Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 6
_________GJALDHEIMTA SUÐURNESJA__________ Góður árangur á fyrsta ári Skýrsla Odds Einarssonar á fulltrúarádslimdi 6. apríl sl. Gjaldheimta Suðumesja var stofnuð með samningi milli fjár- málaráðherra og sveitarfélaganna sjö á Suðumesjum, og var stofn- samningur undirritaður hinn 2. desember 1987. Undirbúningur að stofnun gjald- heimtunnar var ekki langur. A fundi stjómar Sambands sveitarfé- laga á Suðumesjum hinn 1. október 1987 var tekið fyrir bréf frá Gjald- heimtunefhd fjármálaráðuneytisins þar sem nefndin óskar umsagnar um hugmyndir sem uppi vom um skiptingu landsins í gjaldheimtu- umdæmi. Þessar hugmyndir gerðu ráð fyrir að landinu yrði skipt í tíu gjaldheimtuumdæmi og að Kefla- vík, Njarðvík og Grindavik ásamt Gullbringusýslu yiðu sérstakt um- dæmi. Oskaði nefndin eftir að stjóm S.S.S. hefði samráö við við- komandi sveitarstjómir áður en hún gæfi umsögn sína. Stjóm S.S.S. brá skjótt við og sendi framkvæmdastjóri samdæg- urs bréf til allra sveitarstjóma þar sem greint var frá afgreiðslu stjóm- arinnar sem lagði til að sveitar- stjómimar sameinuðust um eina gjaldheimtu á svæðinu og tæki hún til starfa hinn 1. janúar 1988. Fimmtán dögum seinna var aftur fundur í stjóm S.S.S. og þar er bók- að: Jákvæð svör liggja nú fyrir frá öllum sveitarstjórnunum og ályktar stjóm S.S.S. að skipa nefnd til að vinna að stofnun gjaldheimtu. í þá nefnd tilnefnir stjómin Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóra í Grindavík, Vilhjálm Ketilsson bæjarstjóra í Keflavík og Odd Einarsson bæjar- stjóra í Njarðvík. Þessi nefnd kom saman til síns fyrsta fundar 19. október og skipti með sér verkum, var Oddur Einarsson kosinn for- maður, Vilhjálmur Ketilsson vara- formaöur og Jón Gunnar Stefáns- son ritari. Á þeim fundi var m.a. ályktað að hafa náið samstarf við fulltrúa hinna sveitarfélaganna, og að rita fjármálaráðuneytinu bréf þar sem óskað væri eftir að ráðuneytið tilnefndi fulltrúa sinn til að starfa með nefndinni þá Snorra Ólsen deildarstjóra tekjudeildar ráðu- neytisins og Einar Inga Halldórsson sem var starfsmaður gjaldheimtu- nefndar ráðuneytisins. Þessi nefnd starfaði í þrjátíu og sjö daga og hélt á starfstíma sínum tíu “teókaða fundi. Á þeim síðasta var bókað að nefndin samþykkti að kynna sveitarstjómunum fullbúin drög að stofnsamningi um Gjald- heimtu Suðumesja og að kanna með auglýsingu hverjir hefðu áhuga á starfí gjaldheimtustjóra. Nokkr- um dögum síðar var síðan stofn- samningur undirritaður í höfuð- stöðvum peningavaldsins í Amar- hváli í Reykjavík, undirbúnings- nefndin breyttist nú í bráöabirgða- stjóm og hóf þegar að leggja drög að starfsemi stofnunarinnar. Ásgeir Jónsson var ráðinn gjaldheimtu- stjóri, gerðir voru samningar við Sparisjóðinn í Keflavík um leigu á húsnæði, við Skýrsluvélar rfldsins um tölvuþjónustu og Kristján Ó. Skagfjörð um leigu á tölvuskjám og öðmm búnaði til bráðabirgða. Ann- ar búnaður var keyptur og hinn 21. janúar var stofnunin tilbúin til starfrækslu 88 virkum dögum eftir að hugmyndin varð til með bréfí gjaldheimtunefnd ar. Frá upphafi var starfsemin ein- skorðuð viö innheimtu stað- greiðsluskatts þ.e. tekjuskatts til rikissjóðs og tekjuútsvars til sveitar- félaganna skv. lögum þar um. Til að halda utan um þessa innheimtu var svo sem kunnugt er hannað sérstakt tölvukerfi. Þetta kerfi er staðsett hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykja- vikurborgar. Þessi tilhögun er byggð utan um þann draum aö hægt sé að halda utan um alla gjaldendur til ríkis og sveitarfélaga í sömu tölvuskránni. Eg segi draum, því aö þaö er alveg draumur að geta fram- kvæmt þetta þannig. Þetta er sama hugmyndin sem er að baki reikni- stofu bankanna, þ.e. að allir inn- láns- og útlánsreikningar allra landsmanna séu í sömu tölvunni. Kostimir við þetta eru gríðarlegir, þá er til dæmis hægt aö fara í af- greiðslu sparisjóðsins hér á neðstu hæðinni og leggja inn á sparisjóðs- bók við sparisjóðinn í Súðavík eða greiða af láni við Landsbankann á Eskifirði svo dæmi séu tekin, og færslan er bókuð inn í sömu andr- ánni í Njarövík, Súðavík og Eski- firði. Fjármunauppgjör milli stofn- ananna vegna þessarar færslu fer síðan fram næstu nótt á eftir. Þannig var einmitt gert ráð fyrir að gjald- heimtuhugmyndin virki. Um allt land greiða launagreiðendur stað- greiðslugjöld og önnur gjöld til ríkis og sveitarfélaga, allar upplýsingar eru færöar í sömu tölvuskrána og næstu nótt er síðan gert upp, gjald- heimtur um land allt fá fyrirmæli um að greiða inn á reikninga eig- enda krafnanna það sem í gær greiddist upp í þær. Þannig skiptir engu máli hvar gjaldandi er staddur á landinu, eða hvar hann starfar, lögheimilissveitarfélag hans á út- svarið og þótt launagreiðandi hans sé á Neskaupstað og greiði gjöld hans í gjaldheimtuna þar í dag þá fær gjaldheimtan á Suöumesjum fyrirmæli á morgun um að færa fjár- munina inn á reikning eiganda kröf- unnar sem getur verið hreppssjóður Hafnahrepps. Nokkrir byrjunarörðugleikar hrjáðu þessi keríi, og nokkuð hefur sú gmnnhugmynd sem ég var að lýsa breyst í framkvæmdinni. Þann- ig var ekki hafin skráning á sundur- liðunum skilagreina á launamenn fyrr en undir vor og gert var ráð fyrir að sérstakt forrit sem skipti því sem inn kom milli rétthafa (þ.e.a.s. eig- enda skattanna) yrði tilbúið um mitt ár. Þaö dróst nokkuð en þegar þaö var tilbúið kom í ljós að skrán- ing gagna var mun skemmra á veg Samvinnubanki r Islands hf. Hafnargötu 59, Keflavík Viö höfum nýlega flutt okkur um set og erum nú í nýju og gódu húsnœöi ásamt hinu glœsilega Flughóteli. Lítid vid hjá okkur og reynid vidskiptin 122 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.