Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 9

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 9
KEFLAVIK AGRIP AF ABUENDATALI JARÐARINNAR Bújörðin Kaupstaðurinn Keflavík stendur við samnefhda vík er markast af Hólmsbergi að norðanverðu, af Vatnsnesi að sunn- anverðu, og gengur inn úr vestanverðum Stakksfirði, en svo nefnist syðsti hluti Faxaflóa, sem afmarkast af Rosmhvalanesi að vestanverðu og Kvíguvogastapa að austanverðu. Helgi S. Jónsson stofnandi og lengi félagsforingi skátafélagsins Heiðarbúa í Keflavík, og mikill framámaður í ýmsum öðrum fé- lagsmálum, lýsti Keflavík svo í upphafi útvarpserindis 1942, er síðan birtist í Faxa: ,,Landið umhverfis Keflavík er mjög hrjóstrugt, eins og reyndar Reykjanesskaginn allur, næst eru uppblásnir melar og þegar lengra dregur, taka við sandar og hraun. Útsýni er aftur á móti vítt og fag- urt - beint á móti blasir við eitt fegursta fjall á landinu — þúsund- lita fjallið Esja — og Akrafjall og Skarðsheiðin að baki. Lengra til suðurs blánar Heng- illinn og Vífilsfell, svo rísa smá- fjöll Reykjanesskagans yfir hraunið og ber IVölladyngju og Keili þar hæst, og í norðri rís Snæ- fellsjökull úr hafi. Á kyrrum síðkvöldum laugast suðurfjöllin lifandi litum og á sl<ammdegismorgnum leikur sól- in sínum gullna logaleik í skýjun- um fyrir ofan, — það er fallegt í Keflavík þegar vel viðrar. Guðlei/ur Sigurjónsson greinarhóf- undur í Keflavík gnauða líka vindar allra átta. Landsynningur og út- synningurinn hlaupa óhindrað yfir lágan skagann og norðan- stormurinn stendur beint uppá víldna, — þá þeytist sjórokið ylir bæinn, og þeim sem ókunnugir eru íinnst þá ömurlegt um að lit- ast. Svona hefur þetta verið frá alda- öðli, þeir bera því vitni klettarnir á Vatnsnesinu og Berginu, þeir eru brimsorfnir langt inn til lands." Jörðin Keílavík var ekki stór. Með sjávarsíðunni afmarkast hún að norðan af, .Gróíinni" sem næst er Berginu, að sunnanverðu af Nástrandarrás, sem aðrir kalla Nærstrandarrás, eða þar sem nú er neðsti hluti Tjarnargötu. Landamerkin að norðanverðu voru bein lína dregin úr Gróf upp í „Keflavíkurborg" en svo nefnist gamall stekkur á holtinu upp af Mikiö úrval crf grafík og málverkum eftir þekkt listafólk Einnig postulín og fleira til fermingargjafa ^^ <^i Innnommun SuDunnesjn Vatnsnesvegi 12 — Keflavík. Sími 3598. 45 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.