Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 37

Faxi - 01.04.1989, Blaðsíða 37
Fjörugt félagslíf Bamastúkan Nýjársstjaman nr. 34 hefur starfaö með líkum hætti og áður. Fundir hafa verið hálfsmánaðarlega í Holtaskóla. í nóvember er mjög vin- sælt grímuball og í mars er árshátíð. Meðfylgjandi myndir em frá afhend- ingu verðlauna fyrir fmmlega grfmur og hin frá árshátíð. Á fundum í vetur hafa félagar stúkunnar fengið fræðslurit sem stórstúkan hefur gefið út. Hinn 24. júní er fyrirhugað ferða- lag í Galtalæk á vormót bamastúkna á Suðurlandi. Brynhi/dur KE óOfórst. Þann 22. maí sl. fórst trillan Bryn- hildur KE 69 er brot kom á bátinn á útleið úr Sandgerðishöfn. Skipverja, Sigfúsi Axfjörð Sigfússon var bjargað um borð í Stekkjarhamar GK 37 á ell- eftu stundu. Annar smábátur var hætt kominn nokkmm dögum síðar, er hann var á leið inn í höfnina. En þar fór betur en á horfðist um tíma. Vordagar Vigdísar Annað árið í röð hafa grunnskólam- ir hér á Suðumesjum tekið sig saman um gróðursetningarátak í lok skóla- ársins. Átak þetta kallast, Vordagar Vigdísar til heiðurs forseta íslands. Landgræðsluátak þetta, sem þótti fara vel af stað, hefur tvíþættan til- gang. í fyrsta lagi að klæða landið og í öðm lagi aö efla skilning og áhuga á landgræðslu og gróðurvemd meðal æskufólks á Suðurnesjum. í vor var Gerðaskóli með dreifingu á grasfræi og áburði og gróðursetningu á lúpínuhausum. Myllubakkaskóli og gmnnskólamir í Sandgerði og Vogum sáðu grasfræi og áburði. Vinnuskól- inn í Grindavík ætlar að sjá um dreif- ingu á grasfræði og áburði og vinna að gresjun í Selskógi. Að hausti er svo áformað að 8. bekkur í Grindavík safni lúpínu- og birkifræi ásamt víði- græðlingum umhverfis Grindavík. Skósuö, félag skólastjómenda á Suðumesjum, hefur haft forgöngu um þetta þjóðþrifaverkefni. Minningargjöf um Bergstein Sigurðsson Keflavíkurkirkju hefur nýlega bor- ist vegleg minningargjöf um Bergstein Sigurðsson, en hann hefði orðið 90 ára 2. júní s.l. Gjöfinni fylgdi svofellt gjafabréf: Ég undirrituð Kristjana Ólafsdóttir, Suðurgötu 12, Kefiavík, afhendi hér með Keflavíkurkirkju kr. 150.000 að gjöf og er það ósk mín að fénu verði varið til gerðar sáluhliðs við nýja kirkjugarðinn. Gjöfin er til minningar um eiginmann minn Bergstein Sig- urðsson f. 2. júní 1899 d. 2. júni 1980. Höfðingleg gjöf Við hátíðarhöld Sjómannadagsins í Sandgerði var Hvalsnessókn afhent að gjöf 3000 m2 landsvæði undir safnaðarheimili. Er þetta land á svo- nefndu Landakotstúni og tók Óskar Ámason þar fyrstu skóflustungu í væntanlegri byggingu. Það var einmitt Óskar ásamt systkinum hans Áma og Sigríði sem gáfu söfnuðinum þesa ágætu gjöf. Öryggisbók -Troinpbók Tværí öruggnni vextí s SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Suðurgötu 6, sími 92-15800 Njarðvík, Grundarvegi 23, simi 92-14800 FAXI 153

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.