góðan dreng, Árna Sigurðs- son, ættaðan úr Borgarfirði eystra. Með Árna var dóttir hans frá fyrra hjónabandi, Guðríður, og reyndist Árnheiður henni sem besta móðir. Hjónaband þeirra Árnheiðar og Árna hefir verið far- sælt, fagurt og hamingjuríkt. Þau bjuggu fyrst í Garðabæ, en um 1960 fluttu þau í nýtt hús, sem þau byggðu að Kirkjubraut 17 í Innri-Njarðvík og þar hafa þau átt heimili sitt, fagurt, hlýtt og vist- legt, fram til þessa dags. Þau hjónin eru bæði félagslynd og hafa starfað talsvert að félags- málum. Á þeim vettvangi hefir hugur þeirra einkum beinst að Innri-Njarðvíkurkirkju og mál- efnum hennar. Þau voru bæði meðal stofnenda kirkjukórsins og sungu í honum fram á síðustu ár. Árnheiður var kjörin í sóknar- nefnd Innri-Njarðvíkurkirkju ár- ið 1948 og gegndi hún því starfi allt til ársins 1976. Vann hún og heiðurskonan Vilhelmina Bald- vinsdóttir, eftir að hún kom í sóknarnefndina 1952, mikið og blessað starl'fyrir kirkjuna. Ræst- ingu hennar önnuðust þær endur- gjaldslaust, og hvenær sem kirkjan þurfti einhverrar þjón- ustu við, þá voru þær alltaf reiðu- búnar til þess að leggja henni lið- semd sína. Eftir að Vilhelmína missti heilsuna tóku þær Árn- heiður og María Þorsteinsdóttir höndum saman kirkjunni og starfi hennar til heilla. í systrafélagi kirkjunnar hefir Árnheiður einnig starfað af sinni eðlislægu fórnfýsi og þeim dugn- aði, sem alltaf hefir einkennt hana, hvar sem hún hefir lagt hönd á plóginn. Árið 1976 hætti Árnheiður störf- um í sóknarnefnd. En kirkjan á hug hennar enn sem fyrr. Þangað heíir hún sótt styrkinn og bless- unina til fórnarstarfs og kærleiks- þjónustu á þeirri leið, sem nú ligg- ur henni að baki. Guð blessi þig, elsku Adda mín, á þessum tímamótum í lífi þínu. Hann gefi þér og ykkur hjónunum marga góða og bjarta daga á ófar- inni vegferð ykkar. Vináttu ykkar, elskusemi og órofa tryggð vil ég svo að lokum heils hugar þakka. Þar er um þau verðmæti að ræða, sem aldrei verða metin svo sem vert væri. Björn Jónsson. FAXI 17

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.