Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 31
varð engin fræðgarför. Við vor-
um fjórir á: Formaðurinn, Egg-
ert Ebeneser Jansson, ættaður
fra Höskuldsey, Skúli halti, er
var bæklaður á báðum fótum og
gekk undir nafninu Skúli halti,
og ég. Nú var byrjað að kenna
mér áralagið, sem gekk nú hálf
skrykkjótt. Haldið var vestur
fyrir Brimnes, en þegar nálgaðist
nesið var komin smákvika og
báturinn farinn að kippast til og
mér til undrunar fór mér að líða
illa innvortis. begar við fórum
fyrir nesið varð ég að leggja árina
inn, halla mér út af borðstokkn-
um og kasta upp, og því hélt ég
áfram allan þennan róður. lig
var kominn í kynni við þann
kvilla er átti eftir að hrjá mig og
pína í nær hálfa öld.
begar ég var 13 ára kom ég eitt
sinn út í borvaldarbúö. t'að var
um vertíðarlok. Jens sagði mér
þá að hann ætti smábát til sum-
arveiða, er Vigfús Jónsson
smiður, tengdasonur hans, hefði
smíðað ári fyrr. Sér þætti sá bát-
ur of lítill og vildi hann selja
hann og láta Vigfús smíða annan
stærri. Ég spuröi Jens hvort
hann vildi selja mér bátinn
næsta vor, því þá yrði hans nýi
bátur fullsmíðaður. „Heldur þú
aö þú getir keypt litla bátinn
minn? Hann á að kosta fimm-
hundruö krónur." Ég sagöist
eiga tvöhundruð krónur og ef
vinur minn, Sigunfur S. Sigur-
jónsson í Miðbæ, keypti hann á
móti mér, þá gætum viö greitt
hann saman næsta vor. I þessu
kemur buríður húsfreyja upp og
heyrir á tal okkar. Hún segir við
Jens: ,,Er það nokkurt vit að
selja svona ungum strákum bát.
beir gætu farið sér að voða?“ En
Jens svaraði: „Það verður að
sýna ungum og efnilegum
drengjum traust. Þeim vex hug-
ur við það. Eg var líka ungur
þegar mér var trúað fyrir að fara
með bát viö Breiöafjaröareyjar.
„Fleira var ekki rætt, þetta
skyldi geymt sem leyndarmál
þar til rætt hefði veriö viö vin
minn Sigurö og fengið leyfi afa
hans og ömmu, því hjá þeim ólst
hann upp. Allt fór samkvæmt
áætlun. Siguröur var jafn
áhugasamur og ég um aö eignast
bát. Leyfið var fengiö og um vor-
iö þegar bátur Jens var tilbúinn
fór ég út í verslun Thng og Ris,
hitti verslunarstjórann, Daníel
Bergmann, og bað um fimmtíu
króna lán út á væntanlegt fisk-
innlegg. Daníel var mér alltaf
mjög góður. Hann þekkti vel föð-
ur minn og hafði notið leiðsagn-
ar hans um Snæfellsnes svo sem
áður er sagt. Þetta umrædda lán
var mér veitt.
Þannig vani Karvel útgeröarmað-
ur 13 ára gamall. Húseigandi á
Sandi varð hann 19 vetra - og um
líkt leyti formaður á Blíðfara frá
Stykkishólmi. TVítugur hélt Karvel
á fjarlægar slóðir. Þar biðu hvorki
gull né grænir skógar. Eftir þriggja
vikna atvinnuleysi á Siglufirði gerð-
ist hann þar verktaki við uppskipun
á kolum og farnaðist vel að vanda.
Næst gerðist hann söltunarmaður í
Hrísey en sneri aftur að sjósókn uns
hann settist á skólabekk á ísafiröi.
Skólinn mun hafa staðið í þrjá
og hálfan mánuö. Ég held að
þetta tímabil hafi verið
skemmtilegasta tímabil minnar
æfi. Þarna vorum við innanum
góða félaga og vini, áhyggjulaus-
ir af öllu á góðu heimili. Lær-
dómurinn gekk vel.
Eg hafði alltaf þráð að njóta
einhverrar menntunar, en átti
aldrei kost á því. Ég átti ekki erf-
itt með lærdóm og þessi tími var
undra fijótur að líða. Þarna voru
úrvalsdrengir saman komnir,
sem allir höfðu áhuga á sjó-
mennsku, enda margir vanir
sjómenn, þótt ungir væru. Bók
sú er notuð var sem kennslubók
gekk okkar á milli undir nafninu
Pálína, enda var hún samin af
Páli Halldórssyni skólastjóra
Sjómannaskólans í Reykjavík.
Bók þessi var talin góð kennslu-
bók, örfáar skekkjur voru þó í
henni.
Karvel lauk skipstjórnarprófi með
ágætum árangri og hugöist halda
heim en þangað var enga skipsferð
að fá. Skemmtileg er frásögn höf-
undar af ævintýralegri göngu hans
úr ísafjarclardjúpi til Hellissands.
ÁI lellissandi var Karvel heimilis-
fastur uns hann flutti að Narfakoti í
Innri-Njarðvik 1931 - tæplega
þrítugur. Sökum þess að mér er
einkum ætlað að Qalla um bækur
Karvels mun ég ekki nánar víkja að
atburðum í ævi hans nema í tengsl-
um við ævisöguna.
I Einkareikningur Landsbankans
1 1 er tékkareikningur sem tekur
I iMm 1 öörum framz Hair vextir, kostur á
I ■ yfirdráttarheimildláni og margvís-
legri greiðsluþjónustu. Reikningur sem er
saminn aðþínum þörfum
ínutíö og framtíó. g Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Útibú á Suðurnesjum:
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Sandgerði og Grindavík.
FAXI 147