Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 9
Fimmtíu og fimm ár við höfuð-
atvinnuveg þjóðarinnar
Oli Guðmundsson
75 á ra
í bemsku og á uppvaxtarárum sat
ég löngum og horfði hugfanginn á
hafið, stórfenglegan margbreytileik
þess, sem veðurfar og vindar gerðu
ýmist vinalegt og heillandi - lokk-
andi - eða hrjúft og hrikalegt - ógn-
vekjandi, og svo allt þar á milli.
Fjölbreytileiki skipa er þar áttu
leið um var líka mikill. Nálægð
Reykjanessrastar beindi för þeirra
upp að landinu, auk þess sem fjöldi
fiskiskipa sveimaði um og leitaði
uppgripa afla á gjöfulum fiskimið-
um Grindavíkur.
A útmánuðum (síðara hluta vetr-
ar) var mest um að vera. Fiskur
gekk þá vestur með landinu í ætis-
leit á eftir loðnutorfum. Stundum
var þorskurinn örastur upp við
landsteina en oftast var hann þó
.,vel við“ um allan sjó — djúpt og
grunnt.
A þetta fiskitorg leituðu fiskiskút-
ur frá ýmsum löndum, einkum
voru þó frá Færeyjum, Frakklandi
og íslandi, en margar fleiri þjóðir,
sem fiskveiðar stunduðu, áttu einn-
ig fulltrúa á því ,,fiskiþingi“.
bó að togskip væru komin til sögu
fór ekki mikið fyrir þeim innan
sjónvíddar drengsins á Jámgerðar-
staðahlaði. Þau ösluðu þama um,
ýmist til eða frá fjarlægari fiskimið-
um og skóf aftur af þeim kolsvartan
kolareyk. Það var borin viss virðing
fýrir vasklegri för þeirra og vitaðri
aflasæld, en togarar vöktu ekki þá
athygli og aðdáun sem litskrúðugur
og fjölbreytilegur seglabúnaður á
skútunum. Þær vom af ýmsum
stærðum og gerðum. Flestar vom
þær tvímastraðar en sumar ein-
mastraðar eða þrímastraðar og fór
seglabúnaður eftir því og gerð
skipsins að öðm leyti. Litur segla
var allt frá hvítu að svörtu, en flest
voru seglin börkuð.
Hugmyndafiug og útþrá æsku-
ntanns fékk góðan byr við þessar
aðstæður, og eitt er víst að flestir -
ef ekki allir drengir í byggðarlaginu
ætluðu að verða sjómenn — og urðu
það. Þannig hafa örlög margra sjáv-
arsíðudrengja orðið til, í flestum til-
vikum þeim og þjóð vorri til heilla.
Árar knúðar handafli og vindum
þanin segl voru frá öndverðu sá afl-
gjafi er tengdi Island umheiminum
og seglskip héldu þeim tengslum
þar til að gufuskip tóku við því hlut-
verki. En almennt er talið að hér
hefjist skútuöld ekki fyrr en um
1800, þá mun Bjami riddari í Hafn-
arfirði hafa átt eina eða tvær fiski-
skútur. Skútuöld virðist því hafa
mótast af seglskipum til fiskiveiða.
Næstu áratugi fjölgaði fiskiskútum
afar hægt. Það er ekki fyrr en á síð-
ari hluta nítjándu aldar sem vem-
legur skriður verður á þessum út-
gerðarháttum og flestar verða fiski-
skútumar sennilega um 1905. Þá
em þær taldar vera 152 á öllu land-
inu, en fer síðan stöðugt fækkandi.
Nokkur seglskip vom í vömflutn-
ingum a.m.k. hluta úr ári og sum
allt árið, meðal þeirra kunn skip s.s.
Huginn og Muninn sem fluttu salt-
fisk til suðurlanda og þaðan ýmsan
vaming til baka.
Síðasta skonnorta sem sigldi und-
ir íslenskum fána mun hafa verið
Ebba Sophía RE 93. Hinn kunni at-
hafnamaður Óskar Halldórsson
keypti þessa þrímöstmðu skonn-
ortu í Danmörku 1946. Ebba
Sophia var eikarskip, byggð í St.
Malo í Frakklandi 1920. Stærð
hennar og gerð var sem hér segir:
Hún var 36,14 m löng, 6,82 m á
breidd og 3,23 m djúp. Hún mæld-
ist 215 rúmlestir. Hún var þrímöstr-
uð og gaffalsegl á hverju mastri,
einnig toppsegl á öllum möstmm og
þrjú forsegl. Frakkar sendu mörg
fiskiskip svipaðrar gerðar á Islands-
mið fyrir og upp úr síðustu alda-
mótum.
Þegar Óskar keypti skipið var bú-
ið að setja í það 225 hestafla Júní
Munktell hjálparvel og fella topp-
stangir af möstmm, svo ekki var
lengur hægt að tjalda toppseglum
og fyrri glæsibragur var því vissu-
lega minnkaður. Þannig gekk Ebba
Sophia allt að 7 mílum í logni. Ef
vindur gafst var öllum seglum tjald-
að og bætti hún það við 1—2 mflum
í góðum meðbyr. Mannaíbúðir vom
í káetu og lúkar. Siglingatæki vom
einn kompás og vegmælir.
Hugmynd eiganda var að gera
Ebbu Sophiu út á sfldveiðar fyrir
Norðurlandi. Úr því varð þó ekki
þar eð Skipaútgerð ríkisins tók
hana á leigu til vömflutninga um-
hverfis landið. Einkum var hún lát-
in þjónusta hafnir á Suðausturlandi
þar sem þrálátar þokur og fjöldi
grynninga gerðu siglingar mjög erf-
iðar. Einnig var skipið mikið notað
á Húnaflóahafnir, en þær vom á
þeim tíma mjög vanbúnar - varla
nokkurs staðar bryggja, sem svona
stórt skip gat lagst að. Svipað var
með Húnaflóa og S.A-land að þar
em miklar grynningar og þröngar
leiðir að þræða. Þrátt fyrir það gekk
allt áfallalaust og urðu aldrei tafir
eða óhöpp.
Haustið 1946 var settur saltfisks-
farmur um borð í Ebbu Sophiu í
Reykjavík, 250 tonn, er seldur var
til Danmerkur, sem danir seldu síð-
an suður til Ítalíu. Lagt var af stað
frá Reykjavík í úfnu haustveðri.
Þegar komið var suður að Stafnesi
kom í ljós að vélin hafði brætt úr sér.
Var því snúið við og haldið til Hafn-
arfjarðar og þar gert við vélina. Á
leiðinni til Danmerkur hreppti skip-
ið mikinn SA-mótvind. Eftir 13
sólarhringa náði það ákvörðunar-
stað og farminum var landað. Síðan
var farið með Ebbu Sophiu í skipa-
smíðastöðina í Nýborg, þar sem
hún var tekin til viðgerðar. Að því
loknu var skipið sett undir danskan
fána.
Síðasti skonnortu
skipstjórinn
Síðasta hálfa árið var Ebba Sophia
undir skipstjóm Óla Guðmunds-
sonar, sem síðar varð kunnur skip-
stjóri og útgerðarmaður. Óli tók
minna fiskimannapróf við Stýri-
mannaskóla íslands 1941, gerðist að
Öryggislykill
sparifjáreigenda
VÍRZLUNfiRBfiNKINN
-uituuvivneöfié'il
FAXl 125