Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 29
sunnar í sömu sveit. Hann var
greindur maður, vel hagmæltur og
skemmtinn.
Sólveig Guðmundsdóttir, móðir
Karvels, var úr Purkey á Breiðafirði.
l'ar er og fegurð mikil en með öðr-
um hætti en í Einarslóni og á Hellu.
Gróður er meiri en grjót — og fremur
fugla að sjá en fisk eða sel. Vinaleg
hlýja einkennir Purkey en harka og
heiðríkja Einarslón og nágrenni.
Sex ára gamall hóf Karvel þátttöku
í bústörfum heima. Mikil upphefð
þótti drengnum að teljast liðtækur í
hrossasmölun. Tökum eftir hvernig
metnaður, sjálfsbjargarhvöt — og
tillitssemi einkenna athafnir hins
unga drengs:
Eg hafði loforð fyrir því að ég
mætti ríða einn, enda var mér
valinn mjög gæfur hestur, en ég
sá að mamma hafði áhyggjur af
þessu ferðalagi og sagði við
pabba að hann yrði að gæta
drengsins vel svo að hann yrði
ekki fyrir óhappi. Einar bróðir
átti að vera meö í þessari ævin-
týralegu för, en hann var alvanur
aö stjórna hestum, enda fjórum
og hálfu ári eldri en ég.
Ég gat ekki sofnað um kvöldið
af tilhlökkun, ég átti að ríða
Bleikskjónu Bjargar Guð-
mundsdóttur frá Stóruhellu.
Bleikskjóna var fleygivökur og
svo stillt og gæf sem frekast varð
á kosið. Það var vaknað eld-
snemma um morguninn, allir
voru að búa sig til ferðar. Hestam-
ir voru að kroppa hlaðvarpann. Ég
tók lítið eftir öðrum hestum en
Bleikskjónu, sem ég dáðist að,
því hún átti að bera mig á baki
sínu í þessa ævintýralegu för. Eg
hafði varla lyst á mjólk og rúg-
köku, sem mamma rétti mér til
að boröa áður en við legðum af
stað, svo mikill feröahugur var í
mér.
Nú voru allir feröbúnir, Einar
lét sinn hest standa í ofurlitlum
halla, gekk nokkur skref aftur á
bak frá hestinum, hikaði ofurlít-
ið, setti sig allan í herðarnar og
tók sprettinn. Hann setti hend-
urnar og olnbogana á bak hests-
ins og gat í fyrstu atrennu kom-
ist á bak. Hann leit til mín bros-
andi og sigri hrósandi rétt eins
og hann vildi segja: Þetta gat ég,
en þetta getur þú ekki Velli. Eg
var dapur í bragði, þvílíkt þrek-
virki að komast á hestbak af
næstum þvíjafnsléttu. Skyldiég
nokkurn tíma geta þetta? Eg
labbaði til hennar Bleikskjónu
minnar og strauk með minni
litlu hendi um flipann. Hún
nuddaði blíölega snoppunni viö
hliðina á mér. Eg teygði mig upp
aö eyranu og hvtslaði ósköp lágt:
Viltu labba með mér að hesta-
steininum svo að ég komist á
bak. Hún lyfti höfðinu rétt eins
og hún væri að samþykkja bón
rnína. Eg vissi svo sem að hún
skildi mig ekki, en ég kunni
samt betur við að leita sam-
komulags, en forðaðist að láta
Einar bróður heyra til mín. Ég
tók í tauminn, leiddi Bleik-
skjónu að steininum og hoppaði
upp á hestasteininn. Nú gat ég
lagt fótinn yfir bakið um leið og
ég tók í faxiö. Ég hafði haldið í
taumendann með annarri hend-
inni. Nú settist ég, reisti mig
upp, en hélt til öryggis í faxið og
leit brosandi til Einars eins og ég
vildi segja viö hann: ég er kom-
inn á hestbak án hjálpar, alveg
eins og þú. Á meðan þetta gerð-
ist hreyfði Skjóna sig ekki, en
þegar ég tók í tauminn sneri hún
sér ósköp varlega eins og hún
gerði sér grein fyrir því, að þetta
væri lítill krakki sem hún bar á
baki sér, krakki sem hún yrði að
fara mjög varlega með.
Hellubærinn brann í desember
1910 er Karvel var sjö ára. Skömmu
síðar flutti fjölskyldan til Hellis-
sands - og átti Karvel aldreiö síðan
heimili í fæðingarsveit sinni þótt
fjölskylda hans hyrfi aftur á þær
slóðir. En í bókinni Sjómannsævi
kemur ljóslega fram mótunarmáttur
ÞJ0fSTfl
ÞEKK1NG ^
Kiddi, Björk og Ingi, málarameistarar
Dropans, eru til þjónustu reiðubúin og
veita þér faglega ráðgjöf með litaval og
annan undirbúning. Og ef þú vilt get-
urðu fengið þau á staðinn til að ráð-
leggja þér áður en þú byrjar að mála.
Dropinn leggur áherslu á þjónustu og
þekkingu - fyrir þig....
PdíOpÍAA
Hafnargötu 90 - Sími 14790
FAXI 145