Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1986, Side 33

Faxi - 01.01.1986, Side 33
Nasaret. inu standa orð Krists: „Ego sum resurrectio et vita“. „Égeruppris- an og lífið“. A leiðinni til Jeríkó komum við að húsi miskunnsama Samverj- ans. Þar fóru nokkrir á bak úlf- alda við mikinn fögnuð áhorf- enda. Sagan um miskunnsama Samverjann riijaðist upp fyrir okkur (Lúk.l0,29ff). Hörmuleg afdrií' Samverjanna komu í huga minn, en þeir fengu ekki að taka þátt í endurreisn musterisins á 6. öld f.Kr. og byggðu þá sitt eigið musteri á Gerezim fjalli. Við fjall- ið búa enn í dag um 400 Samverj- ar sem viðurkenna aðeins Móse- bækurnar. Þeir hafa einangrast og úrkynjast vegna innbyrðis gift- inga. Of langt mál yrði að greina hér ítarlega frá Jeríkó. Magnús Magnússon gerir það rækilega í bók sinni: A söguslóðum Biblí- unnar. IJann ræðir m.a. um hvernig Hebrearnir tóku Jeríkó og fleiri borgir, en um það hafa verið skiptar skoðanir. 'IVo kunn- ustu fornleifafræðinga ísreala greinir á um þetta atriði. Dr. Yigael Yadin heldur því fram að borgin hafi verið tekin með árás en dr. Yohanan Aharoni telur að taka borgarinnar og landnámið hafi gengið friðsamlega fyrir sig. TVö ólík sjónarmið sem að áliti Magnúsar lýsa lífsviðhorfum fornleifafræðinganna sjálfra. I Jeríkó var vagga menningar- innar, þar má rekja leyfar um 20 borga allt aftur til 7000-10000 fyrir Krist. Sagan um Kain og Abel, akuryrkjumanninn og hjarðmanninn kemur ósjálfrátt í hugann. Jeríkó geymir þau menningarsögulegu umskipti er hirðingjar tóku að setjast að og stunda akuryrkju. I Jeríkó sáum við virkisturn frá nýsteinöld um 10000 fyrir Krist. Thlið var að Hebrear hefðu tekið borgina um 1250-1225 f.Kr., en nú álítur forn- Upptaka ( Anglikönsku kirkjunni (Jerúsalem. Sungið jyrir BBC. leifafræðingurinn Kathleen Kenyon að borgirnir Jeríkó og Ai hafi verið í rústum er þær voru teknar af Hebreum um 1300 f.Kr. Dr. Yigael Yadin dregur þessar niðurstöður Kenyon og Aharoni mjög í efa. I nokkurri fjarlægð frá Jeríkó sáum við Freistingaíjallið eða Qarantal íjallið, þar sem talið er að Jesús hafi lifað sinn reynslu- tíma í eyðimörkinni (sbr. Lúk. 4:1-13). Á 6. öld var þar reist kirkja í austurhlíðum ijallsins yfir helli sem Jesús er talinn hafa dvalið í. Þessi kirkja var yfirgefin á 13. öld, en 1874 byggðu grísk- orthodoxir munkar klaustur þarna, sem við sáum í hlíðum fjallsins. Flotið dn fyrirhafnar. Myndir: Ó.O. Jónsson og Kr. Jónsson. Jeríkó er gömul vin með blóm- legri ávaxtarækt og framámenn hafa átt þar sumarhús. Við ferða- langarnir áttum því erfitt með að standast freistingarnar við Freist- ingafjallið, eftir að við höfðum skoðað fornminjarnar. Við héld- um þó um síðir af stað frá Jeríkó til Dauðahafsins. Það er 457 m undir sjávarmáli. Hitinn var því notalegur, enda blíðskaparveður allan daginn. Dauðahafið er 75 km langt og um 16 km á breidd. Það ber nafn með rentu þar sem NJARÐVIKURBÆR FASTEIGNA- GJÖLD Fasteignagjöldum verður skipt niður á fimm gjalddaga, þ.e. 15. jan.# 15. feb., 15. rnars, 15. apríl og 15. maf. Þeir gjaldendur sem ætla að nota sér þessa fimm gjalddaga, verða að standa í skilum með hvern, annars fellur öll skuldin í gjalddaga. Ðæjarsjóður - Innheimta. FAXI 33

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.