Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 30

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 30
umhverfisins á hinn unga dreng. Þegar því starfi er lokið, sem pabba var falið, gengum við upp á Hólahóla, þar var erfitt að ganga upp, því vikurinn skreið undan fótum í hverju spori. Þeg- ar við vorum komnir upp á topp- inn blasti við ógleymanleg sjón, sól var nær gengin til viðar og sendi bleikrautt geislaflóð á jökulinn og allt umhverfið, hafið var spegilslétt, hinn rauðleiti bjarmi var sem litblæja breidd yfir mikinn hluta þess. Úti við sjóndeildarhring blikaði á segl margra franskra handfærafiski- skipa, þar var mikil reisn á þeim, grynnra voru margir kútterar sem við álitum vera færeyska, en austar miðnesinu voru margir reykir sem liðuðust upp í loftið, sumir þétt upp í landsteinunum, þetta voru reykir frá breskum togskipum. Stundum komu togararnir í ljós margir í einu og á næsta augna- bliki hurfu þeir, og eins var með frönsku duggurnar, allt eftir því hvemig bylgjur geislaflóðs kveldsólarinnarféllu. Litlu lind- imar sem runnu niður Stakka- brekkurnar voru eins og silfur- þræðir í grænum möttli, túnin iðjagræn og hinn volduga skrautfald Fjallkonunnar, Snæfellsjökul, bar hátt við dimmbláa himinhvelfingu, sveipaðan geislaflóði kveldsól- arinnar. Aldrei hef ég séð svo fagra og stórbrotna sjón, og hin algjöra kyrrö sem aðeins var rofin af léttu kvaki einstaka mófugla. Eftir bæjarbmnann urðu foreldrar Karvels að láta sum bömin frá sér sökum fátæktar. Eftirminnileg er frásögn Karvels með hvaða hætti hann varð í þeim hópnum. Eftir hádegi næsta dag fór mamma með bamahópinn út í Bakkabæ. Þar bjó Eggert Guð- mundsson bróðir hennar og Ingibjörg Pétursdóttir frá Malar- rifi, afburða dugleg myndar- kona. Eggert var talinn mikill formaður á Sandi. Hann var á sjó þegar við komum. Á reit fyrir framan húsið var breiddur salt- fiskur og saltfiskur var breiddur á alla grjótgarða í nágrenninu, en mikið var af þeim. Eg hafði aldrei komið í svo reislulega mannabústaði. Þar vom þrjú herbergi og eldhús og hátt á ann- ar meter á milli rúma. Við vor- um öll í eldhúsinu og biðum eftir kaffi, því Ingibjörg sagðist ekk- ert geta ákveðið fyrr en Eggert lenti. Allt í einu er bankað, einhver kom í dyragættina og kallaði: ,,Imba, það er að koma skúr". Það var gustur á Ingibjörgu, þeg- ar hún snaraðist út til að taka saman saltfiskinn er breiddur hafði verið um morguninn. Nokkm seinna kom hún inn aft- ur, hafði henni og fleirum tekist að bjarga fiskinum undan regni. Nokkru síðar kom Eggert af sjó. Hann heilsaði okkur og fór svo inn í svefnherbergi til að borða. Nokkru síðar kom hann fram. Ingibjörg spurði hann þá hvert af börnunum hann ætlaði að taka. Hann leit yfir hópinn, bendi á i mig og sagði að það væri best að þessi yrði eftir. Síðan fór hann út til aö gera að aflanum. Ingibjörg spuröi hvað liði lærdómi. Mamma sagði að ég væri sæmi- lega læs og kynni hálft átján kafla kveriö., ,Hefur honum ver- ið hlýtt yfir kverið“, spyr Ingi- björg. Mamma svarar játandi. Ég man að Ingibjörg setti nokk- uö í brýrnar. Eg held að hún hafi efast um að ég kynni hálft kveriö utanbókar, en seinna sannfærö- ist hún um aö þaö var rétt. Nú fór mamma að búa sig til feröar heim að Árbarði. Hún og syst- kini mín kvöddu mig í eldhús- inu. Ég flýtti mér inn í svefnher- bergi, því út um þann glugga gat ég séð best á eftir mömmu og systkinum mínum þegar þau gengu inn eftir götunni. Ég lagði mig út aö glugganum til að sjá þau sem lengst. Mér fannst eins og það kæmi einhver kökkur í hálsinn á mér. Ég reyndi því eins og ég gat að láta ekki tárin sjást. Ég læddist fram og mér tókst að stöðva þau. Ég gerði mér grein fyrir að ég væri farinn að heiman fyrir fullt og allt frá pabba, mömmu og systkinum, því yröi aldrei breytt. Ég var kominn í fóstur til vandalausra. Á Hellissandi var þess ekki kostur að velja sér starfssvið. Sjósókn var eina atvinna sem bauðst. Unga og metnaðargjarna drengi dreymdi um að vera fullgildir sjómenn sem fyrst og síðar fengsælir formenn. I'yrsta sumarið mitt á Sandi haföi ég mikla löngun til að fá að fara á sjó. I£g spurcM Eggert hvort ég mætti ekki róa einn róður. En hann sagði að þaö gæti verið að ég fengi að róa næsta sumar. Það væri víst nógu snemma, ef ég yrði sjóveikur, því þá yröi ég orð- inn tíu ára. Ég var hálfs tíunda árs þegar ég fór að heiman. En þrátt fyrir þessa neitun var ég alltaf í kringum bátana við aö hjálpa til að setja, hlaupa með hlunna og gera ýmsa snúninga. Svo var þaö eitt laugardagskveld aö Iiggert ákvað aö róa, því ekki gaf um morguninn vegna brælu. Viö settum bátinn fram, en um leiö og báturinn fór á flot, hopp- aöi ég upp í hann. Ég var ekki rekinn í land og þar með var ég kominn í minn fyrsta róöur sem Breytt símanúmer og aðsetur Frá og með 17. apríl 1989 verður eftirtalin starfsemi bæjarfógeta og sýslumannsembættisins í Keflavík flut að Hafnargötu 62 í Keflavík (Samvinnubankinn gamli); 1. Uppboðsréttur sími 15511 2. Fógetaréttur sími 15505 3. Gjaldþrotaskipti, sifjamál, hjónaskilnaðarmál opinber mál sími 15512 4. Einkamál, skipti dánarbúa sími 15512 5. Einkamál sími 15504 6. Jón Eysteinsson bæjarfógeti og sýslumaður sími 15507. Þá verður sakadómur embættisins í lögreglustöðinni að Hringbraut 130 í Keflavík sími 15507. Geymið auglýsinguna Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu 146 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.