Faxi - 01.01.1986, Síða 30
Jórsalaför Kórs Keflavíkurkirkju
---------------------FRAMHALD AF BLS. 4------
þúsund innfæddir Gyðingar
þurftu þá að taka við hundruðum
þúsunda innflytjenda, sem sett-
ust að í landinu flestir illa á sig
komnir, aldraðir og sjúkir. Auk
þess fór verulegur hluti fjármuna
og mannafla í hernaðarútgjöld,
sem skýrir þá miklu verðbólgu
sem verið hefur í ísrael. Enda má
segja að dollarinn hafi gengið þar
betur en shekelinn. Aðeins óbug-
andi dugnaður þjóðarinnar og er-
lend aðstoð hefur treyst þjóðar-
búskapinn.
Verkalýðsfélagið Histradrut
hefur gegnt mikilvægu hlutverki.
Það var stofnað 1920 og helming-
ur íbúanna eru íelagar.
Histadrut á iðnfyrirtæki, rækt-
arlönd og önnur samvinnufyrir-
tæki. Félagið hefur séð um fjár-
magn, stjórnun og mannafla í
mikilvægum verkefnum. Áveitu-
svæðin jukust úr 30 þús. hektör-
um 1949 í 140 þús. hektara 1961
og frekari aukning stefnir í að fjór-
falda uppskeruna. Þetta er eitt af
„máttarverkum nútíma ísraels“,
Upp á þaki Grafarkirkjunnar er þetta aðsetur cþfópskra munka. Einn þeirra,
Salomo, kemurgangandi íáttina til okkar. Hann las frásögn Postulasögunnar
um Filippusoghirðmanninn frá Eþíópíu á móðurmálisínu ikirkju munkanna.
(Post.8:26-40).
eins og Laila, norsk ættaði leið-
sögumaðurinn okkar, kallaði það.
Geri aðrir betur.
Enda þótt Negev eyðimörkin sé
talin vera ræktarsvæði framtíðar-
innar, þá er Jesreel-sléttan (eða
Esdralonsléttan) enn stærsta
brauðkarfa Israels. Þeir rækta
SKVGGNST UNPIk
WUZBO&PIP
Einn liður í þeirri þjónustu Hamþiðjunnar að miðla upplýsingum um eiginieika
og notkun veiðarfæra, er útvegun og dreifing myndbanda.
Nú bjóðum við fimm áhugaverð myndbönd á kostnaðarverði:
1. I TUMUNASAMiaH&m
2. FtSKUM íTtZOLU
3. FISKAP MFP PMAGMOT
4. POMSKANET
5. TOGVeiPAtZFAEKIP
. FISKUR 1 ITROLLI WM 1
1FISKAÐMEÐ 1 ORAONOT S! J
| ÞORSKANET mm |
■ FÆRIO
Nánari upplýsingar veitir söludeild Hampiðjunnar.
HAMPIÐJAN
Box 5136, 125 Reykjavík, sími28533
korn, grænmeti, ávexti, baunir,
olífur, döðlur og skepnufóður.
Samyrkjubúin, kibbútsarnir,
hafa reynst happadrjúg og rekstur >
þeirra gengið vel. En mestur hluti
landsins er í eigu ríkissjóðs
(Jewish National Eund). ísraels-
menn hafa reist olíuorkuver sem
einnig er hægt að knýja með kol-
um. Olíuna kaupa þeir að, þar
sem þeir fá hana ekki keypta í
Arabalöndunum í nágrenninu.
Eitthvað fannst þó af olíu í
Negeveyðimörkinni 1955.
VI. Stjómmál
Við urðum vör við átök innan
ríkisstjórnarinnar meðan við
dvöldum í ísrael. Ágreiningur var
kominn upp milli forsætisráð-
herrans, Peresar, sem er social
demokrati og Sharons, sem er í
Likutbandalaginu. Peres stóð í
friðarviðræðum við Hussein
Jórdaníukonung, en um það var
deilt.
Samkvæmt samningi ríkis-
stjórnarinnar, sem gerður var við
stjórnarmyndun, stóð til að
Shamir, formaður Likutbanda-
lagsins tæki brátt við sem forsæt- *
isráðherra. Ýmsir öfgahópar eru
nú komnir í Kneset, ísraelska
þingið, m.a. flokkur sem hefur
það á stefnuskrá sinni að enginn
Arabi sé góður nema hann sé
dauður. Laila, leiðsögumaðurinn
okkar, sagðist ekki vera á móti
Aröbum, heldur hryðjuverka-
mönnum. Það er uggvænlegt ef
öfgaöflum eykst fylgi.
Palestínuvandamálið verður
best skilið í ljósti þess fjölda land-
flótta Araba sem settust að f S-
Líbanon eftir 6 daga stríðið. Þar
beitti Sharon síðan óþarfa hörku
og var í kjölfar þess settur af sem
varnarmálaráðherra. Vonandi
koma þau stjórnmálaöfl til með að
ráða ferðinni sem vilja bera klæði
á vopnin.
Arabar í ísrael njóta lýðréttinda,
sem aðrir þegnar ríkisins, en þeir
gegna ekki herþjónustu. Sam-
band trúarbragða og ríkis er ekki
meira en í vestrænum ríkjum. í >
ísrael er fullt trúfrelsi. Gyðing-
dómurinn er ekki ríkistrú, þótt
sabbatinn sé virtur og ýmsar lög-
málsreglur um hreint og óhreint,
heilagt og vanheilagt. í því sam-
bandi má geta þess að E1 A1 flug-
félagið flýgur ekki meðan sabbat-
inn stendur yfir.
VII. Ferðast um Israel
Ég fór með þeim ásetningi til
ísraels að huga bæði að sögu og
30 FAXI