Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1986, Side 14

Faxi - 01.06.1986, Side 14
sem unnið er að núna, byggingu lang- legudeildar við Sjúkrahúsið. Sem betur fer hafa sveitarfélögin svo og þeir flokk- ar sem sæti eiga í bæjarstjórn tekið höndum saman til að tryggja framgang þessa máls. Ég vona því að fram- kvæmdir geti hafist sem allra fyrst. Málefni aldraða Við munum vinna áfram markvisst að málefnum aldraðra m.a. með bygg- ingu þjónustuíbúða, sem leigðar verða eða seldar, byggingu elliheimilis, heim- ilishjálp og heimahjúkrun verði aukin. Æskulýðs- og skólamál Byggja þarf við Myllubakkaskóla, þannig að hann fullnægi þeim kröfum sem til hans eru gerðar miðað við nú- verandi nemendafjölda. Kennsla þroska- heftra fari fram innan grunnskólans. Bætt verði úr húsnæðisvanda Fjölbraut- askólans með viðbyggingu að Sunnu- braut og starfssemi skólans efld svo sem verða má. Tónlistarskólanum verði ávallt séð fyrir viðunandi starfsaðstöðu. Dagvistun barna Unnið verði áfram að uppbyggingu leikskóla og dagheimila. Ljúka þarf byggingu nýs leikskóla í Heiðarbyggð á kjörtímabilinu. Um leið og sá leikskóli verður opnaður, þarf að flytja nokkuð mörg leikskólabörn frá Tjarnarseli, í nýja leikskólann. Þá verður hægt að starf- rækja annað húsnæði Tjarnarsels, sem dagheimili eins og upprunalega var gert ráð fyrir. Við lausn húsnæðisvanda grunnskólans skal gert ráð fyrir að hægt verði að reka þar skólaathvarf. Halda skal áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið með námskeiðum fyrir starfsfólk dagvistarheimila, gæslu- valla og fyrir dagmæður. Fjölskyldan og umhverfið Áfram verði skipulega unnið að fegr- un bæjarins, með snyrtingu opinna svæða, lagningu göngustíga, gang- stétta og skreytingu opinberra bygging. Fjaran verði hreinsuð. Aðstaða til úti- vistar innan bæjarmarkanna verði bætt og þannig auknir möguleikar fjöl- skyldna fyrir sameiginlega útivist innan bæjarmarkanna. Lokið verði við bygg- ingu útisundlaugar á kjörtímabilinu. Þetta kann að virðast nokkuð langur framkvæmdalisti, en ef miðað er við framkvæmdir þessa kjörtímabils, þá er Ijóst að þetta er aðeins eðlilegt fram- hald þess sem gerst hefur verið á und- anförnum árum. Þó eru allar þessar framkvæmdir grundvallaðar á traustu atvinnulífi. Við leggjum því höfuð- áherslu á trygga og nægjanlega atvinnu fyrir alla, á því byggir þjónusta bæjar- ins. Að lokum óska ég bæjarbúum gleði- legs sumars. X-D Sjálfstœðisflokkur Ingólfur Falsson Það sem ég tel brýnast og ég mun vinna að, er stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Keflavik fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1986. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vilja hér með gera bæjarbúum Ijósa stefnuskrá sína, enda verður hún leiðar- Ijós bæjarfulltrúa listans næsta kjörtíma- bil í bæjarstjórn Keflavíkur. Höfuðmarkmið bæjarmálastarfs Sjálf- stæðismanna er nú eins og áður: Vaxandi velsæld — betri og fegurri bær Þessu markmiði hyggjumst við ná SPÓNAPLÖTUR - KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR: PELLOS — Standard og rakaþolnar V 313 Þykktir: 10-12-15-18-22-30 St.: 1200x2600 - 1220x2745 Verö fró kr. 83,65 pr. m2 UONASPAN - Standard Þykktir: 4-6-8 Stœröir 1200x2550 mm LIONASPAN - Rakaþoliö V 313 Þykkt: 4-6-8 Stœrö: 1200x2550 mm LIONASPAN - SG-1 V 313 rakavariö og hvíthúöaö Þykkt: 3,2-6-8 Stœrö: 1200x2550 ELDTEFJANDI PLÖTUR Þykkt: 10 og 12 mm Stærð: 1200x2600 mm KROSSVIÐUR DOUGLAS FURA (Rdsaöur) Þykkt: 9—12 mm St.: 1220x2440/1220/2745 ENSO COMBI (Brúnn) Þykkt: 6,5-9-12-15-18-21 ENSO FASADPANELL Utanhússkrossviöur Þykkt: 11,5 Stœrö: 1200x2745 BIRKI COMBI (Rakaþolinn) Þykkt: 4-6, 5-9-12-15-18 St.: 1220x2745 ASFALTBORNAR PLÖTUR (Tjörutex) Þykkt 12 mm Stœrö: 1200x2745 UTANHÚSSKROSSVIÐUR með kvartsi. Stærð: 1190x2750 mm JÁRN & SKIP Víkurbraut 15 - Keflavík - Sími 1505 - Víkurbraut 44 - Grindavík - Sími 8462 KAUPFÉLAG SUÐURNESJA 138 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.