Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 12
Að gera sér dagamun
fyrir 80 árum
Þessi gamla mynd sem hér birtist er tekin
fyrir réttum 80 árum, upp af Ytri Njarðvík
á Hjallatúni, sumarid 1909. Þetta prúðbúna
fólk sem hér má sjá, um 80-90 manns, úr
Keflavík og Njarðvik, tók sig saman og fór
með kajfi, súkkulaði og sœtabrauð, á sunnu-
degi, fyrir ofan byggðina til samfundar á
góðum degi. Það má vel sjá dúka, kaffikönn-
ur og katla, og bretti til að hlífa prímusunum
sem notaðir voru til upphitunar.
Stefán Bergmann, myndasmiður, úr Kefla-
vík, tók myndina. Hann var til húsa á horn-
inu við Hafnargötu í Keflavík, þar sem
Hörður rakari er nú. Heimir Stígsson, Ijós-
myndari í Keflavík, tók eftir frummyndinni
og stcekkaði hana.
Upplýsingar um myndina og fólkið á henni
eru fengnar hjá einni þeirra sem var með í
þessari sunnudagsferð. Hún heitir Guðrún
Ólafsdóttir, á Stoð í Ytri Njarðvík. Guðrún
dvelur nú á Garðvangi, fœdd 7. júní 1896.
Hún er ern þótt komin sé yfir nírcett og man
þennan atburð vel, þá var hún sjálf 13 ára.
Skal nú reynt að nefna þá sem Guðrún
kannast við á myndinni, þótt vitaskuld kunni
að vera að eitthvað sé ekki alveg rétt með
farið, þá verður það bara leiðrétt síðar og
marga vantar að nefna og suma er erfitt að
þekkja á þessari gömlu mynd.
Myndinni má skipta í fjóra hluta. í þeim
fyrsta er fólk merkt 1-9, þeim nœsta 10-21,
þeim þríðja frá 22-44 og í fjórða h/utonum er
fólkið merkt 45-52.
1. hluti, neðri helmingur, vinstra megin.
1. Drengur með húfu (?)
2. Adda í Vík, Árný Olafsdóttir (f. 19(X), dó 1984)
systir Guðrúnar.
3. Guðrún sjálf.
4. Elín (?), dóttir Þóru og Jóns, elsta systir
Guðmundar, foður Ólafs Þ. Guðmundssonar,
málara í Ytri Njarðvík.
II. hluti neðst hœgra megin.
14. Anna dóttir Magnúsar á Flankastöðum (hún
var með ,,lúpus“, eða húðsjúkdóm, í nefinu og var
send til lækninga í Kaupmannahöfn). Hún missti
móður sína, en Magnús giftist aftur. Hún átti Einar,
kjötkaupmann á Laugavegi 28, fyrir albróður.
Guðmundur Hannesson og Guðrún Jónsdóttir ólu
hana upp. (sjá nr. 18). Guðrún Bergmann, sem
nýlega lést í Keflavík, var líka alin upp hjá þeim.
15. Sigríður, Sigga, af Vatnsleysuströndinni,
uppeldisdóttir Jóns Loftssonar og Marfu.
16. ?
17. Lilli (heldur á fötu fremst á myndinni),
Guðmundur Jónsson, faðir Ólafs málara í Njarðvík.
Foreldrar hans eru á myndinni nr. 41 og 42.
18. Fóstra Guðmundar Jónssonar, Guðrún
Jónsdóttir og maður hennar sem var Guðmundur
Hannesson, er hér á bak við hana nr. 18.a.
19. Marta Valgerður Jónsdóttir, símstjóri í
Keflavík. Sú merka kona sem allir Faxa lesendur
fyrri ára kannast vel við vegna skrifa hennar í
blaðið um fólk frá liðinni tíð.
20. Drengur í röndóttri peysu, Sigurður, Siggi
Bensi, Helgason, bjó uppi á loftinu í gamla skól-
anum hjá Duus. Þeir voru margir bræðurnir, alltaf
kallaðir „skólabræður".
21. Drengur með húfu og hvítan trefil, er sennilega
Friðrik Þorsteinsson, sonur Bjargar Arinbjarnar-
dóttur Olafssonar úr Innri Njarðvík.
III. hluti myndarinnar, efst til hœgri.
22—23. Ingibjörg, en systir hennar var Eydís frá
Nesjum í Sandgerði, Guðmundsdóttir og maður
hennar Einar Jónsson (nr. 23) verslunarmaður í
Duus, bróðir Olafs Hvanndal í Reykjavík. Þau áttu
ekki börn. Einar er með gráa húfu og samlitan
lrakka, heldur á bolla ( hægri hendi. Ingibjörg
stendur við hlið hans.
24. ?
25—27. Sennilega fólk frá Vatnsnesi.
28. Kona efst á myndinni yst til hægri. Þórunn
Bjarnadóttir, í Bakaríinu, systir fyrsta skólastjóra
Sjómannaskólans, Magnúsar Bjarnasonar. Hún var
gifti Arnbirni Olafssyni frá Árkelsstöðum í Rangár-
vallasýslu, en hann var loðurbróðir Gissurar
Bergsteinssonar, lögfræöings í Reykjavík.
29. Bjarnveig í Brautarhól (?). Hún var þá hjá
Helgu systur sinni á Vatnsnesi. Giftist síðar Árna
Grímssyni í Þórukoti.
30. (Erfitt að sjá, situr fyrir altan nr. 29).
31—32. Þórdís Einarsdóttir (kom að vestan), seinni
kona Olafs Ofeigssonar, dóttir þeirra Halldóra (nr.
32?) giftist einum Zöega, en hin voru Bragi
Olafsson, læknir á liyrarbakka, Ásgeir Olalsson,
dýralæknir í Borgarfirði og Vilborg (Minní) sem fór
til Reykjavíkur, og keyrði lengi bíl hjá verslun þar,
hún giftist ekki, dó á Vífilsstöðum.
33—34. Jóna Sigurjónsdóttir, kennari í Kellavík,
uppeldisdóttir Ambjöms og Þórunnar (nr. 28). Hún
giftist síðar Olafi Þorsteinssyni, lrænda sínum (nr.
43) en Sesselja, móðir hans og Arnbjörn voru
systkini. Olafur var verkfræðingur í Reykjavík hjá
Guðjóni Samúelssyni, húsameistara rikisins, þeim
lræga manni sem m.a. teiknaði Hallgrímskirkju,
Þjóðleikhúsið og fleiri þekktar byggingar. Olafur dó
á leiðinni til Færeyja, er hann var að fara erlendis
til að leita sér lækninga. Systir Ólafs átti verslunina
Sikk í Reykjavík, neöarlega á horni Vesturgötu.
35—36. Maður með hvítan hatt. Vilhjálmur
Hákonarson, frá Stafnesi. Hann var 18 ár í Banda-
ríkjunum. Kaupmaður í Kellavík. Kona hans (nr.
36) Eydís frá Nesjum (systir nr. 22). Hún var ófrísk
af fyrsta barni. Þau eru aíi og amma Konráð
Lúðvíkssonar, læknis í Keflavík. Guðrún, heimildar-
maður var í vist hjá þeim („pían þeirra“) þegar
Guðrún var aðeins 12 ára.
37-38. ?
39. Þóra, dóttir Þóru og Jóns, hún var eitthvaö
fötluð.
40. Sennilega bn'xMr Þóru (nr. 39).
41—42. Þóra og Jón í „Eldhúsinu" í Kellavík,
húsi sem var skammt frá skólanum.
43. ?
44. Ársæll Ágústsson f rá Höskuldarkoti í Ytri
Njarðvik. Fór til Ameríku (Bellingham, í
Washington fylki) giftist Arndísi (f. 1888) dóttur sr.
Árna Þorsteinssonar frá Kálfatjörn. Hann er sonur
hjónanna nr. 47 og 48.
45. Olalur Arnbjörnsson, giftist Guðrúnu úr
Sandgeröi, börn þeirra í Keflavík eru Einar og
Arnbjörn og Didda í „Bakaríinu", kona Helga S.
IV. hluti myndarinnar, efri helmingur
vinstra megin.
46. ?
47., Agúst Jónsson í Höskuldarkoti í Ytri Njarðvik,
kennari og hreppstjóri. Hann þótti ákaflega
guðrækinn. Hann var skáld gott og gagnmerkur
maöur.
48. Guðleif, í Höskuldarkoti, kona hans. Hún var
Ársælsdóttir, hálfsystir mömmu hans Magnúsar, í
Höskuldarkoti, sem er faöir þeirra systkina
Garðars, Ársæls, Olafs, og Onnu, sem búa í dag í
Ytri Njarövík.
49. Gróa í Þórukoti í Ytri Njarðvík.
50. Björg (skyld Þórukotsfólkinu). Hún var móðir
()lafs Þorsteinssonar, og Ara og Friöriks, sem var
organisti í Keflavík.
51. Sigurður Bjarnason (með kaffibolla), pakk-
hússmaður í Edinborgarversluninni í Keílavík.
Sonur hans hét Fjiríkur og dóttur átti hann líka,
Elínu sem giftist trésmiði í Hafnarfiröi.
52. Ingibjörg Stefánsdóttir úr Stefánshúsi, mág-
kona Lóu (Ingibjargar Danivaldsdóttur) sem þar býr
nú.
Hundurinn sem sést á miðri mynd og leikur svo
listilegar kúnstir sínar fyrir Olaf (nr. 45) hét
„Dóni“ og var úr Bakaríinu í Keflavfk.
Hér var gréinilega ekkert kynslóðabil og
enginn hrepparýgur ekki frekar en nú er
þegar fólk úr Njarðvík og Keflavík kemur
saman í þeim tilgangi að eiga góða stund
saman. í dag vœri sennilega erfitt að kallu
menn saman til svona tilbreytingar. Það
þœtti ekki ýkja merkilegt að njóta náttúr-
unnar við bœjarfótinn, prúðbúast og hafa
svolítið fyrir þvi að gera sér dagamun með
heitt súkkulaði og kökur og hvíta dúka þar
sem flugvélar í dag þjóta yfir til lendingar og
brottfarar. Um borð eru þeir sem eru að
koma heim eða eru að flýta sér til Spánar í
sólina og sumarylinn ogdúkurinn er kominn
á veitingastað á Benidorm, þar sem
nágrannur á nútímavisu, hitlast yftr bjórglasi
og mcela á framandi tungum.
En sama þörfin fyrir samfélag vina og
kunninga er enn til staðar. Og hví ekki að
taka upp þráðinn á ný og hóa saman fólki úr
nágrannabyggðum hér upp í móa einn góðan
veðurdag í sumar, með hvítan dúk og heitt
súkkulaði, til þess að gera sér dagamunP
Þorvaldur Karl Helgason,
sóknurprestur í Njarðvfk.
128 FAXI