Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 28
Erindi Jóns Böðvarssonar á Karvelskvöldi
Merkar þjóðlífslýsingar í bókum
Karvels Ögmundssonar
Góðir áheyrendur.
Mörgum finnst útjöskuö yrðing að
á þessari öld hafi fslenska þjóðin
skeiðað eða brokkað frá járnaldar-
stigi til tölvualdar.
En ósönn er hún ekki eins og flest-
ar alhæfmgar. Órækar sannanir eru
margar. Ein þeirra er Sjómannsævi
eftir vin minn Karvel Ögmundsson,
þjóðlífslýsing í þrem bindum í um-
gjörð sjálfsævisögu.
II.
Ævisagnaritun hefur verið einn
gildasti þáttur íslenskra bókmennta
frá öndverðu. Meginþorra íslend-
ingasagna má fella undir þá grein
sagnálistar. Grettis sögu og Gísla-
sögu Súrssonar getum við nefnt
sem dæmi.
Ritun lausamálssagna féll niður
um fimm alda skeið. Rímur leystu
þær af hólmi en voru sama marki
brenndar. Ævi stórmennis var rakin
frá æsku og uppvexti til æviloka.
Ekki féll sagnalist í gleymsku þótt
frumsamdar sögur væru á því skeiði
hvorki á skinn né pappír skráðar.
Sögur og þættir um stórbrotna eða
einkennilega menn lifðu í munn-
legri geymd um land allt - konur
ekki síður en karlar — urðu slíkir
sagnameistarar að frásagnarlistin
foma dó aldrei heldur lifði sem falin
glóð í hlóðum og beið nýrrar dag-
renningar.
Er aftur var tekið að rita nýjar
bækur í lausu máli ruddu ævisögur
brautina. Kunnust eru rit Jóns
Indíafara Ólafssonar, Jóns Magnús-
sonar þumlungs og Jóns Stein-
grímssonar eldprests. Þótt sögur
þessar virki sem hólmar í hafi og
bókmenntafræðingar telji lausa-
málssögur ekki ná fótfestu aftur
fyrr en með skáldsögum Jóns Thor-
oddsens og þjóðsagnaútgáfu Jöns
Arnasonar má fullyn'ia að frásagn-
arlist og fróðleiksþorsti vom megin-
stoð mannlífs og mennta á íslandi
allar þær aldir sem íslensk þjóð
barðist fyrir lífi sínu í bókstaflegum
skilningi við bág kjör, bjargarskort
og válynd veður.
En þjóðin rétti úr kútnum og upp
rann öld bóka, þéttbýlis, fjöl-
breyttra skemmtana, blaða, út-
varps og sjónvarps. Þá sögðu vísir
menn að öld sagnaþulanna væri lið-
in — innlendir sem erlendir.
III.
Sagnalist íslendinga að fomu og
fram eftir öldum bar oft á góma er
ég ungur maður las íslensk fræði við
Háskóla íslands. Oft var sagt að hún
heföi týnst með bændamenning-
unni - aö nýir menningarmiðlar
hefðu leyst hana af hólmi í þéttbýlis-
kjörnum nútímans. Ég tileinkaöi
mér þetta viðhorf sem margt annaö
er kennt var í æðstu menntastofnun
Kurvel Ogrnundsson.
íslendinga á Melunum í Reykjavík
- hélt að sagnalist væri nú einungis
til í bókum — taldi að Halldór Lax-
ness væri að flytja minningarorö um
hina göfugu sagnaskemmtan er
hann sagði í Nóbelsverðlaunaræðu í
Stokkhólmi 1955 — að hinn fomi ís-
lenski sagnastíll hefði aldrei dáiö
heldur lifað á vörum manna, eink-
ÚTGERÐARMENN!
Þeir útgerðarmenn smærri báta, sem róa reglu-
bundið frá Keflavík eða Njarðvík og hafa áhuga
á aðgangi að sjálfsafgreiðslugasolíudælunni
við Keflavíkurhöfn eru velkomnir til viðskipta.
Vinsamlegast hafið samband við Olíusamlag
Keflavíkur og nágrennis í síma 11600 og leitið
nánari upplýsinga.
Ölíusamlag Keflavíkur og nágrennis
um gamalla kvenna og sjálfur hefði
hann numið þessa list af ömmu
sinni. Sú hét Guöný Klængsdóttir á
Kirkjuferju í Ölfusi.
Eftir að háskólanámi lauk varð
mér ljóst að margnefnd sagnahefð
varðveittist ekki einungis í sveitum
heldur blómgaöist engu síöur viö
sjávarsíðuna meöal vermanna —
einkum undir Jökli og einmitt það-
an er mnnin söguhetja þessa dags.
Ég kynntist Karvel Ögmundssyni
skömmu eftir að ég kom til starfs og
dvalar á Suðumes 1976. Seint mun
ég gleyma fundi er hann flutti langa
lýsingu á mótekju. Hann mælti af
munni fram og studdist ekki við
skráð minnisatriði. Samt var efnis-
skipan sem í lýtalausum fyrirlestri,
framsögn sæmandi úrvalsþul og
málfar í Islendingasagnastíl enda
vakti frásögnin óskipta athygli allra
fundarmanna þær fjörutíu mínútur
sem Karvel talaöi.
Margoft síðan hef ég hlýtt á hann
flytja ýmiss konar fróðleik með því-
líkum hætti - en ekki undrast. Sér-
hver sem einu sinni hefur heyrt Kar-
vel segja frá veit að íslensk sagnalist
lifir meðan hann er ofar moldu.
IV.
Karvel fæddist 30. september
1903 að Hellu í Beruvík í Breiðavík-
urhreppi fyrir vestan Snæfellsjökul,
sjötti í röð tólf systkina. TVö dóu í
bernsku. Annaö þeirra var drengur
er Karvel hét. Hann dó sjö mánaða
gamall, tíu mánuðum áður en sá
Karvel fæddist er við þekkjum - og
kallaöur var Velli í sveitinni, síðar
Kalli á Hellissandi. Fæðingarstað-
urinn var fátæklegur torfbær. Þar
var hlóöaeldhús í frambæ og fjós-
baðstofa inn af gangi með fimm
rúmum. Ekki var upphitun önnur
en sú sem af kúnum lagöi.
Hrjóstrugt var og haröbýlt. Þar er
leikvöllur veðra og brims en sjón-
deildarhringur fagur. Á æskuslóð-
um hans býr enginn lengur. Sú
byggð og margar aðrar víða um land
eyddust er árabátar viku fyrir vél-
knúnum fiskiskipum þótt fleiri or-
sakir eigi þar þátt.
Ögmundur Andrésson, faðir
Karvels, var frá Einarslóni nokkru