Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 3

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 3
V I Ð VERTÍÐAR L O K Aflabrögð á liðinni vertíð voru þokkalega góð eftir að heldur brá til betri tíðar eftir risjótt tíðarfar í janú- ar og febrúar. Helstu niðurstöður varðandi heildarafla í Keflavík, Grindavík og Sandgerði fara hér á eftir samkvæmt upplýsingum frá hafnarvogunum. Keflavík: Heildarafli báta til 15. maí var 8118 tonn og togara til apríl- loka 1830 tonn. Aflahæsti báturinn var Happasæll KE 94, skipstjóri Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, með 848 tonn. Næstu bátar eru Búr- fell KE 140 með 704 tonn og Stafnes KE 130 með 685 tonn og að auki ein- hvem afla sem landað var annars staðar. í þessu sambandi má geta þess að Stafnesið hætti á netum um miðjan mars og hafði þá aflað 550 tonn. Síðan hefur báturinn verið á dragnótaveiðum og fryst kolann um borð. Albert KE 39 er hæstur þeirra báta sem vom á línu alla veríðina. Afli hans var 517 tonn. 1 vetur, annaö árið í röð, gekk fisk- ur allt inn undir Vogastapa. Sem endranær á þeirri slóð var um væn- an þorsk að ræða, og fengu trillur og minni bátar þarna hlaðafla um tíma. Hxlnuaíli á vertíðinni var 7441 tonn. í Grindavík var afli vertíðarbát- anna til 1. júní 16256 tonn í 2316 löndunum. f>ar af var þorskur 10400 tonn. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 13420 tonn í 2813 löndunum og þar af þorskur 8207 tonn. Samkvæmt þessu er meðallöndun f ár 7 tonn á móti 4,7 tonnum í fyrra. Aflahæstir Grindavíkurbáta eru: Vörður ÞH með 1106 tonn, skip- stjóri Jón Ragnarsson. Gaukur GK 1044 tonn, Höfrungur II GK 1006 tonn og Hafberg Gk með 988 tonn og jafnframt með mesta aflaverð- mæti Grindavíkurbáta á vetrarver- tíð 1989. Eins og fram kemur í þessu yfirliti er meðalafli í veiðiferð mun betri en í fyrra, þannig að hljóðið í Grind- víkingum nú er mun betra en und- anfamar aflaleysisvertíðir. Sá ljóður var þó á gjöf Njarðar að alla jafnan var langsótt eða allt suður á þau mið, sem þeir kalla ,,Kant“. En netaróður á þá fiskislóð tekur gjam- an um 30 tíma. í Sandgerdi var heildarafli vertíðar- bátanna til 15. maí 14207 tonn í 3523 sjóferðum. En alls em 147 bát- ar, sem lagt hafa afla á land í Sand- gerði í vetur og hafa þeir aldrei verið fleiri. Heildaraflinn í fyrra var 11415 tonn í 2940 róðmm. Aflahæstir em Sæborg RE 20 með 998 tonn, þar af landað í Sandgerði 694 tonnum. Skipstjóri á Sæborgu er Grétar M. Jónsson. Næsti bátur var Amey KE 50, skipstjóri Óskar Þórhallsson, með 798 tonn og Barð- inn GK 375 með 739 tonn, þar af landaði heima 427 tonnum. í Sandgerði eins og annars staðar setur kvótaskortur strik í reikning- inn. Þannig urðu bæði Amey KE 50 og Hólmsteinn KE 20 að hætta þorskveiðum þegar um miðjan mars og síðan hafa fleiri og fleiri fylgt á eftir. Alls var landað 11893 tonnum af loðnu, en mjög bagalegt er hvað dýpkun innsiglingarinnar miðar hægt. Inni í Sandgerðishöfn hefur að- staða smábáta batnað til muna, enda fjölgar þeim jafnt og þétt. í vet- ur var þar komið fyrir fyrsta vísi að flotbryggju með útleggjumm. Með þeirri framkvæmd hafa Sandgerð- ingar tekið forustu í þessu efni hér á Suðumesjum. í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur í vetur verið unnið við gerð innri hafnargarðs. Suðurverk hf. hefur verið verktaki við þær framkvæmd- ir. Að vanda stendur nú hrognkelsa- vertíð Strandaringa sem hæst og gróska er þar í annarri smábátaút- gerð í kjölfar bættra viðlegu og lönd- unarskilyrða. Úr Höfnum eru þær fréttir af hafharmálum að 50 metrar af hafn- argarðinum hafa verið styrktir með því að setja þar utan á stórgrýti. Er þar um mjög brýna aðgerð að ræða og vonandi tekst að ljúka við að setja utan á allan garðinn hið bráðasta. En trúlega er áfanginn sem eftir er áþekkur þeim sem kom í vetur. K.A.J. Auglýsing til sjóðfélaga Lífeyrissjóöur Suöurnesja hefur sent frá sér yfirlit til þeirra sjóöfélaga sem greiddu iögjöld til sjóösins á árinu 1988. Þeir sjóðfélagar sem telja sig hafa greitt iögjald til sjóösins áriö 1988 en hafa ekki fengið sent yfirlit, eru beðnir aö hafa samband við viökomandi fyrirtæki eöa Lífeyrissjóösdeild Sparisjóðsins í Keflavík, Suðurgötu 7, sími 15800. Lífeyrissjóður Suðurnesja Suöurgötu 7 — Keflavík FAXI 119

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.