Faxi - 01.01.1986, Síða 32
Ljósmyndastofa Suöurnesja
HAFNARGÖTU 79 - SÍMI 2930 - KEFLAVÍK
Klettamoskan kemur nú næst á
eftir Kaaba musterinu í Mekka að
helgi. Moskan stendur á Moría
klettinum, þar sem Abraham er
sagður hafa undirbúið fórnina á
ísak og þar sem Múhameðstrúar-
menn álíta að Múhameð hafi stig-
ið til himins. Við sáum einnig til-
sýndar Al-Aqsa moskuna sem var
byggð skömmu síðar og ætluð
fyrir sameiginlega tilbeiðslu
Múhameðstrúarmanna.
Laugardaginn 21. des. fórum
við til Betaniu, Jeríkó og Dauða-
hafsins. Veðrið var með eindæm-
um gott þennan dag. Betanía er
aðeins 3 km austur af Jerúsalem
í austurhlíðum Olíufjallsins. Á
leiðinni sáum við Kidron dalinn,
þar sem Jesús hefur oft farið um
til Getsemane og Betaníu. Dalur-
inn tengist hugmyndum um hinn
hinsta dóm og er eftirsótt grafar-
stæði hjá Gyðingum, Múhameðs-
trúarmönnum og kristnum
mönnum. Allt frá 4. öld hefur
Betanía borið nafnið ,,E1 Azar-
ieh“, þar sem bærinn var heimili
Lasarusar og systra hans Maríu
og Mörtu. í Betaníu bjuggu hinir
fátæku sem Jesús vitjaði oft. Öll
könnumst við við orðaskipti Jesú
við Mörtu um góðan hlutann sem
María valdi. (Lúk.10:38-42). í því
sambandi hefur verið sagt að ekki
beri að áfellast Mörtu heldur lofa
Maríu. (Pars Martam non repri-
henditus sed Mariam laudatur). í
Betaníu greinir hjálpræðissagan
frá því að Kristur haft reist Lasar-
us frá dauðum (Jóh.ll:l-44) og
María smurt Jesú með dýrindis
smyrslum. Leyfar tveggja kirkna
frá býzantíska tímanum og einnar
kirkju frá krossfarartímanum
fundust í Betaníu árið 1949. Sú-
kirkja sem nú ber fyrir augu var
reist 1952 á rúsum fyrri kirkna.
Það er táknrænt að yfir aðal altar-
þess atburðar minnst með skrúð-
göngu pílagríma.
Við hófum ferðina um gömlu
borgina í hverfi Armena, fórum
síðan um hverfi Araba yfir í Gyð-
ingahverfið, sem var greinilega
snyrtilegast.
I Gyðingahverfinu sáum við
m.a. múr sem próf. Avigad fann
1970 og talinn er vera frá tímum
Hiskía konungs, sem ríkti seint á
8. öld fyrir Krist. Einnig sáum við
minjar verslunargötu frá tímum
Rómverja.
Þennan morgun gengum við
hluta af Via dolorosa, án þess að
slást í för með öðrum. Við num-
um staðar við nokkra staði úr písl-
arsögu Jesú, en þeir eru 14 alls,
níu þeirra er getið í guðspjöllun-
um en 5 í hefðinni. TVeir þeirra
eru innan dómgarðs Anatoniu,
þar sem Jesús var dæmdur til
dauða, sjö á leiðinni til Golgata og
fimm innan Grafarkirkjunnar,
þar sem við lukum ferðinni. Á
leiðinni söng kórinn sálm Davíðs
Stefánssonar: ,,Eg kveiki á kert-
um mínum“. Þessi morgunstund
verður mér ógleymanleg.
Skammt frá Grafarkirkjunni er
Erlöserkirche, þýsk lútherska
kirkjan í Jerúsalem, þar sem við
sungum hátíðarguðsþjónustu á
jóladag.
Heilsuhœli við Dauðahafið. Massada (baksýn.
Síðdegis fóru margir Via dolo-
rosa með Fransiskana munkun-
um, sem hefja gönguna kl. 15 á
hverjum föstudegi. Þeir fóru mjög
hratt yfir og því erfitt að fylgja
þeim eftir í mannþrönginni.
Kórinn tók ekki þátt þar sem
hann var að undirbúa sig fyrir
upptöku hjá breska útvarpinu,
BBC, en sú upptaka fór fram í
Anglikönsku kirkjunni í Jerú-
salem um kvöldið. Það er mikil
upphefð fyrir kórinn að syngja í
BBC, en dagskránni verður út-
varpað um næstu jól. Söngurinn
og upptakan tókst með miklum
ágætum.
Þennan dag bar margt fyrir
augu. Við sáum Grátmúrinn sem
er hluti af múr sem Herodes reisti
kringum annað musterið 20 f.Kr.,
musterið sem 'lútist eyddi 70
e.Kr. Gyðingar endurheimtu
Grátmúrinn eftir 6 daga stríðið. Á
árunum 1948—1967 fengu þeir
ekki að koma að Grátmúrnum,
þar sem hann var í Jórdanska
hluta Jerúsalem. Þannig var
þessu einnig farið á tímum
Rómverja, en á Byzantíska
tímanum fengu þeir að koma að
honum einu sinni á ári.
Grátmúrinn er tákn áfalla, en um
leið trúar og þolgæðis Gyðinga
gegnum aldirnar.
I fjarlægð sáum við hina til-
komumiklu Klettamosku, mosku
Ómars, sem var byggð í lok 7.
aldar af Merwan kalífa í þeim til-
gangi að gera Jerúsalem að álíka
helgistað Múhameðstrúarmanna
og Mekka.
Við gröf Lasarusar í Betanfu.