Faxi - 01.10.1989, Síða 6
í
í
I
t
K. Runar Karlsson
Atvinnulíf —
Atvinnurekstur
Inngangur
í síðasta greinarstúf mínum gerði
ég í mjög stuttu máli grein fyrir því
hvað hugbúnaður væri. Þar voru og
útskýrð í grófum dráttum fyrirbæri
eins og vélbúnaður, forrit og forrit-
unarmál. Einnig gerði ég að umtals-
efni samspil hugbúnaðar og vélbún-
aðar, ásamt fleiri þáttum. Þessi
fyrsta grein var hugsuð sem nokk-
urs konar inngangur að fleiri grein-
um um hugbúnaðarmál. í þeirri
grein er nú birtist og í þeim, sem á
eftir koma, ætla ég að gera tilraun til
að rekja hið flókna ferli sem á sér
stað við þróun viðskiptahugbúnað-
ar, þ.e. reyna að lýsa því hvers vegna
og með hvaða hætti sá hugbúnaður
verður til. Höfundur vill vekja at-
hygli á því að varlega skyldi heim-
færa eftirfarandi umræðu í greinar-
korni þessu yfir á alþjóðavettvang;
fremur er hér um að ræða þanka
sem eingöngu eiga við íslenskt efna-
hags- og atvinnulíf. En vissulega er
þó margt sem einnig getur átt við úti
í hinum stóra heimi.
— Hvers vegna er
hugbúnaður tíl?
Það fyrsta sem við þurfum að gera
okkur grein fyrir er, að það var fyrst
og fremst til að mæta ákveðinni
þörf úti í atvinnulífinu,að viðskipta-
hugbúnaður varð til. A undan voru
að sjálfsögðu gengnar þær taekni-
legu framfarir er fyrst skópu TÖLV-
UNA. Hér verður þó ekki farið út í
þá sálma. En fyrir tilverknað all
margra þátta, þá skapaðist á sínum
tíma gífurleg þörf fyrir viðskipta-
hugbúnað sem nothæfur væri á
tölvum þeim sem komnar voru til
skjalanna.
Umræddir orsakaþættir eru með-
al annars:
★ Aukinn hraði í viðskiptum sem
og atvinnulífinu öllu.
★ Flóknara hagkerfi; sífelldar
breytingar á skattalöggjöf, bók-
haldsreglum o.s.frv.
★ Flóknari verkaskipting í stjórn-
un fyrirtækja.
★ Auknar kröfur um nákvæmni í
rekstri fyrirtækja, s.s. um verð-
útreikninga, söluverðmæti, arð-
semis- og framlegðarútreikn-
inga, o.fl., o.fl.
Ofantalin atriði, ásamt mörgum
fleiri þáttum hafa síðan valdið því
að til er á markaðnum í dag geysi-
fjölhæfur og fjölbreyttur hugbúnað-
ur, sem sinnt getur allflestu því er
viðkemur rekstri fyrirtækja, burt-
séð frá því í hvaða grein þau starfa.
Almennan viðskiptahugbúnað
má gróflega flokka í eftirfarandi
megin flokka:
Sérhverjum þessara meginflokka
má síðan skipta niður í ótal undir-
flokka, sem geta verið mjög breyti-
legir eftir eðli atvinnurekstursins
sem hugbúnaðinn notar. Nánar
verður fjallað um ofangreinda meg-
inflokka í síðari greinum, og er þá
hugmyndin að gera nokkurs konar
úttekt á því hvernig forritin vinna
og til hvers þau eru notuð.
Stjórnendur fyrirtækja og stofn-
ana hér á landi hafa í auknum mæli
gert sér grein fyrir þeim nánast
ótæmandi möguleikum sem tölv-
urnar bjóða upp á, og hafa í sam-
ræmi við það gert síauknar kröfur J
um gæði og notagildi viðskiptahug-
búnaðar. Þetta hefur síðan gert það
að verkum að sérhver hugbúnaðar-
framleiðandi leggur nú sífellt meiri
áherslu á þróun hugbúnaðarins. Ef
hugbúnaðarfyrirtæki ætlar sér að
vera samkeppnisfært, þá þarf það sí-
fellt að koma með nýjungar og end-
urbætur á þeim hugbúnaði sem fyr-
ir er. Einnig spilar hér inn í annar
stór þáttur er eykur enn frekar á
þær kröfur, sem gerðar eru til við-
skiptahugbúnaðar, en það eru hinar
geysihröðu tæknilegu framfarir sem
★ Lagerbókhald
★ Viðskiptamannabókhald
★ Sölubókhald
★ Launabókhald
★ Fjárhagsbókhald
226 FAXI