Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 11

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 11
MINNING Ester Karvelsdóttir kennari í Njarðvík Fædd 23. ágúst 1933 Dáin 15. maí 1989 Ester Karvelsdóttir kennari við Círunnskóla Njarðvíkur er látin. Hún i'ékk hjartaáfall föstudaginn 12. maí. Við rannsókn kom í ljós að hér var um alvarlegt áfall að ræða. Hún var í skyndi flutt til London þar sem hún gekkst undir erfiða aðgerð og þar lést hún hinn 15. maí. Saga Esterar Karvelsdóttur var öll. NóbelsvenMaunaskáldið Marquez sagði einhvern tíma að það óréttlát- asta í þessum heimi væri dauðinn. Hann reiddi hátt til höggsins í þetta skiptið. Dauðinn er svo sannarlega óréttlátur þegar fólk er hrifið á burt mitt í önn dagsins. Óvænt kveðjum við traustan vin og samkennara. Ester fæddist á Hellissandi 23. ágúst 1933. Eoreldrar hennar voru hjónin Anna Margrét Olgeirsdóttir og Karvel Ögmundsson. Ester ólst upp í Ytri-Njarðvfk og gekk í Njarðvíkurskóla. Hún tók gagnfræðapróf frá Flensborgarskóla árið 1950 og kennarapróf tók hún irá Kennaraskóla Islands árið 1956. t‘á lá leiðin aftur hingað suður með sjó. Hún kenndi eitt ár við Bamaskóla Keflavíkur en árið eftir hóf hún starf við Njarðvíkurskóla eða Grunnskóla Njarðvíkur eins og hannheitirnú. Húnvarafturkomin í sinn gamla skóla, nú sem kennari og þar starfaði hún alla tíð þar til yfir lauk. Ester Karvelsdóttir tók sér leyfi frá kennslu skólaárið 1977-1978 til þess að stunda framhaldsnám við Kennaraháskóla íslands. A kennsluferli sínum sótti hún fjölda námskeiða og lýsir það Ester vel hversu mikla áherslu hún lagði á endurmenntun og símenntun. Hún vnrð sérkennari skólans. Árið 1954 giftist hún Sigmari Ingasyni verkstjóra hjá Njarðvíkur- bæ. l>au eiga tvo syni, Olgeir og Bjarnþór. Ég kynntist Ester Karvelsdóttur fyrst í pólitisku samstarfi hér suður með sjó og einnig í starfi í samtök- um kennara. En árið 1983 kem ég að Grunnskóla Njarðvíkur og þar kynnist ég Ester á nýjum vettvangi sem duglegum og traustum kenn- ara, sem lagði allan sinn metnað í starfið. Ester var unnandi góðra bóka og var mjög vel lesin. l>á var hún kven- réttindakona í þess orðs bestu merkingu. Hún vann ötullega í allri kjarabaráttu kennara. Því var hún trúnaðarmaður þeirra um árabil. Ester var einstaklega mannleg í öllum samskiptum við okkur hin, sýndi ætíð áhuga á því sem aðrir voru að gera og kunni að hrósa því sem vel var gert. Hún hafði ákveðn- ar skoðanir og lét þær hiklaust í ljós. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Ester Karvelsdóttur. Hún var nákvæm og vandvirk í starfi sínu og úrræðagóð. Hún var fag- maður. En umfram allt vildi hún veg skól- ans sem mestan og bestan og bar metnað hans fyrir brjósti. Ester var einn af máttarstólpum skólans. Sæti hennar venCur vandfyllt. Mér er sérlega minnisstætt hversu vel hún náði til skjólstæðinga sinna og hversu vænt þeim þótti um hana. Daginn eftir lát hennar stóðu þeir í hóp framan við skrifstofu skólans og vissu vart hvert framhaldið yrði. Þeir söknuðu vinar í stað. í vetur vann hún að stofnun Nem- endaverndarráðs við skólann. Hún lagði áherslu á að ljúka því verki fyrir lok skólaársins. Upphaflega átti nafnið að vera annað, en Ester vildi einmitt þetta nafn, því ráðið átti fyrst og fremst að huga að vernd nemenda. Þar átti að fara fram eins konar forvarnarstarf fyrir þá nem- endursem þurftu hjálpar við. Þá var hún einnig aö skipuleggja sérdeild. Reyndar var hún að skipuleggja alla sérkennslu skólans fyrir næsta vet- ur. Skipulagshæfileikar hennar voru ótvíræðir. Ovænt er nú komiö að kveðju- stund. Við, starfsfólk Grunnskóla Njarðvfkur, litum björtum augum fram á veginn og brostum mót hækkandi sól. Sumar var loks að koma með sólskin og bjartar vonir. En þá kom helfregnin. Og því van) allt svo hljótt \nð helfregn þína sem he/ði klökkur gigjustrengar broslið. Og enn ég veit murgt hjarta fiarmi lostið, sem hugsar til þin allu daga sinu. En meðan árin þreyla hjörtu hinna, sem hor/ðu eftir þér i sárum írega, þá blómgast enn og blómgast œn'nlega, þitt bjarta wr i hugum \ina þinna. (Tómas fíuðm.) Eiginmanni, sonum, föður og öllum öðrum ættingjum og tengdafólki votta ég einlæga samúð mína. Kahlil Gibran segir: „Skoðaöu hug þinn vel þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, aö aðeins þaö sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleöi þín.“ Að leiðarlokum vil ég þakka Ester Karvelsdóttur vináttu, hlýju og hjálpfýsi og einstakt starf við Njarðvíkurskóla öll þessi ár. Ég þakka trausta samfylgd og sam- vinnu. Ég veit að allt starfsfólk Grunnskóla Njarðvíkur tekur heils hugar undir. Við söknum vinar og góðs félaga. Blessuð sé minning hennar. Gylfí Gudmundsson. Lífið er slungið og vinátta er ofur- lítið undur. í fyrstu ólu þið Sigmar lítt harnaðan tmgling upp og ykkur tókst að gera tinglinginn að sam- ræðufélaga. Já, það er ekki svo langt síðan að við ræddum um hve árin er telja aldurinn hafa styst með tímanum. Þrítug vinátta er ríkulega ræktað félag; samræðufélag og hugsanafélag. Sú hugsun er áleitin hvort vanheilsa geti verið slíkur förunautur að enginn veiti því eftir- tekt að hún fylgi með. Spumingin kann að vera röng! Sannarlega minnir sérhver vanlíðan á veru sína og það án afláts. Að geyma slíkar minningar en ýta þeim til hliðar til að sýna samferðafólki sínu rétt- mæta virðingu og láta það vera sitt síðasta verk, ber vott um hugrekki. Og því hugrekki er dyggð og dyggð- ug manneskja er umræðuefnið er rétt að segja að af engum hefi ég lært betur að bera lotningu fyrir tiltek- inni siðlegri breytni. Það er mikil reynsla að þekkja fólk sem ber virð- ingu fyrir tungu sinni. Hvemig tal- að er um tunguna og með henni. Ég veit, að þó við höfum misst merka konu, þá lifa margbrotnar áleitnar hugsanir í hverri hugleið- ingu okkar. Við spyijum hvort spumingar okkar séu réttmætar. Fjölskyldan, þessi stóra fjöl- skylda, hefur mikils að minnast. Sigmar, við vitum og vitum ekki að efnið er mikið og meira en tungan ræður við. Helga Öskarsdóttir. FAXI 127

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.