Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 38

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 38
Skúli Magnússon: Sjóslysaannáll Kefl avxkur 30« hluti 1973 V/s Sjöstjarna sekkur í hafi ísvartastaskammdeginu 17. eða 18. desember 1972, hélt hundrað lesta eikarbátur, Sjöstjarnan KE 8, úr heimahöfn f Keflavík, áleiðis til Þórshafnar í Færeyjum. Erindið var að setja bátinn þar í slipp til við- geröar og halda síðan heim til (s- lands, eftir áramót, til veiöa á vetrar- vertíð. En engan grunaði að þetta yrði Fiinsta ferð þessa báts og f ram- undan væru atburðir er seint gleymdust. Þegar hörmuleg sjóslys verða eru það ekki einungis nánir vinir og ættingjar sem sorgina þreyja, heldur allir landsmenn. Þannig deilist byrðin ósjálfrátt á hvern og einn sem kominn er til vits og ára. Fyrstu vikur hins örlagaríka árs 1973, er eldgos í Eyjum og þorska- stríð stóðu sem hæst, verða minn- isstæðar, líkt og veturinn 1961—1962. Illviðri geysuðu með litlum hléum frá áramótum, en út yfir tók febrúarmánuður. Þá var veðurhamurinn slíkur, að dögum saman stóðu illviðri með blindbyl og grimmdarfrosti á hafsvæðum umhverfis íslands. Frá 1. janúar til 28. febrúar varð tjón á tíu íslenskum bátum og skipum og þrettán sjómenn fórust. Tjónið á skipunum einum var metið á tvö hundruö milljónir króna, eða fjórar milljónir á dag að meðaltali. Er þá undanskilin líftrygging hinna þrettán sjómanna. En mannslíf verða tæþlega metin tll fjár. Hamfar- ir lofts og lagar á Norður-Atlantshaf i geta orðið slíkar að vart getur meiri hildarleik náttúruaflanna. Um það eru sjómenn almennt sammála. Einhverju sinni las annálshöfundur viðtal við breskan sjóliösforingja, er hóf störf I breska flotanum snemma á þessari öld. Hann sigldi um 'öll heimsins höf, þar á meðal í tveimur heimsstyrjöldum, en aldrei hafði hann lent í þvílíkum veðrum og við ísland. En hann stýrði einu herskip- anna í Þorskastríðinu veturinn 1958—59. Slíkur var vitnisburður hins þaulreynda sjómanns. Æörulausir tóku skipverjar á Sjöstjörnunni land i Þórshöfn 20. desember 1972 og settu bátinn í slipp. Fram undan voru jól. Skipverj- ar héldu því heim og hugðu á utan- ferð eftir áramót. Snögglega kallaði skipstjóri, Engilbert Kolbeinsson, menn sína til skips á ný. Fimmta janúar héldu þeir utan til Færeyja. Með í förinni var eiginkona Engilberts, Gréta Þórarinsdóttir. Þau bjuggu þá í Ytri- Njarðvík. Sambýlismaður þeirra, Júlíus Högnason, átti afmæli þenn- an sama dag. Engilbert átti það til að kasta fram stökum við ýmis tæki- færi, en þar sem hann þurfti að fara svo snögglega gat hann ekki sam- glaðst Júlíusi, en skyldi eftir erindi á blaði. Lokaorð þess voru: „Guð veri með þér, góði maður, ég get ekki alls staðar verið“. Eftir orðanna hljóðan mætti ætla að Engilbert hafi beinlfnis veriö kallað- ur til feröar, jaf nvel fyrr en ætlað var. Umfangsmikil leit hefst Jólin voru nú afstaðin og aftur fóru í hönd hin hversdagslegu störf. í Þórshöfn fylgdust skipverjar með lagfæringum bátsins. Meðal annars var lúkarinn allur endurnýjaður og skipið sjálfsagt málað. Sjöstjarnan var að mestum hluta ferniseruð, en borðstokkar málaðir hvítir. Hvalbakur og stýrishús einn- ig. Fimm Færeyingar voru ráðnir á bátinn og einn hafði beðið um far til íslands, sem farþegi. Fimmtudaginn 8. febrúar hélt Sjöstjarnan frá Þórshöfn áleiðis til Miðvogs á Suöurey. Þar bjuggu Færeyingarnir sem ráðnir voru á vetrarvertíðina, sem í hönd fór. Það- an lagði báturinn af stað til íslands. Sunnudaginn 11. febrúar um klukkan tvö eftir hádegi, var Sjö- stjarnan stödd 210 sjómílur norð- vestur af Mykjunesi í Færeyjum. Voru þá komin ellefu vindstig af suðvestri og allmikill sjór. Fárviðri virtist í aðsigi. Klukkan 3.03 sendi skipstjóri út neyðarkall og sagði að báturinn væri að sökkva. Lúkarinn væri oröinn hálffullur af sjó. Sagðist skipstjóri nú fara seinastur frá borði, aðrir væru komnir í tvo gúmí- báta, er lægju við skipshlið. Er þetta gerðist lá varðskipið Ægir við Vest- mannaeyjar, og hélt þar sjó. Var skipið á vakt vegna gossins. Slysa- varnafélagið sendi strax út beiðni til nærstaddra skipa um að veita hjálp. Þrjú skip voru eigi allfjarri slysstað. Það voru Brúarfoss, írafoss og rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds- son. Brúarfoss var þó næstur og hélt þegar á staðinn. En hann átti gegn veöri og sjó að sækja. Síð- degis sama dag gáfu sig fram til leita nítján skip. Átján loðnubátar og rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Þau lágu í vari í Lónsbug. Sumir bát- anna voru með loðnuslatta í lestum. Ægir gat miðað út neyðarsending- una og hélt strax af stað. Hafði skip- ið ofsaveðrið á stjórnborðskinn- unginn og valt þvi mikið. Siglt var á fullri ferð og ekki slegið af þó veður versnaði er fjær dró landi. Kom hnútur á skipið og braut borðstokk- inn á þriggja metra kafla. Klukkan fjögur var tilkynnt úr neyðarsendi annars gúmíþátsins að Sjöstjarnan væri sokkinn. Eftir það heyrðist ekkert frá bátnum. Klukkan hálf niu um kvöldið var Ægir kominn á slysstaðinn, sem upp var gefinn, en lítið var hægt að athafna sig, enda komið fárviðri og sjórok og fannfergi slíkt að vart sá út úr augum. Var þó leitað eins og hægt var um nóttina og í birtingu um morguninn dró aöeins úr veður- ofsanum á meðan áttin snerist til norðurs. Aðfaranótt mánudagsins 12. febrúar var aftakaveður um allt land og á hafdjúpum umhverfis landið. Leituðu þó öll skipin, auk þess eitt varðskip til viðbótar, fimm breskir togarar og þýska eftirlitsskipið Ranger Brisis. Var nú samið vopna- hlé í landhelgisstríðinu, er breskir togarar og síðar eftirlitsskipin, hófu leit. Kom þá best í Ijós, að flestar þjóðir virða hin óskráðu lög er á haf- inu gilda, þegar mannslíf eru í hættu. Þá um nóttina komst Herkú- les-flugvél loks af stað frá Keflavík- urflugvelli og um klukkan ellefu á mánudagsmorgun hélt gæsluflug- vélin TF-SYR til leitar. Fyrr varð ekki leitað úr lofti vegna óveðurs. Herkúles-vélin flaug mjög lágt yfir sjónum vegna veðurofsans og meðan á leit stóð bilaði einn hreyfill hennar vegna seltu. Hafði vélin þá verið á lofti í nokkrar klukkustundir, en varð að halda til Keflavíkur á ný, enda skyggni lítið. Fljótlega eftir að leitin hófst, tók Guðmundur Kærnested á Ægi að sér stjórn hennar. Voru þá tvær vaktir í brú Ægis allan tímann. Önn- ur stjórnaði ferð skipsins, hin sá um skipulagningu leitarinnar. Loðnu- bátarnir leituðu á svæði, sem þeim var úthlutað, undir stjórn Eggerts Gíslasonar á Gísla Árna. Þennan sama dag, 12. febrúar, tilkynnti flugmaður Herkúles-vélar- innar að þeir hefðu séð gúmíbát. Gáfu þeir upp staðarákvörðun og köstuðu út Ijósduf li við bátinn. Ægir hélt þegar á staðinn ásamt fleiri skipum, en þau fundu ekkert. Um klukkan fjögur aðfaranótt þriðjudagsins 13. febrúar varð að hætta leit vegna veðurs. Létu sum skipin þá illa að stjórn, einkum loðnuskipin sem sum voru með slatta í lestum. Auk þess voru þau orðin olíulítil og fóru því að tínast til lands. Þennan dag voru flugvellir lokaðir vegna veöurs. Var þá fyrir- hugað að leita með þremur flugvél- um, en ekki varð af því. Klukkan fjögur, aöfaranótt mið- vikudagsins 14. febrúar, var Ægir við leit ásamt sextán skipum, í norð- an tíu vindstigum. Fór veðrið harðn- andi og tveimur tímum slðar var enn komið fárviðri. Daginn eftir buðu bresk eftirlitsskip fram aðstoð og auk þess fleiri breskir togarar. Voru þeir allmargir og fínkembdu leitar- svæðið. Um svipað leyti hófu dönsk skip leit, en færeysk skip voru þá fyrir nokkru byrjuð að leita. Auk þess bættust við tvær flugvélar frá Skotlandi. Fimmtudaginn 15. febrúar voru átta færeysk skip við leit. Héldu þau heim litlu síðar. í staðinn komu önn- ur færeysk skip, þrjátíu talsins. Hófu þau leit á öðru svæði vestur af Færeyjum. Laugardaginn 17. febrúar var Ægir staddur í Meðallandsbug. Um klukkan fjögur siðdegis, tilkynnti gæsluflugvélin TF-SYR, að hún hefði séð gúmibát á reki. Fór Ægir þegar á staðinn ásamt fimm bresk- um togurum og bresku eftirlits- skipi, en ekkert sást vegna særoks og éljagangs. Einnig fundu flug- menn gæsluflugvélarinnar hvítan fleka í sjónum. Kannaði Árni Frið- riksson rekaldið og kom þá í Ijós, að þetta var hurð, sem þarna var að veltast. Hún var hins vegar ekki tekin um borð, sennilega vegna veðurs og sjógangs. Var það til nokkurs happs því huröin kom aftur viö sögu tveimur dögum síðar. Að morgni mánudagsins 19. febr- úar hófst leit að nýju klukkan átta. 154 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.