Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 10
því loknu stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum. Árið 1946 lauk hann hinu meira fiskimannaprófi. Hann var því ný staðinn upp frá prófborði er honum var falin skipstjóm á Ebbu Sophiu í júní 1946. Hann hafði þá fengið á sig orð sem dug- mikill sjómaður og snjall stjóm- andi. Óli var skipstjóri á Ebbu þar til að hún fór undir danskan fána og var því síðasti skonnortuskipstjóri hér á landi. Aðspurður taldi Óli Ebbu hafa verið gott sjóskip. Skipverjar voru 9-11 er skipið var í vömflutning- um, en mannaíbúðir bentu til þess að skipshöfnin hafi verið um 30 manns er fiskveiðar vom stundaðar. Hann taldi að þessi glæsilegu segl- skip, sem svifu á vængjum vinda um öll heimshöf fram undir síðari heimsstyijöld, hafi tapað mestum „sjarma" við að taka toppstangir af möstmm, fækka seglum og fá í staðinn geltandi mótorvélar, sem sjaldan fullnægðu þörfum þessara stóm skipa, enda byggð fyrir annan aflgjafa. Óli Guðmundsson fæddist að Höfða á Völlum í S-Múlasýslu 28. júní 1914. Foreldrar hans vom hjón- in Guðmundur Ólason, búfræðing- ur og bóndi þar og Ingibjörg Áma- dóttir bónda Jónssonar að Staðar- hóli í Andakíl. Samkvæmt ættfræð- um Sigurðar Hlíðar, ættfræðings, var hún komin af fjölmennum og merkum Ámesingaættum. Óli var elstur 13 bama þeirra hjóna og varð því ungur að taka til hendi við fjöl- breytt störf á stóm sveitaheimili. Hugur hans hneigðist að sjó- mennsku og á fermingarári hófst æfistarfið. Fjórtán ára réðst hann á mótorbát á Austfjörðum, en þeir vom flestir gerðir út frá Homafirði á vetrarvertíðum. TVítugur fluttist hann búferlum til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Eftir að hafa verið með nokkur fiskiskip, gerð út frá Reykjavík, hóf hann sjálfur útgerð í Reykjavik 1958. Fyrsta skip hans var m/b Kári Sölmundarson, 66 tonna eikarskip. Nokkra fleiri báta eignaðist hann og var ævinlega sjálfur skipstjórinn, en kona hans Lilja Sigurðardóttir gegndi framkvæmdarstjórastörf- um. Óli hætti útgerð og sjómennsku 1983 og hafði þá verið í 55 ár við þennan undirstöðuatvinnuveg þjóð- arinnar. Jón Tdmasson. MANNFAGNAÐUR AFMÆLI UPPÁKOMA! Við veitum ráðgjöf og útvegum allt sem til þarf. Ykkar veislur eru okkar fag. NEISLUÞJÓNUSTAN hí. löavöllum 5, Keflavík Sími 14797. 126 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.