Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 25
Róðurinn 9. júní 1915
Sögumaður Einar Gestsson, Norðurkoti Miðneshreppi
fæddur 20. nóvember 1898
Við vorum tveir vermenn gerðir út
frá Barðamesi við Norðijörð (Suð-
urbyggðinni). Við rérum tveir á
Færeyskum bát, sex rónum, en
kallaður þriggja manna bátur.
Ég var talinn háseti og skipsveiji
minn formaður, og var á þrítugs-
aldri.
Sá sem leiðbeindi mér á leiðinni
austurá ,,Firði“ hétSigurgeir Jóns-
son og var Vestfirðingur, en átti
heima í Reykjavík. Hann var út-
gerðarmaður um veturinn hjá Sig-
urði Bergmann í Fuglavík á Mið-
nesi. Sigurgeir var ráðinn á m/b
Báruna frá Norðfirði, hún fórst 11.
júní 1915 í suðaustan hvassviðri.
Eins og áður er getið, rérum við að
morgni 9. júní, einskipa frá Barðar-
nesi, aðrir bátar fóru í kaupstaðinn
að Nesi í Norðfirði. Þetta var annar
róðurinn okkar. Þá var búinn að
vera norð-austan stormur, en var að
lygna. Þegar við vorum komnir á
flot, varð formaðurinn þess var að
úrið hafði gleymst heima, hann
renndi að landi og bað mig að
hlaupa eftir því. Síðan var róið af
stað út að Norðfjarðarhomi, sem
var um hálftíma róður í logni, fómm
við suður fyrir Homið, og ,,fallið“
látið bera bátinn suður, meðan það
entist.
Veiðafærin vom handfæri. Við
urðum lítið ,,varir“, formaðurinn
fékkeinn ,,stútungsfisk“, önnurvar
veiðin ekki. Eftir nokkra tíma setu
var farið að huga til heimferðar, því
sjórinn var farinn að ýfa sig. Sett var
upp segl og siglt upp undir land,
síðan tekið saman seglið og mastr-
inu stungið undir þóftuna að fram-
an, síðan rémm við norður með
Hominu, vindur var á móti, en
hægur og báran á hlið. Þegar við
komum á móts við ,,Mónes“ kom
alda utan að, en ekki ffábmgðin
hinum, en reis snögglega upp við
borðstokkinn og gnæfði hátt yfir
okkur, ekkert var hægt að gera, og
brotnaði aldan yfir okkur. Við vor-
um að rétta áramar fram og álútir
þegar aldan féll á okkur. Fallið var
þungt og við sátum niðurkeyrðir á
þóftunum, ég sá bátinn fullan af sjó
og farviðinn á floti. Ég hef sennilega
misst meðvitund um stund, því
næst er ég vissi af mér var ég að
sökkva og höfuðið snéri niður, fór
ég þá að snúa mér og synda upp á
við og þegar upp kom sá ég land og
um leið var eins og að mér væri
hvíslað að ég kæmist í land. Ég sneri
mér við að gá að bátnum, en hinn
manninn sá ég ekki, og færði mig
því yfir kjölinn, ef manninum
skyldi skjóta upp þar meginn, á
sömu stund skaut honum þar upp
og náði hann þá taki á bátnum. Við
vomm sömu megin við kjölinn og
seig báturinn þá undan þunganum
og réttist við. Við skriðum upp síð-
una og vomm á borðstokknum um
leið og báturinn réttist við, og féllum
inn í hann um leið, en báturinn ætl-
aði að velta áffarn, en ég notaði
þunga minn til að halda honum í
jafnvægi. Stakkurinn minn var á
floti í bátnum þegar hann réttist við,
og batt ég lykkju af færinu mínu um
hann, austurstrogið var á floti, en
þýðingarlaust var að ausa bátinn því
hann stakkst í hveija bám og hefði
fyllst jafnóðum. Ég tók mastrið sem
var fast undir þóftunni, og reyndi að
stjaka, þá sagði formaðurinn:
„reyndu að stjaka“, en ég fann eng-
ann botn, þótt ég ræki mastrið á
kaf. Ég reyndi að snúa bátnum að
landi með mastrinu, en það var svo
svert að ég náði ekki taki utan um
mastrið og seglið, setti ég þá mastrið
í handarkrika minn og gat þannig
haldið því í jafnvægi.
Færin vom óuppgerð og runnu út
og tók ég þá eftir að stakkurinn
minn var runnin út líka, þá lagði ég
ffá mér mastrið og dró slakann af
færinu og stakkinn með, þegar stíft
var orðið á færunum tók ég hníf sem
stunginn var undir ,,knélistann“ og
skar á færið, síðan byijaði ég að
snúa bátnum undan bárunni, með
mastrinu, þá sagði formaðurinn
hásum rómi: ,,jæja svona fór það,
en þér er borgið þú ert svo vel synd-
ur“, það tókst að snúa bátnum und-
an bárunni. Við landið að sunnan
vom tvö sker nokkuð há og aðdjúp,
sem mikið braut á, einnig vom
þama grynningar sem líka braut á,
en fyrir miðju var sandfjara sem
braut við langt út. Ég stóð upp í
framrúminu og gætti að jafnvæginu
og að halda bátnum undan öldunni,
formaðurinn sat á öftustu þóftunni
og hélt sér þar.
Þegar fyrsta brotið lenti á bátnum
var hann vel réttur við brotinu, þá
kallaði formaðurinn: ,,Haltu þér
nú“, þá sleppti ég mastrinu og hall-
aði mér fram á við og hélt með ann-
arri hendinni í, ,ræðið“ og steig af
hallann. Brotin skullu yfir bátinn
sem rann áffam þar til honum sló
flötum í sandfjörunni. Ég beið um
stund í bátnum þar til hann var orð-
inn vel landfastur og fór þá útúr
honum. Formaðurinn sat kyrr,
hann virtist ekki hafa fylgst vel með
því sem var að gerast. Ég bað hann
að koma upp úr bátnum því nú vær-
um við komnir í land, hann sinnti
því ekki í fyrstu, en kom þó loks.
Hann var orðinn mjög kaldur, sjór-
inn hafði gengið viðstöðulaust yfir
hann eftir að við komum í brotinn,
hann var ósyndur og hafði því
drukkið mikinn sjó, ég studdi hann
upp úr flæðamálinu og fór með
hann upp að klettum nokkuð ofar
og þar studdi hann sig við og hvíld-
ist.
Fyrir ofan fjöruna var á að giska
fjögra metra hátt klettabelti og þar í
líkt og einstígi upp að ganga. Þetta
var eina sandQaran austan við
Homið ffá svonefndri Sandvík.
Ég var í ,,vaxbuxum“ sem ég fór
úr, helti úr leðurstígvélum, vatt
sokkana og fór í þá aftur og í stígvél-
in en henti vaxbuxunum upp á
klettana, vatt vel sjóvettlingana og
lét þá á hendur formannsins og
sagði honum að vera rólegur því nú
væri ég að fara að sækja hjálp og
hann skyldi reyna að hreyfa sig á
meðan og passa að sofna ekki. Síð-
an lagði ég af stað upp einstigið.
Þetta gerðist allt á lágum sjó og nú
var komið logn og léttskýjað og sól
með hita. Hér var yfir fjall að fara til
næsta bæjar, og brattar melskriður.
Þegar ég var kominn upp í miðjar
skriður var ég orðinn sveittur. Þegar
upp kom sá ég götuslóða fyrir norð-
an mig og vissi hvert hann lá. Ég
hraðaði mér heim til mín sem var
rúmlega klukkutíma gangur. Þegar
ég fór að hugsa betur var mér ljóst
að heima væri ekki annað fólk en
húsmóðirin og dóttir hennar, hélt ég
því að næsta bæ þar sem karlmenn
voru heima. Fólkið varð undrandi
að sjá mig húfulausann og alvotann,
það vissi að við höfðum róið um
morguninn og spurði strax: ,,Hvar
er formaðurinn, er hann dauður“?
Nei lifandi var hann þegar ég fór ffá
honum. Sagði síðan hvað hefði
skeð, og spurði hvort ekki væri hest-
ur heima við. Það var strax brugðið
við og sóttur hestur, hitað kafíi og
látið á flösku. Konumar deildu um
það hvort ekki ætti að hafa kaffið
sætt eða ekki en fararstjórinn taldi
það engu máli skipta aðeins að kaff-
ið væri vel heitt. Karlmennimir
komu sér fljótt af stað en vildu að ég
kæmi á eftir þeim, ef ske kynni að
þeir hittu ekki á réttan stað til að
fara niður í fjöru. Það var sent heim
til mín og komið með sokka og létta
skó, nóg kaffi að drekka sem þótti
sjálfsagt. Síðan lagt af stað aftur og
maður með mér. Þegar við komum
að heiðarbrekkunni sáum við hilla
undir björgunarliðið efst á heiðinni,
og biðum við þá niðri eftir þeim.
Formaðurinn var það hress að hann
gat setið á hestinum.
Nokkrir af hjálparmönnunum
fóra að setja bátinn undan sjó. For-
maðurinn spurði mig á leiðinni
hvort ég myndi þora að róa með
honum aftur ég sagði það vera sjálf-
sagt. Formaðurinn lá einn dag eftir
þetta.
Ég hafði fataskipti eftir góða
hressingu og varð ekkert meint eftir.
G.B.J.
FAXI 141